Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 08:11 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtala heimilanna, í þingsal. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. Ásthildur Lóa, sem jafnframt er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, greinir frá þessu í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla í morgun. Þar kemur fram að lögmanni þeirra hjóna, Sævari Þór Jónssyni, hafi verið falið að sækja bætur vegna málsins og hafi erindi verið sent ríkislögmanni. Þau vilja meina að ríkið hafi, vegna lögbrota sýslumanns, haft rúmar tíu milljónir króna af þeim hjónum sem hafi þess í stað runnið til Arion banka. „Málavextir eru þeir að þrátt fyrir ábendingar, sinnti sýslumaður ekki lögbundnum skyldum sínum við úthlutun söluverðs eftir uppboð á heimili okkar. Þar bar sýslumanni lögum samkvæmt að taka tillit til fyrningar vaxta. Það var ekki gert og fyrir vikið úthlutaði sýslumaður Arion banka hærri fjárhæð en bankinn átti tilkall til lögum samkvæmt, á kostnað okkar hjóna. Í nær tveggja ára málaferlum okkar við Arion banka vegna þessa, þar sem öll réttarúrræði voru tæmd, fékkst aldrei úrskurður dómstóla um fyrningu vaxta, sem þó var eina málsástæðan. Enginn úrskurður er í raun sigur fyrir bankann. Í öllu ferlinu var ítrekað brotið á okkur og við fengum aldrei réttláta málsmeðferð. Eftir stendur að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók meðvitaða ákvörðun um að sinna ekki lagaskyldu sinni og hafði þannig af okkur 10,6 milljónir króna sem runnu í staðinn til Arion banka. Ríkið er því skaðabótaskylt,“ segir í yfirlýsingunni frá þingmanninum. Ásthildur Lóa tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins árið 2021. Hún er þingmaður Suðurkjördæmis. Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ásthildur Lóa, sem jafnframt er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, greinir frá þessu í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla í morgun. Þar kemur fram að lögmanni þeirra hjóna, Sævari Þór Jónssyni, hafi verið falið að sækja bætur vegna málsins og hafi erindi verið sent ríkislögmanni. Þau vilja meina að ríkið hafi, vegna lögbrota sýslumanns, haft rúmar tíu milljónir króna af þeim hjónum sem hafi þess í stað runnið til Arion banka. „Málavextir eru þeir að þrátt fyrir ábendingar, sinnti sýslumaður ekki lögbundnum skyldum sínum við úthlutun söluverðs eftir uppboð á heimili okkar. Þar bar sýslumanni lögum samkvæmt að taka tillit til fyrningar vaxta. Það var ekki gert og fyrir vikið úthlutaði sýslumaður Arion banka hærri fjárhæð en bankinn átti tilkall til lögum samkvæmt, á kostnað okkar hjóna. Í nær tveggja ára málaferlum okkar við Arion banka vegna þessa, þar sem öll réttarúrræði voru tæmd, fékkst aldrei úrskurður dómstóla um fyrningu vaxta, sem þó var eina málsástæðan. Enginn úrskurður er í raun sigur fyrir bankann. Í öllu ferlinu var ítrekað brotið á okkur og við fengum aldrei réttláta málsmeðferð. Eftir stendur að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók meðvitaða ákvörðun um að sinna ekki lagaskyldu sinni og hafði þannig af okkur 10,6 milljónir króna sem runnu í staðinn til Arion banka. Ríkið er því skaðabótaskylt,“ segir í yfirlýsingunni frá þingmanninum. Ásthildur Lóa tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins árið 2021. Hún er þingmaður Suðurkjördæmis.
Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira