Flugvallastarfsmenn huga að harðari aðgerðum dugi yfirvinnubann ekki til Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2023 13:19 Tafir gætu orðið á flugi eftir að yfirvinnubann flugvallarstarfsmanna tekur gildi klukkan 16 á morgun. Vísir/Vilhelm Tafir gætu orðið á flugi um helstu flugvelli landsins eftir að yfirvinnubann flugmálastarfsmanna tekur gildi á morgun. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir að farið verði í harðari aðgerðir en yfirvinnubann náist ekki samkomulag um nýjan kjarasamning. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, lýsir vonbrigðum sínum með samningafund með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í gær. Þar hafi ekkert miðað áfram. Hann segir boðað yfirvinnubann sem hefst klukkan fjögur á morgun geta haft töluverð áhrif á Keflavíkurflugvelli. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR segir vonbrigði að ekki hafi tekist að semja um kaup og kj´ör félagsmanna enda fari þeir ekki fram á annað og meira en aðrir hafi samið um.aðsend „Flæði flugvéla og farþega og farþega um völlinn. Það hægist verulega á. Þetta getur farið að hafa áhrif á hvort flug er að fara á réttum tíma eða ekki,“ segir Unnar Örn. Með öðrum orðum það gætu orðið seinkanir á flugi og fólk gæti þurft að mæta fyrr en ella í flug vegna hægari þjónustu. Um fjögur hundruð félagsmenn FFR koma víða við sögu í starfsemi flugvalla landsins. Ekki hvað síst á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er á sjötta tug starfsheita hjá okkur. Þetta er flugverndin, flugvallarþjónustan sem sér um snjóhreinsun og þess háttar ásamt slökkviþáttinn. Þetta eru fluggagnafræðingar, AFIS fólkið okkar úti á landi sem er með flugupplýsingagjöf fyrir flugvélar. Okkar fólk er vítt og breitt í gegnum allt fyrirtækið,“ segir formaður FFR. Boðað hefur verið til næsta samningafundar með SA fyrir hönd Ísavia á morgun. Unnar Örn segir félagið ekki vera að krefjast meiri launahækkana en samið hafi verið um við aðra. Ef yfirvinnubannið þrýsti ekki á um samninga verði félagið að huga að öðrum og harðari aðgerðum. Félagsmenn FFR vinna fjölbreytt störf á flugvöllum landsins og yfirvinnubann þeirra gæti tafið ýmsa þjónustu við farþega og flugfélög.Vísir/Vilhelm „Það er ekki til að einfalda hlutina. Ég trúi ekki öðru, það ber það lítið í milli, að það skuli ekki vera hægt að klára þetta. Í staðinn fyrir að setja hlutina í svona mikið uppnám. Það er ótrúlegt,“ segir Unnar Örn Ólafsson. Guðjón Helgason upplýsingafulltrui Ísavia segir undanþágur hafa verið fengar til að viðhalda öryggi.Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Ísavia segir félagið binda miklar vonir við samningaviðræður skili árangri þannig að báðir aðilar fari sáttir frá borði. Næsti fundur í deilunni verði á morgun. „Við höfum á síðustu dögum verið að fara yfir möguleg áhrif yfirvinnubanns á okkar starfsemi og höldum því áfram. Tengt þeirri yfirferð höfum við fengið samþykktar undanþágubeiðnir frá FFR fyrir þjónustu á flugvöllum og í flugleiðsögu vegna sjúkraflugs, leitar- og björgunarflugs, vegna breytinga á áfangastað loftfars, sem geta orðið vegna bilana, óvæntra lokana flugvalla, óveðurs eða veikinda um borð, og vegna virkjana neyðaráætlana eins og flugslysaáætlana eða áætlana vegna eldgosa,“ segir Guðjón. Almennt séð muni yfirvinnubann hins vegar koma í veg fyrir að hægt verði að fá félagsfólk FFR sem starfi hjá Isavia og dótturfélögum til yfirvinnu. Til dæmis ef komi til veikinda eða vegna álags í rekstri sem gæti skapast vegna óveðurs. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
Unnar Örn Ólafsson formaður FFR, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, lýsir vonbrigðum sínum með samningafund með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í gær. Þar hafi ekkert miðað áfram. Hann segir boðað yfirvinnubann sem hefst klukkan fjögur á morgun geta haft töluverð áhrif á Keflavíkurflugvelli. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR segir vonbrigði að ekki hafi tekist að semja um kaup og kj´ör félagsmanna enda fari þeir ekki fram á annað og meira en aðrir hafi samið um.aðsend „Flæði flugvéla og farþega og farþega um völlinn. Það hægist verulega á. Þetta getur farið að hafa áhrif á hvort flug er að fara á réttum tíma eða ekki,“ segir Unnar Örn. Með öðrum orðum það gætu orðið seinkanir á flugi og fólk gæti þurft að mæta fyrr en ella í flug vegna hægari þjónustu. Um fjögur hundruð félagsmenn FFR koma víða við sögu í starfsemi flugvalla landsins. Ekki hvað síst á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er á sjötta tug starfsheita hjá okkur. Þetta er flugverndin, flugvallarþjónustan sem sér um snjóhreinsun og þess háttar ásamt slökkviþáttinn. Þetta eru fluggagnafræðingar, AFIS fólkið okkar úti á landi sem er með flugupplýsingagjöf fyrir flugvélar. Okkar fólk er vítt og breitt í gegnum allt fyrirtækið,“ segir formaður FFR. Boðað hefur verið til næsta samningafundar með SA fyrir hönd Ísavia á morgun. Unnar Örn segir félagið ekki vera að krefjast meiri launahækkana en samið hafi verið um við aðra. Ef yfirvinnubannið þrýsti ekki á um samninga verði félagið að huga að öðrum og harðari aðgerðum. Félagsmenn FFR vinna fjölbreytt störf á flugvöllum landsins og yfirvinnubann þeirra gæti tafið ýmsa þjónustu við farþega og flugfélög.Vísir/Vilhelm „Það er ekki til að einfalda hlutina. Ég trúi ekki öðru, það ber það lítið í milli, að það skuli ekki vera hægt að klára þetta. Í staðinn fyrir að setja hlutina í svona mikið uppnám. Það er ótrúlegt,“ segir Unnar Örn Ólafsson. Guðjón Helgason upplýsingafulltrui Ísavia segir undanþágur hafa verið fengar til að viðhalda öryggi.Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Ísavia segir félagið binda miklar vonir við samningaviðræður skili árangri þannig að báðir aðilar fari sáttir frá borði. Næsti fundur í deilunni verði á morgun. „Við höfum á síðustu dögum verið að fara yfir möguleg áhrif yfirvinnubanns á okkar starfsemi og höldum því áfram. Tengt þeirri yfirferð höfum við fengið samþykktar undanþágubeiðnir frá FFR fyrir þjónustu á flugvöllum og í flugleiðsögu vegna sjúkraflugs, leitar- og björgunarflugs, vegna breytinga á áfangastað loftfars, sem geta orðið vegna bilana, óvæntra lokana flugvalla, óveðurs eða veikinda um borð, og vegna virkjana neyðaráætlana eins og flugslysaáætlana eða áætlana vegna eldgosa,“ segir Guðjón. Almennt séð muni yfirvinnubann hins vegar koma í veg fyrir að hægt verði að fá félagsfólk FFR sem starfi hjá Isavia og dótturfélögum til yfirvinnu. Til dæmis ef komi til veikinda eða vegna álags í rekstri sem gæti skapast vegna óveðurs.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18