Engri losun vegna kola sópað undir teppið Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 07:00 Kol eru meðal annars notuð í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Þau eru ekki lengur talin með í tölum Orkustofnunar um frumorkunotkun. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda vegna kolanotkunar stóriðju á Íslandi er talin fram í losunarbókhaldi hennar þrátt fyrir að Orkustofnun telji kolin ekki lengur hluta af frumorkunotkun á landinu. Sviðsstjóri hjá Orkustofnun segir að engin losun sé dulin með breytingunni. Kol voru talin hluti af frumorkunotkun í tæp áttatíu ár í samantekt Orkustofnunar um frumorkunotkun á Íslandi. Breyting varð á með samantekt fyrir árið 2020 en þá voru kol ekki lengur talin með í frumorkunotkun þar sem þau væru aðeins notuð í iðnaðarferla. Árið 2020 var það fyrsta þar sem hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa náði níutíu prósentum. Hlutfallið hækkaði um 6,2 prósentustig á milli ára. Brotthvarf kolanna úr orkublöndunni var þó aðeins brot af ástæðunni fyrir því. Kol voru þannig um 1,8 prósent af frumorkunotkun Íslands árið 2019, síðasta árið sem þau voru talin með í skýrslu Orkustofnunar. Alls gáfu þau 4,7 petajúl (PJ) af orku. Á milli áranna 2019 og 2020, fyrsta árs kórónuveiruheimsfaraldursins, dróst olíunotkun saman um fjórtán petajúl á sama tíma og endurnýjanlegir orkugjafar stóðu svo gott sem í stað. Losunin í bókhaldi stóriðju í ETS-kerfinu Iðnaðarferlarnir sem Orkustofnun vísar til að kolin séu notuð í eru annars vegar ál- og hins vegar kísilmálmframleiðsla. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun, segir við Vísi að kolin séu notuð við efnahvörf til þess að losa ál og kísil frá súrefni í súráli annars vegar og kísiloxíði hins vegar. Framleiðslan sé knúin með raforku og kolin ekki notuð fyrir orku. Kol sem eru notuð við rafgreiningu súráls hafa ekki verið inni í frumorkunotkunarskýrslu Orkustofnunar, ólíkt kolum sem eru brennd í kísilverum. Sigurður segir að breytingin sem var gerð í skýrslunni sem kom út árið 2021 sé sú að kol kísilveranna séu ekki lengur talin með. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Losun gróðurhúsalofttegunda sem kolanotkunin veldur sé þó ekki sópað undir teppið með þeirri breytingu. Útblástur stóriðjunnar fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. „Það verður náttúrulega til koltvísýringur sem er bara í bókhaldi þessara fyrirtækja og í ETS-kerfinu þannig að það er ekkert verið að sópa losuninni neitt. Hún er öll bókuð og skilgreind,“ segir Sigurður. Verðum aðeins meira best í heimi Skýrsla Orkustofnunar um frumorkunotkun hefur heldur ekkert með skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum að gera. Breytt skilgreining kola í henni hafi engin áhrif á losunarbókhalds Íslands. Engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar eru um frumorkunotkunina sem slíka. Kolin hafi aðeins verið lítill hluti af frumorkunotkun Íslands eins og hún var skilgreind. Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í frumorkunotkun aukist vissulega við breytinguna en Ísland hafi hvort eð er verið fremst í heimi í þeim efnum. „Við erum náttúrulega langbest í heimi þar og við erum örlítið meira best í heimi við þessa breytingu,“ segir hann. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Kol voru talin hluti af frumorkunotkun í tæp áttatíu ár í samantekt Orkustofnunar um frumorkunotkun á Íslandi. Breyting varð á með samantekt fyrir árið 2020 en þá voru kol ekki lengur talin með í frumorkunotkun þar sem þau væru aðeins notuð í iðnaðarferla. Árið 2020 var það fyrsta þar sem hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa náði níutíu prósentum. Hlutfallið hækkaði um 6,2 prósentustig á milli ára. Brotthvarf kolanna úr orkublöndunni var þó aðeins brot af ástæðunni fyrir því. Kol voru þannig um 1,8 prósent af frumorkunotkun Íslands árið 2019, síðasta árið sem þau voru talin með í skýrslu Orkustofnunar. Alls gáfu þau 4,7 petajúl (PJ) af orku. Á milli áranna 2019 og 2020, fyrsta árs kórónuveiruheimsfaraldursins, dróst olíunotkun saman um fjórtán petajúl á sama tíma og endurnýjanlegir orkugjafar stóðu svo gott sem í stað. Losunin í bókhaldi stóriðju í ETS-kerfinu Iðnaðarferlarnir sem Orkustofnun vísar til að kolin séu notuð í eru annars vegar ál- og hins vegar kísilmálmframleiðsla. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun, segir við Vísi að kolin séu notuð við efnahvörf til þess að losa ál og kísil frá súrefni í súráli annars vegar og kísiloxíði hins vegar. Framleiðslan sé knúin með raforku og kolin ekki notuð fyrir orku. Kol sem eru notuð við rafgreiningu súráls hafa ekki verið inni í frumorkunotkunarskýrslu Orkustofnunar, ólíkt kolum sem eru brennd í kísilverum. Sigurður segir að breytingin sem var gerð í skýrslunni sem kom út árið 2021 sé sú að kol kísilveranna séu ekki lengur talin með. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Losun gróðurhúsalofttegunda sem kolanotkunin veldur sé þó ekki sópað undir teppið með þeirri breytingu. Útblástur stóriðjunnar fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. „Það verður náttúrulega til koltvísýringur sem er bara í bókhaldi þessara fyrirtækja og í ETS-kerfinu þannig að það er ekkert verið að sópa losuninni neitt. Hún er öll bókuð og skilgreind,“ segir Sigurður. Verðum aðeins meira best í heimi Skýrsla Orkustofnunar um frumorkunotkun hefur heldur ekkert með skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum að gera. Breytt skilgreining kola í henni hafi engin áhrif á losunarbókhalds Íslands. Engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar eru um frumorkunotkunina sem slíka. Kolin hafi aðeins verið lítill hluti af frumorkunotkun Íslands eins og hún var skilgreind. Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í frumorkunotkun aukist vissulega við breytinguna en Ísland hafi hvort eð er verið fremst í heimi í þeim efnum. „Við erum náttúrulega langbest í heimi þar og við erum örlítið meira best í heimi við þessa breytingu,“ segir hann.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira