Segir Sólveigu Önnu sýna ofbeldishegðun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2023 15:02 „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ segir Friðjón Friðjónsson um orðræðu Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Friðjón Friðjónsson gagnrýnir orðaval Sólveigar Önnu Jónsdóttur, forystu Eflingar, í kjarabaráttunni og segir hana beita ofbeldishegðun. Hann segir að ef talað væri svona um fólk á vinnustað þyrfti að kalla til sálfræðinga. Sjálf gefur Sólveig Anna lítið fyrir ummæli Friðjóns, segir hann „miðaldra Sjálfstæðisprins“ og kallar eftir gagnrýni á það sem hún lítur á sem níðingsskap Samtaka Atvinnulífsins. Friðjón var gestur í Silfrinu í dag ásamt Heimi Má Péturssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Ólafi Margeirssyni.Kjarabaráttan var fyrirferðarmikið umræðuefni í þættinum en Friðjón sagðist óttast að miðað við hvernig orðræðan hefði þróast, að sú „afmennskunarorðræða“, sem honum hefur fundist koma frá forystu Eflingar, verði ofan á. „Harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir, umsjónarmaður þáttarins spurði Friðjón þá hvort það væri nokkuð skrítið að orðræðan sé hörð og að fólk sé reitt, þar sem öll útgjöld væru á uppleið, húsnæðisverð, vextir og á sama tíma hækkuðu laun forstjóra stöðugt. Friðjón svaraði að það væri allt í lagi að verkalýðsbaráttan væri hörð, en las því næst upp nokkrar tilvitnanir í Sólveigu Önnu. Andlega og siðferðilega snautt fólk, fyrirlitlegt fólk, enginn siðferðisáttaviti, enginn skynsemi, engin stéttarvitund, vorkunn með manneskjum sem eru svona. Friðjón segir þetta allt eitthvað sem hafi komið frá Sólveigu Önnu á síðustu tíu dögum um verkalýðshreyfinguna og viðsemjendur sína. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ sagði hann. Friðjón sagði jafnframt að ef það væri talað svona um fólk á vinnustöðum þyrfti að kalla til sálfræðinga. „Við þurfum að skoða þetta aðeins. Þetta er ofbeldishegðun.“ Gefur lítið fyrir ummæli Friðjóns Sólveig Anna tjáði sig um þessi ummæli Friðjóns í færslu á Facebook sinni og gaf lítið fyrir ummæli Friðjóns. „Miðaldra Sjálfstæðisprins les ábúðarfullur í Silfrinu upp tilvitnanir í mig. Hefur ekki orðið jafn leiður síðan á fyrri hluta síðustu aldar yfir orðfæri vondrar konu,“ skrifar hún. „En hann hefur ekkert að segja um níðingsskap Samtaka atvinnulífsins sem hafa greitt atkvæði um að reka 20.000 manneskjur launalausar heim í örvæntingu sinni yfir því að geta ekki gert kjarasamning.“ „Harkan er ekki bara á einum stað í þessari deilu" Sólveig Anna virðist ánægðari með orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformaður Pírata í þættinum sem sagði hörkuna ekki bara á einum stað í þessari deilu. Þórhildur gagnrýndi verkbann sem Samtök atvinnulífsins höfðu boðað og sagði það hafa verið grimma og ábyrgðarlausa aðgerð með skýrt markmið: „Að tæma verkfallssjóði Eflingar og svelta félagsmenn til hlýðni." „Þórhildur Sunna aftur á móti mjög góð,“ segir Sólveig Anna. „Segir, ólíkt Sjálfstæðisprinsinum sem vill bara segja söguna af því sem að gerist inn í hans eigin bitra haus, söguna af því sem að raunverulega skiptir máli: þeim fráleitu og glæpsamlegu aðstæðum sem ríkja í efnahagslegum raunveruleika verka og láglaunafólks." Silfrið í heild sinni má nálgast hér. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Friðjón var gestur í Silfrinu í dag ásamt Heimi Má Péturssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Ólafi Margeirssyni.Kjarabaráttan var fyrirferðarmikið umræðuefni í þættinum en Friðjón sagðist óttast að miðað við hvernig orðræðan hefði þróast, að sú „afmennskunarorðræða“, sem honum hefur fundist koma frá forystu Eflingar, verði ofan á. „Harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir, umsjónarmaður þáttarins spurði Friðjón þá hvort það væri nokkuð skrítið að orðræðan sé hörð og að fólk sé reitt, þar sem öll útgjöld væru á uppleið, húsnæðisverð, vextir og á sama tíma hækkuðu laun forstjóra stöðugt. Friðjón svaraði að það væri allt í lagi að verkalýðsbaráttan væri hörð, en las því næst upp nokkrar tilvitnanir í Sólveigu Önnu. Andlega og siðferðilega snautt fólk, fyrirlitlegt fólk, enginn siðferðisáttaviti, enginn skynsemi, engin stéttarvitund, vorkunn með manneskjum sem eru svona. Friðjón segir þetta allt eitthvað sem hafi komið frá Sólveigu Önnu á síðustu tíu dögum um verkalýðshreyfinguna og viðsemjendur sína. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ sagði hann. Friðjón sagði jafnframt að ef það væri talað svona um fólk á vinnustöðum þyrfti að kalla til sálfræðinga. „Við þurfum að skoða þetta aðeins. Þetta er ofbeldishegðun.“ Gefur lítið fyrir ummæli Friðjóns Sólveig Anna tjáði sig um þessi ummæli Friðjóns í færslu á Facebook sinni og gaf lítið fyrir ummæli Friðjóns. „Miðaldra Sjálfstæðisprins les ábúðarfullur í Silfrinu upp tilvitnanir í mig. Hefur ekki orðið jafn leiður síðan á fyrri hluta síðustu aldar yfir orðfæri vondrar konu,“ skrifar hún. „En hann hefur ekkert að segja um níðingsskap Samtaka atvinnulífsins sem hafa greitt atkvæði um að reka 20.000 manneskjur launalausar heim í örvæntingu sinni yfir því að geta ekki gert kjarasamning.“ „Harkan er ekki bara á einum stað í þessari deilu" Sólveig Anna virðist ánægðari með orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformaður Pírata í þættinum sem sagði hörkuna ekki bara á einum stað í þessari deilu. Þórhildur gagnrýndi verkbann sem Samtök atvinnulífsins höfðu boðað og sagði það hafa verið grimma og ábyrgðarlausa aðgerð með skýrt markmið: „Að tæma verkfallssjóði Eflingar og svelta félagsmenn til hlýðni." „Þórhildur Sunna aftur á móti mjög góð,“ segir Sólveig Anna. „Segir, ólíkt Sjálfstæðisprinsinum sem vill bara segja söguna af því sem að gerist inn í hans eigin bitra haus, söguna af því sem að raunverulega skiptir máli: þeim fráleitu og glæpsamlegu aðstæðum sem ríkja í efnahagslegum raunveruleika verka og láglaunafólks." Silfrið í heild sinni má nálgast hér.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent