Verbúðin tilnefnd sem besta handrit eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2023 17:02 Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverki í Hörpu í Verbúðinni. Verbúðin Handritið að sjónvarpsþáttunum Verbúðin verður tilnefnt til Edduverðlauna eftir allt saman. Þetta er niðurstaða kjörnefndar Edduverðlaunanna. Þetta staðfestir Auður Elísabet Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar í samtali við fréttastofu. Verbúðin sópaði til sín tilnefningum til Edduverðlauna þegar þær voru kunngjörðar á föstudaginn. Athygli vakti að handrit þáttanna var ekki tilnefnt. Misskilningur milli framleiðanda og framkvæmdastjóra Eddunar olli því að umsókn í flokknum handrit ársins var ekki fullkláruð inni í innsendingarkerfinu. Því kom umsóknin aldrei til kasta kjörnefndar. Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fól í gær framkvæmdastjóra sínum að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna ætti Verbúðina fyrir handrit ársins. Yrði það niðurstaðan sú að tilnefna Verbúðina þá yrðu sex handrit tilefnd í þeim flokki í stað fimm. Ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna innsendingar Stjórn ÍKSA sagðist hafa orðið þess áskynja síðdegis á föstudag að innsending í flokkinn hefði ekki borist frá aðstandendum Verbúðarinnar ólíkt öðrum flokkum sem bárust. Aðstandendur Verbúðarinnar hefðu þó talið sig í góðri trú hafa sent slíka umsókn og að handrit þáttarins kæmi því til greina. „Eftir að stjórn hafði gert sér grein fyrir þessari stöðu var farið í að skoða alla verkferla málsins. Eftir ítarlega skoðun á gögnum og samskiptum er ljóst að misskilningur milli framkvæmdastjóra og framleiðanda í samskiptum er varða innsendingarkerfið olli því að framleiðandi taldi umsókn um handrit ársins afgreidda þegar raunin var að umsóknin hafði ekki verið fullkláruð inni í innsendingarkerfinu,“ sagði í tilkynningu til meðlima í akademíunni í gær. Þó var áréttað að það væri ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna hvort aðstandendur verka hefðu sótt um einstaka flokka fagverðlauna í innsendingarferlinu. „Þetta er ákvörðun og á ábyrgð þeirra sem senda inn verk. Hlutverk stjórnar varðandi innsendingar eftir að fresti lýkur er fyrst og fremst að skoða hvort verkefni uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í starfsreglum.“ Einn stjórnarmaður mótfallinn Þá kom fram í tilkynningunni að mikilvægt væri að allir lúti sömu reglum þar á meðal um skilafrest, og að þeim sé ekki breytt meðan ferli innsendinga, tilnefninga og kosninga stendur yfir. Í ljósi þess að hér kom upp misskilningur milli aðila telur stjórn ÍKSA rétt að heimila valnefnd að fjalla um handrit Verbúðarinnar. Í þeirri rýnivinnu sem nú stendur yfir varðandi tilhögun Edduverðlaunanna, verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að uppákomur sem þessar eigi sér stað síðar.“ Ekki var einhugur í stjórn ÍKSA að skoða á ný hvort handrit Verbúðarinnar yrði tilnefnd. Þetta upplýsir Ásgrímur Sverrisson, stjórnarmaður og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, í pistli á vef sínum í dag. Hann segir óréttanlegt að Verbúðin fái að senda handritið inn sex vikum eftir að fresturinn rann út. „Reglur liggja auðvitað fyrir áður en innsendingar hefjast og ekkert í þessu máli gerir það verjanlegt að breyta þeim meðan á ferlinu stendur,“ segir Ásgrímur í pistli sínum. Sex í flokki í andstöðu við reglur „Ákvörðun meirihluta stjórnar skapar það fordæmi að tiltekinn aðili þurfi ekki að lúta sömu reglum og aðrir, að gera megi sérstakar ívilnanir í hans þágu.“ Þá standi skýrt í reglum að tilnefningar í flokkum skuli vera þrjár eða fimm. Nú séu þær sex í flokknum handrit ársins. Ekki gangi upp að breyta reglum meðan á ferlinu stendur. „Ljóst er að aðstandendur Verbúðarinnar völdu ekki flokkinn Handrit ársins í innsendingarferlinu sem lauk 24. janúar síðastliðinn, sendu ekki inn handrit eins og reglur kveða á um og greiddu ekki innsendingargjald vegna handritsflokks. Þetta gerðu aðrir.“ Tilnefningarnar orðnar fjórtán Verbúðin hlaut tilnefningu í þrettán flokkum og nú hefur fjórtánda tilnefningin bæst við. Því má eiga von á verðlaunaflóði þegar verðlaunin verða veitt sunnudaginn 19. mars. Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Mikael Torfason skrifuðu handritið sem hlotið hefur verðlaun Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Hér má sjá lista yfir allar tilnefningar til verðlaunanna en eftirtaldir sex aðilar berjast nú um verðlaunin fyrir handrit ársins. Heimir Bjarnason - Þrot Bergsveinn Birgisson, Ottó G. Borg og Ása Helga Hjörleifsdóttir- Svar við Bréfi Helgu Guðmundur Arnar Guðmundsson - Berdreymi Hlynur Pálmason - Volaða land Vala Þórsdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir & Eva Sigurðardóttir - Vitjanir Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Mikael Torfason - Verbúðin Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp. 6. mars 2023 16:54 Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta staðfestir Auður Elísabet Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar í samtali við fréttastofu. Verbúðin sópaði til sín tilnefningum til Edduverðlauna þegar þær voru kunngjörðar á föstudaginn. Athygli vakti að handrit þáttanna var ekki tilnefnt. Misskilningur milli framleiðanda og framkvæmdastjóra Eddunar olli því að umsókn í flokknum handrit ársins var ekki fullkláruð inni í innsendingarkerfinu. Því kom umsóknin aldrei til kasta kjörnefndar. Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fól í gær framkvæmdastjóra sínum að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna ætti Verbúðina fyrir handrit ársins. Yrði það niðurstaðan sú að tilnefna Verbúðina þá yrðu sex handrit tilefnd í þeim flokki í stað fimm. Ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna innsendingar Stjórn ÍKSA sagðist hafa orðið þess áskynja síðdegis á föstudag að innsending í flokkinn hefði ekki borist frá aðstandendum Verbúðarinnar ólíkt öðrum flokkum sem bárust. Aðstandendur Verbúðarinnar hefðu þó talið sig í góðri trú hafa sent slíka umsókn og að handrit þáttarins kæmi því til greina. „Eftir að stjórn hafði gert sér grein fyrir þessari stöðu var farið í að skoða alla verkferla málsins. Eftir ítarlega skoðun á gögnum og samskiptum er ljóst að misskilningur milli framkvæmdastjóra og framleiðanda í samskiptum er varða innsendingarkerfið olli því að framleiðandi taldi umsókn um handrit ársins afgreidda þegar raunin var að umsóknin hafði ekki verið fullkláruð inni í innsendingarkerfinu,“ sagði í tilkynningu til meðlima í akademíunni í gær. Þó var áréttað að það væri ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna hvort aðstandendur verka hefðu sótt um einstaka flokka fagverðlauna í innsendingarferlinu. „Þetta er ákvörðun og á ábyrgð þeirra sem senda inn verk. Hlutverk stjórnar varðandi innsendingar eftir að fresti lýkur er fyrst og fremst að skoða hvort verkefni uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í starfsreglum.“ Einn stjórnarmaður mótfallinn Þá kom fram í tilkynningunni að mikilvægt væri að allir lúti sömu reglum þar á meðal um skilafrest, og að þeim sé ekki breytt meðan ferli innsendinga, tilnefninga og kosninga stendur yfir. Í ljósi þess að hér kom upp misskilningur milli aðila telur stjórn ÍKSA rétt að heimila valnefnd að fjalla um handrit Verbúðarinnar. Í þeirri rýnivinnu sem nú stendur yfir varðandi tilhögun Edduverðlaunanna, verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að uppákomur sem þessar eigi sér stað síðar.“ Ekki var einhugur í stjórn ÍKSA að skoða á ný hvort handrit Verbúðarinnar yrði tilnefnd. Þetta upplýsir Ásgrímur Sverrisson, stjórnarmaður og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, í pistli á vef sínum í dag. Hann segir óréttanlegt að Verbúðin fái að senda handritið inn sex vikum eftir að fresturinn rann út. „Reglur liggja auðvitað fyrir áður en innsendingar hefjast og ekkert í þessu máli gerir það verjanlegt að breyta þeim meðan á ferlinu stendur,“ segir Ásgrímur í pistli sínum. Sex í flokki í andstöðu við reglur „Ákvörðun meirihluta stjórnar skapar það fordæmi að tiltekinn aðili þurfi ekki að lúta sömu reglum og aðrir, að gera megi sérstakar ívilnanir í hans þágu.“ Þá standi skýrt í reglum að tilnefningar í flokkum skuli vera þrjár eða fimm. Nú séu þær sex í flokknum handrit ársins. Ekki gangi upp að breyta reglum meðan á ferlinu stendur. „Ljóst er að aðstandendur Verbúðarinnar völdu ekki flokkinn Handrit ársins í innsendingarferlinu sem lauk 24. janúar síðastliðinn, sendu ekki inn handrit eins og reglur kveða á um og greiddu ekki innsendingargjald vegna handritsflokks. Þetta gerðu aðrir.“ Tilnefningarnar orðnar fjórtán Verbúðin hlaut tilnefningu í þrettán flokkum og nú hefur fjórtánda tilnefningin bæst við. Því má eiga von á verðlaunaflóði þegar verðlaunin verða veitt sunnudaginn 19. mars. Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Mikael Torfason skrifuðu handritið sem hlotið hefur verðlaun Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Hér má sjá lista yfir allar tilnefningar til verðlaunanna en eftirtaldir sex aðilar berjast nú um verðlaunin fyrir handrit ársins. Heimir Bjarnason - Þrot Bergsveinn Birgisson, Ottó G. Borg og Ása Helga Hjörleifsdóttir- Svar við Bréfi Helgu Guðmundur Arnar Guðmundsson - Berdreymi Hlynur Pálmason - Volaða land Vala Þórsdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir & Eva Sigurðardóttir - Vitjanir Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Mikael Torfason - Verbúðin
Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp. 6. mars 2023 16:54 Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp. 6. mars 2023 16:54
Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31
Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09