Í tilkynningu frá Play segir að Adrian sé með yfir tuttugu ára reynslu úr alþjóðlega fluggeiranum og hafi starfað fyrir þekktustu vörumerkin í geiranum við góðan orðstír.
„Adrian mun vinna mjög náið með framkvæmdastjórn Play og aðstoða við uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi félagsins.
Adrian hóf feril sinn hjá British Airways árið 1999 en hefur síðan þá starfað hjá easy-Jet, Etihad, Malaysia Airlines og Air Transat. Síðast starfaði Adrian hjá norska flugfélaginu Norse Atlantic sem forstöðumaður sölu, markaðs- og dreifingarmála. Þar áður gegndi hann lykilstjórnendastöðum hjá Air Transat og Malaysia Airlines. Á undan því var Adrian sölustjóri hjá easy-Jet,“ segir í tilkynningunni.