Svar til Eyjólfs Ármannssonar v. greinarinnar Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu Auður Björgvinsdóttir skrifar 6. mars 2023 08:00 Eyjólfur Ármannsson skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 4. mars og fjallar þar um lestrarkennslu. Það er jákvætt að alþingismaður skuli veita málaflokknum athygli og má taka undir sumt í greininni. Þó eru þar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þær eru í andstöðu við það sem þeir erlendu sérfræðingar sem hann vísar í hafa haldið fram og tillögur Eyjólfs eru margar hverjar ekki studdar með niðurstöðum rannsókna. Eyjólfur vill láta hætta leshraðamælingum þ.e. lesfimiprófunumog vísar í fræðikonurnar Kate Nation og Margret Snowling máli sínu til stuðnings. Ef hlustað er á erindi þeirra á ráðstefnunni Læsi er lykill að menntun sem Eyjólfur vísar til, má á 1:28 mínútu í erindi Nation heyra hana svara því til að gott sé að meta lesfimi hjá börnum, m.a. vegna þess að lesfimipróf séu mjög næm fyrir einstaklingsmun í lestri og að slök lesfimi gefi vísbendingar um að barn þurfi sérstakan stuðning (sjá upptöku af fyrirlestrinum hér https://livestream.com/hi/laesierlykilladmenntun/videos/229712659). Í fræðigreinum eftir Nation og Snowling er heldur hvergi að finna andstöðu við leshraðamælingar. Því er mjög óheppilegt að Eyjólfur vísi í orð þessara fræðimanna á þennan hátt. Eyjólfur nefnir heimsókn Dr. Stanislas Dehaene sem hélt erindi þann 3. mars á málþinginu Heili, nám og færni. Þar tók Dr. Dehaene sérstaklega fram að hann væri mjög ánægður með að hér á landi væri metinn fjöldi rétt lesinna orða á mínútu. Vissulega væri mikilvægt að meta lesskilning einnig, en ekki mætti gleyma því að lesfimi væri ein forsenda lesskilnings. Í erindi sínu öllu lagði Dehaene mikla áherslu á hljóðaaðferðina eins og Eyjólfur nefnir, en ekki bara hvaða hljóðaaðferð sem er, heldur markvissa beina kennslu með mikilli áherslu á endurtekningu og uppbyggingu fimi eða sjálfvirkni, sem lesfimiprófin mæla. Markviss kennsla og mat á árangri hennar helst í hendur. Hluti lesfimiprófanna sem Eyjólfur vill að verði afnuminn eru svo kölluð stuðningspróf sem kennari getur gripið til ef útkoman úr lesfimihlutanum bendir til vanda. Annað þeirra metur færni nemenda í að lesa orðleysur sem eru bullorð sem fylgja reglum um rithátt en eru merkingarlaus. Lestur orðleysa er því mjög góð mæling á stöðu og framförum í umskráningu því útilokað er að nemandi þekki orðið. Erfiðleikar við lestur orðleysa eru auk þess eitt megin einkenni lesblindu og mat á lestri þeirra veigamikill hluti greininga á lesblindu um allan heim. Verði þessi próf lögð niður missa kennarar mikilvægt verkfæri til að meta stöðu einstakra nemenda. Tillaga Eyjólfs er því illskiljanleg og ekki studd fræðilegum rökum. Eyjólfur kallar eftir annars konar mælitækjum til að meta bókstafaþekkingu nemenda. Á Læsisvef Menntamálastofnunar má nú þegar finna próf sem meta þekkingu nemenda á heitum og hljóðum bókstafa og standa þau öllum kennurum til boða. Mikilvægt er þó að þróa þessi próf enn frekar, meðal annars með því að bæta við þau mælingu á fimi eins og Dr. Dehaene varð svo tíðrætt um í erindi sínu. Eyjólfur heldur fram að rannsóknir sýni fram á kvíða og skerta sjálfsmynd af völdum lesfimiprófa og ritar nafn fræðimannsins Heikki Lyytinen í sviga þar fyrir aftan sem tilvísun, þó án þess að geta nákvæmrar heimildar. Slík áhrif hafa ekki verið rannsökuð hér á landi og þrátt fyrir nokkra leit í fræðigreinum Lyytinen tekst mér ekki að finna þá heimild sem gæti átt við. Það er alvarlegt að fara með eigin skoðanir eins og um rannsakað efni sé að ræða. Skortur á faglegum vinnubrögðum í rannsóknum er eitthvað sem Eyjólfur sjálfur gagnrýnir í grein sinni. Að lokum vil ég hvetja Eyjólf og aðra sem hafa áhuga á málþroska, læsi og lestrarkennslu að koma á ráðstefnu sem haldin verður af Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan til heiðurs Steinunni Torfadóttur lektors, sem senn lætur af störfum við Menntvísindasvið HÍ. Hún hefur í sínu farsæla starfi einmitt haldið á lofti gagnreyndum kennsluháttum í þeim anda sem Eyjólfur talar fyrir í greininni og haft fræðigreinar ofangreindra sérfræðinga á leslista í námskeiðum sínum um árabil. Ráðstefnan Læsi og lestrarkennsla: Leiðir til árangurs verður haldin í Skriðu, fyrirlestrasal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, þann 17. mars og hefst klukkan 15. Þar verður fjallað um gagnreyndar aðferðir tengdar málþroska, læsi og lestrarkennslu og kynntar niðurstöður nýjustu rannsókna á því sviði hérlendis. Erindin munu spanna vítt svið læsis þar sem Jóhanna Thelma Einarsdóttir fjallar um breytileika í málþroska leikskólabarna, Sigríður Ólafsdóttir um tvítyngi og læsi, Kristján Ketill Stefánsson um aðferðir til þess að sporna við minnkandi lestraránægju og Freyja Birgisdóttir ræðir um hvort leshraði sé á kostnað lesskilnings. Undirrituð mun ásamt Önnu-Lind Pétursdóttur og Ameliu Larimer fjalla um afar umfangsmikla rannsókn á lestrarkennslu, lestrarmati og lestrarfærni ungra barna sem nú hefur staðið yfir í hartnær tvö ár og er enn verið að safna gögnum. Fyrir hönd Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan. Höfundur er grunnskólakennari, læsisfræðingur og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni. 4. mars 2023 15:31 Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 4. mars og fjallar þar um lestrarkennslu. Það er jákvætt að alþingismaður skuli veita málaflokknum athygli og má taka undir sumt í greininni. Þó eru þar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þær eru í andstöðu við það sem þeir erlendu sérfræðingar sem hann vísar í hafa haldið fram og tillögur Eyjólfs eru margar hverjar ekki studdar með niðurstöðum rannsókna. Eyjólfur vill láta hætta leshraðamælingum þ.e. lesfimiprófunumog vísar í fræðikonurnar Kate Nation og Margret Snowling máli sínu til stuðnings. Ef hlustað er á erindi þeirra á ráðstefnunni Læsi er lykill að menntun sem Eyjólfur vísar til, má á 1:28 mínútu í erindi Nation heyra hana svara því til að gott sé að meta lesfimi hjá börnum, m.a. vegna þess að lesfimipróf séu mjög næm fyrir einstaklingsmun í lestri og að slök lesfimi gefi vísbendingar um að barn þurfi sérstakan stuðning (sjá upptöku af fyrirlestrinum hér https://livestream.com/hi/laesierlykilladmenntun/videos/229712659). Í fræðigreinum eftir Nation og Snowling er heldur hvergi að finna andstöðu við leshraðamælingar. Því er mjög óheppilegt að Eyjólfur vísi í orð þessara fræðimanna á þennan hátt. Eyjólfur nefnir heimsókn Dr. Stanislas Dehaene sem hélt erindi þann 3. mars á málþinginu Heili, nám og færni. Þar tók Dr. Dehaene sérstaklega fram að hann væri mjög ánægður með að hér á landi væri metinn fjöldi rétt lesinna orða á mínútu. Vissulega væri mikilvægt að meta lesskilning einnig, en ekki mætti gleyma því að lesfimi væri ein forsenda lesskilnings. Í erindi sínu öllu lagði Dehaene mikla áherslu á hljóðaaðferðina eins og Eyjólfur nefnir, en ekki bara hvaða hljóðaaðferð sem er, heldur markvissa beina kennslu með mikilli áherslu á endurtekningu og uppbyggingu fimi eða sjálfvirkni, sem lesfimiprófin mæla. Markviss kennsla og mat á árangri hennar helst í hendur. Hluti lesfimiprófanna sem Eyjólfur vill að verði afnuminn eru svo kölluð stuðningspróf sem kennari getur gripið til ef útkoman úr lesfimihlutanum bendir til vanda. Annað þeirra metur færni nemenda í að lesa orðleysur sem eru bullorð sem fylgja reglum um rithátt en eru merkingarlaus. Lestur orðleysa er því mjög góð mæling á stöðu og framförum í umskráningu því útilokað er að nemandi þekki orðið. Erfiðleikar við lestur orðleysa eru auk þess eitt megin einkenni lesblindu og mat á lestri þeirra veigamikill hluti greininga á lesblindu um allan heim. Verði þessi próf lögð niður missa kennarar mikilvægt verkfæri til að meta stöðu einstakra nemenda. Tillaga Eyjólfs er því illskiljanleg og ekki studd fræðilegum rökum. Eyjólfur kallar eftir annars konar mælitækjum til að meta bókstafaþekkingu nemenda. Á Læsisvef Menntamálastofnunar má nú þegar finna próf sem meta þekkingu nemenda á heitum og hljóðum bókstafa og standa þau öllum kennurum til boða. Mikilvægt er þó að þróa þessi próf enn frekar, meðal annars með því að bæta við þau mælingu á fimi eins og Dr. Dehaene varð svo tíðrætt um í erindi sínu. Eyjólfur heldur fram að rannsóknir sýni fram á kvíða og skerta sjálfsmynd af völdum lesfimiprófa og ritar nafn fræðimannsins Heikki Lyytinen í sviga þar fyrir aftan sem tilvísun, þó án þess að geta nákvæmrar heimildar. Slík áhrif hafa ekki verið rannsökuð hér á landi og þrátt fyrir nokkra leit í fræðigreinum Lyytinen tekst mér ekki að finna þá heimild sem gæti átt við. Það er alvarlegt að fara með eigin skoðanir eins og um rannsakað efni sé að ræða. Skortur á faglegum vinnubrögðum í rannsóknum er eitthvað sem Eyjólfur sjálfur gagnrýnir í grein sinni. Að lokum vil ég hvetja Eyjólf og aðra sem hafa áhuga á málþroska, læsi og lestrarkennslu að koma á ráðstefnu sem haldin verður af Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan til heiðurs Steinunni Torfadóttur lektors, sem senn lætur af störfum við Menntvísindasvið HÍ. Hún hefur í sínu farsæla starfi einmitt haldið á lofti gagnreyndum kennsluháttum í þeim anda sem Eyjólfur talar fyrir í greininni og haft fræðigreinar ofangreindra sérfræðinga á leslista í námskeiðum sínum um árabil. Ráðstefnan Læsi og lestrarkennsla: Leiðir til árangurs verður haldin í Skriðu, fyrirlestrasal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, þann 17. mars og hefst klukkan 15. Þar verður fjallað um gagnreyndar aðferðir tengdar málþroska, læsi og lestrarkennslu og kynntar niðurstöður nýjustu rannsókna á því sviði hérlendis. Erindin munu spanna vítt svið læsis þar sem Jóhanna Thelma Einarsdóttir fjallar um breytileika í málþroska leikskólabarna, Sigríður Ólafsdóttir um tvítyngi og læsi, Kristján Ketill Stefánsson um aðferðir til þess að sporna við minnkandi lestraránægju og Freyja Birgisdóttir ræðir um hvort leshraði sé á kostnað lesskilnings. Undirrituð mun ásamt Önnu-Lind Pétursdóttur og Ameliu Larimer fjalla um afar umfangsmikla rannsókn á lestrarkennslu, lestrarmati og lestrarfærni ungra barna sem nú hefur staðið yfir í hartnær tvö ár og er enn verið að safna gögnum. Fyrir hönd Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan. Höfundur er grunnskólakennari, læsisfræðingur og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni. 4. mars 2023 15:31
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun