Engri losun vegna kola sópað undir teppið Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 07:00 Kol eru meðal annars notuð í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Þau eru ekki lengur talin með í tölum Orkustofnunar um frumorkunotkun. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda vegna kolanotkunar stóriðju á Íslandi er talin fram í losunarbókhaldi hennar þrátt fyrir að Orkustofnun telji kolin ekki lengur hluta af frumorkunotkun á landinu. Sviðsstjóri hjá Orkustofnun segir að engin losun sé dulin með breytingunni. Kol voru talin hluti af frumorkunotkun í tæp áttatíu ár í samantekt Orkustofnunar um frumorkunotkun á Íslandi. Breyting varð á með samantekt fyrir árið 2020 en þá voru kol ekki lengur talin með í frumorkunotkun þar sem þau væru aðeins notuð í iðnaðarferla. Árið 2020 var það fyrsta þar sem hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa náði níutíu prósentum. Hlutfallið hækkaði um 6,2 prósentustig á milli ára. Brotthvarf kolanna úr orkublöndunni var þó aðeins brot af ástæðunni fyrir því. Kol voru þannig um 1,8 prósent af frumorkunotkun Íslands árið 2019, síðasta árið sem þau voru talin með í skýrslu Orkustofnunar. Alls gáfu þau 4,7 petajúl (PJ) af orku. Á milli áranna 2019 og 2020, fyrsta árs kórónuveiruheimsfaraldursins, dróst olíunotkun saman um fjórtán petajúl á sama tíma og endurnýjanlegir orkugjafar stóðu svo gott sem í stað. Losunin í bókhaldi stóriðju í ETS-kerfinu Iðnaðarferlarnir sem Orkustofnun vísar til að kolin séu notuð í eru annars vegar ál- og hins vegar kísilmálmframleiðsla. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun, segir við Vísi að kolin séu notuð við efnahvörf til þess að losa ál og kísil frá súrefni í súráli annars vegar og kísiloxíði hins vegar. Framleiðslan sé knúin með raforku og kolin ekki notuð fyrir orku. Kol sem eru notuð við rafgreiningu súráls hafa ekki verið inni í frumorkunotkunarskýrslu Orkustofnunar, ólíkt kolum sem eru brennd í kísilverum. Sigurður segir að breytingin sem var gerð í skýrslunni sem kom út árið 2021 sé sú að kol kísilveranna séu ekki lengur talin með. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Losun gróðurhúsalofttegunda sem kolanotkunin veldur sé þó ekki sópað undir teppið með þeirri breytingu. Útblástur stóriðjunnar fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. „Það verður náttúrulega til koltvísýringur sem er bara í bókhaldi þessara fyrirtækja og í ETS-kerfinu þannig að það er ekkert verið að sópa losuninni neitt. Hún er öll bókuð og skilgreind,“ segir Sigurður. Verðum aðeins meira best í heimi Skýrsla Orkustofnunar um frumorkunotkun hefur heldur ekkert með skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum að gera. Breytt skilgreining kola í henni hafi engin áhrif á losunarbókhalds Íslands. Engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar eru um frumorkunotkunina sem slíka. Kolin hafi aðeins verið lítill hluti af frumorkunotkun Íslands eins og hún var skilgreind. Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í frumorkunotkun aukist vissulega við breytinguna en Ísland hafi hvort eð er verið fremst í heimi í þeim efnum. „Við erum náttúrulega langbest í heimi þar og við erum örlítið meira best í heimi við þessa breytingu,“ segir hann. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kol voru talin hluti af frumorkunotkun í tæp áttatíu ár í samantekt Orkustofnunar um frumorkunotkun á Íslandi. Breyting varð á með samantekt fyrir árið 2020 en þá voru kol ekki lengur talin með í frumorkunotkun þar sem þau væru aðeins notuð í iðnaðarferla. Árið 2020 var það fyrsta þar sem hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa náði níutíu prósentum. Hlutfallið hækkaði um 6,2 prósentustig á milli ára. Brotthvarf kolanna úr orkublöndunni var þó aðeins brot af ástæðunni fyrir því. Kol voru þannig um 1,8 prósent af frumorkunotkun Íslands árið 2019, síðasta árið sem þau voru talin með í skýrslu Orkustofnunar. Alls gáfu þau 4,7 petajúl (PJ) af orku. Á milli áranna 2019 og 2020, fyrsta árs kórónuveiruheimsfaraldursins, dróst olíunotkun saman um fjórtán petajúl á sama tíma og endurnýjanlegir orkugjafar stóðu svo gott sem í stað. Losunin í bókhaldi stóriðju í ETS-kerfinu Iðnaðarferlarnir sem Orkustofnun vísar til að kolin séu notuð í eru annars vegar ál- og hins vegar kísilmálmframleiðsla. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun, segir við Vísi að kolin séu notuð við efnahvörf til þess að losa ál og kísil frá súrefni í súráli annars vegar og kísiloxíði hins vegar. Framleiðslan sé knúin með raforku og kolin ekki notuð fyrir orku. Kol sem eru notuð við rafgreiningu súráls hafa ekki verið inni í frumorkunotkunarskýrslu Orkustofnunar, ólíkt kolum sem eru brennd í kísilverum. Sigurður segir að breytingin sem var gerð í skýrslunni sem kom út árið 2021 sé sú að kol kísilveranna séu ekki lengur talin með. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Losun gróðurhúsalofttegunda sem kolanotkunin veldur sé þó ekki sópað undir teppið með þeirri breytingu. Útblástur stóriðjunnar fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. „Það verður náttúrulega til koltvísýringur sem er bara í bókhaldi þessara fyrirtækja og í ETS-kerfinu þannig að það er ekkert verið að sópa losuninni neitt. Hún er öll bókuð og skilgreind,“ segir Sigurður. Verðum aðeins meira best í heimi Skýrsla Orkustofnunar um frumorkunotkun hefur heldur ekkert með skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum að gera. Breytt skilgreining kola í henni hafi engin áhrif á losunarbókhalds Íslands. Engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar eru um frumorkunotkunina sem slíka. Kolin hafi aðeins verið lítill hluti af frumorkunotkun Íslands eins og hún var skilgreind. Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í frumorkunotkun aukist vissulega við breytinguna en Ísland hafi hvort eð er verið fremst í heimi í þeim efnum. „Við erum náttúrulega langbest í heimi þar og við erum örlítið meira best í heimi við þessa breytingu,“ segir hann.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira