Þjóðskjalasafn vanti fjármagn eigi það að taka við starfsemi Borgarskjalasafns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2023 13:00 Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður. Vísir/Egill Borgarstjórn mun í dag ákveða hvort Borgarskjalasafn verði lagt niður. Til umræðu hefur komið að sameina safnið Þjóðskjalasafni og hefur þjóðskjalavörður óskað eftir fundi hjá ráðuneytinu vegna umfangsins. Við blasi að talsvert meira fjármagn þurfi til Þjóðskjalasafns eigi það að taka við verkefninu. Borgarstjórn mun ræða tillögu um að leggja niður Borgarskjalasafn á fundi sínum í dag og greidd verða atkvæði um tillöguna. Tillagan hefur verið umdeild og kemur hún nú til kasta borgarstjórnar þar sem tillagan fékk mótatkvæði í Borgarráði, sem tók hana fyrir á föstudag. Sagnfræðifélag Íslands hefur mótmælt fyrirhugaðri lokun safnsins harðlega, minnihlutinn í borgarstjórn sömuleiðis og Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, skrifaði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun að óvenjulega hafi verið staðið að tillögunni um að leggja safnið niður. Til að mynda hafi ríkt leynd um tillöguna, hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins látnir vita. Þá hafi verið byrjað á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „Svona beiðni fer til ráðuneytisins og ég hef óskað eftir fundi í ráðuneytinu sem ég mun fá í næstu viku þar sem er skoðað út á hvað beiðnin frá Reykjavíkurborg gangi og hvaða afleiðingar hún hafi fyrir okkar starfsemi,“ segir Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður. Verði tekin ákvörðun um að leggja Borgarskjalasafn niður komi það í hlut Þjóðskjalasafns að taka við safnmunum og sinna þeim. „Nú þegar eru átján sveitarfélög sem skila til Þjóðskjalasafns,“ segir Hrefna en á fimmta tug héraðsskjalasafna starfa í dag. Verði Borgarskjalasafni lokað vanti Þjóðskjalasafn talsvert meira fjármagn og enn brýnna verði að fá betra og stærra húsnæði, sem þegar er orðið of lítið. „Já, Það held ég að blasi við,“ segir Hrefna og bætir við: „Hvort sem af þessu verður eða ekki þá er verið að skoða okkar húsnæðismál og það er nauðsynlegt að það verði tekið á þeim málum.“ Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Ósmekklegar ávirðingar gagnvart borgarskjalaverði í skýrslu KPMG Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. 6. mars 2023 19:01 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Borgarstjórn mun ræða tillögu um að leggja niður Borgarskjalasafn á fundi sínum í dag og greidd verða atkvæði um tillöguna. Tillagan hefur verið umdeild og kemur hún nú til kasta borgarstjórnar þar sem tillagan fékk mótatkvæði í Borgarráði, sem tók hana fyrir á föstudag. Sagnfræðifélag Íslands hefur mótmælt fyrirhugaðri lokun safnsins harðlega, minnihlutinn í borgarstjórn sömuleiðis og Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, skrifaði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun að óvenjulega hafi verið staðið að tillögunni um að leggja safnið niður. Til að mynda hafi ríkt leynd um tillöguna, hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins látnir vita. Þá hafi verið byrjað á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „Svona beiðni fer til ráðuneytisins og ég hef óskað eftir fundi í ráðuneytinu sem ég mun fá í næstu viku þar sem er skoðað út á hvað beiðnin frá Reykjavíkurborg gangi og hvaða afleiðingar hún hafi fyrir okkar starfsemi,“ segir Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður. Verði tekin ákvörðun um að leggja Borgarskjalasafn niður komi það í hlut Þjóðskjalasafns að taka við safnmunum og sinna þeim. „Nú þegar eru átján sveitarfélög sem skila til Þjóðskjalasafns,“ segir Hrefna en á fimmta tug héraðsskjalasafna starfa í dag. Verði Borgarskjalasafni lokað vanti Þjóðskjalasafn talsvert meira fjármagn og enn brýnna verði að fá betra og stærra húsnæði, sem þegar er orðið of lítið. „Já, Það held ég að blasi við,“ segir Hrefna og bætir við: „Hvort sem af þessu verður eða ekki þá er verið að skoða okkar húsnæðismál og það er nauðsynlegt að það verði tekið á þeim málum.“
Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Ósmekklegar ávirðingar gagnvart borgarskjalaverði í skýrslu KPMG Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. 6. mars 2023 19:01 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31
Ósmekklegar ávirðingar gagnvart borgarskjalaverði í skýrslu KPMG Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. 6. mars 2023 19:01
Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14