Eftir skelfinguna í gær verður Ísland að vinna með sex marka mun Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2023 09:20 Bjarki Már Elísson og félagar í landsliðinu búa að því að hafa náð 6. sæti á síðasta EM, í janúar 2022. EPA-EFE/Adam Ihse Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir næsta Evrópumót ef liðinu tekst að vinna Tékka með sex marka mun í Laugardalshöll á sunnudaginn. Það gæti reynst afar dýrmætt. Niðurlægingin gegn Tékkum í Brno í gær, þar sem Ísland tapaði 22-17, gerir að verkum að Ísland gæti hæglega misst af sæti í efsta flokki. Eina örugga leiðin til að koma í veg fyrir það er að minnsta kosti sex marka sigur á sunnudag (eða fimm marka sigur ef Tékkar skora sextán mörk eða minna). Og málið er einfalt. Sæti í efsta styrkleikaflokki færir Íslandi auðveldari andstæðinga en ella í riðli á EM og þar með betra færi á að ná sem lengst þar. Rétt er að taka fram að Ísland og Tékkland eru vissulega í undanriðli með Eistlandi og Ísrael en það eru mun lakari handboltaþjóðir sem bæði Íslendingar og Tékkar unnu stórsigra gegn fyrr í vetur. Ísland og Tékkland munu því án efa komast bæði á EM, því þangað fara efstu tvær þjóðir úr hverjum riðli, og baráttan snýst um hið mikilvæga efsta sæti riðilsins. Gætu sloppið við allar bestu þjóðirnar Ísland kom sér í mjög góða stöðu varðandi dráttinn í riðla á EM með árangri sínum á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, þegar liðið náði 6. sæti þrátt fyrir kórónuveirufár. Takist Íslandi að komast í efsta styrkleikaflokk losnar liðið við að lenda í riðli á næsta EM með til að mynda Spáni og sennilega Frakklandi einnig. Þannig yrði engin af bestu þjóðum heims — þessum sem urðu í átta efstu sætum síðasta EM eða sex efstu sætum síðasta HM — í riðli með Íslandi. EM í janúar fer fram í Þýskalandi og þar spila 24 lið í sex riðlum. Eins undarlegt og fólki kann að finnast það þá var fyrir nokkru ákveðið í hvaða riðlum sex af sterkustu þjóðum Evrópu myndu spila. Þannig er þegar ljóst að Ísland verður í C-riðli mótsins og spilar í München. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu svo spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Það gætu því orðið keppinautar Íslands um sæti í undanúrslitum, ef við leyfum okkur að hugsa langt fram í tímann. Noregur mun spila í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo Ísland getur ekki dregist í riðil með þessum þremur liðum. Sterkustu liðin sem eftir eru, eru því Spánn og Frakkland sem Ísland getur sloppið við að lenda í riðli með takist liðinu að vinna Tékka og tryggja sér efsta sæti síns undanriðils. Mikið í húfi í fyrstu leikjum án Guðmundar Einu liðin sem nú þegar vita í hvaða styrkleikaflokki þau verða fyrir EM-dráttinn eru Svíþjóð, Spánn og Danmörk, sem verða í efsta flokki vegna árangurs á síðasta EM, og gestgjafar Þýskalands sem verða í 2. flokki. Öðrum þjóðum verður raðað í flokka eftir því hvaða lið unnu sinn riðil í undankeppninni og svo út frá því hvar þau enduðu á síðasta EM. Sex lið verða í hverjum styrkleikaflokki og þar sem Ísland náði 6. sæti á síðasta EM verður liðið í efsta flokki ef það vinnur sinn undanriðil. Það er því mikið í húfi í leikjunum gegn Tékkum sem Íslands spilar undir stjórn Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar, sem stýra landsliðinu á meðan leitað er að arftaka Guðmundar Guðmundssonar. Vert er einnig að hafa hugfast að því ofar sem Ísland endar á EM í janúar, því meiri líkur eru á að liðið komist í undankeppni Ólympíuleikanna í París 2024. Auðveldari mótherjar, vegna röðunar í styrkleikaflokka, auka vissulega líkurnar á að ná sem lengst á mótinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Stiven nýliði í fyrsta hópnum eftir að Guðmundur hætti Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, sem stýra íslenska karlalandsliðinu í handbolta til bráðabirgða eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar, hafa valið landsliðshóp fyrir komandi leiki við Tékka. Valsarinn Stiven Tobar Valencia fær sitt fyrsta tækifæri í landsliðinu. 23. febrúar 2023 11:28 Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. 1. mars 2023 08:01 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Niðurlægingin gegn Tékkum í Brno í gær, þar sem Ísland tapaði 22-17, gerir að verkum að Ísland gæti hæglega misst af sæti í efsta flokki. Eina örugga leiðin til að koma í veg fyrir það er að minnsta kosti sex marka sigur á sunnudag (eða fimm marka sigur ef Tékkar skora sextán mörk eða minna). Og málið er einfalt. Sæti í efsta styrkleikaflokki færir Íslandi auðveldari andstæðinga en ella í riðli á EM og þar með betra færi á að ná sem lengst þar. Rétt er að taka fram að Ísland og Tékkland eru vissulega í undanriðli með Eistlandi og Ísrael en það eru mun lakari handboltaþjóðir sem bæði Íslendingar og Tékkar unnu stórsigra gegn fyrr í vetur. Ísland og Tékkland munu því án efa komast bæði á EM, því þangað fara efstu tvær þjóðir úr hverjum riðli, og baráttan snýst um hið mikilvæga efsta sæti riðilsins. Gætu sloppið við allar bestu þjóðirnar Ísland kom sér í mjög góða stöðu varðandi dráttinn í riðla á EM með árangri sínum á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, þegar liðið náði 6. sæti þrátt fyrir kórónuveirufár. Takist Íslandi að komast í efsta styrkleikaflokk losnar liðið við að lenda í riðli á næsta EM með til að mynda Spáni og sennilega Frakklandi einnig. Þannig yrði engin af bestu þjóðum heims — þessum sem urðu í átta efstu sætum síðasta EM eða sex efstu sætum síðasta HM — í riðli með Íslandi. EM í janúar fer fram í Þýskalandi og þar spila 24 lið í sex riðlum. Eins undarlegt og fólki kann að finnast það þá var fyrir nokkru ákveðið í hvaða riðlum sex af sterkustu þjóðum Evrópu myndu spila. Þannig er þegar ljóst að Ísland verður í C-riðli mótsins og spilar í München. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu svo spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Það gætu því orðið keppinautar Íslands um sæti í undanúrslitum, ef við leyfum okkur að hugsa langt fram í tímann. Noregur mun spila í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo Ísland getur ekki dregist í riðil með þessum þremur liðum. Sterkustu liðin sem eftir eru, eru því Spánn og Frakkland sem Ísland getur sloppið við að lenda í riðli með takist liðinu að vinna Tékka og tryggja sér efsta sæti síns undanriðils. Mikið í húfi í fyrstu leikjum án Guðmundar Einu liðin sem nú þegar vita í hvaða styrkleikaflokki þau verða fyrir EM-dráttinn eru Svíþjóð, Spánn og Danmörk, sem verða í efsta flokki vegna árangurs á síðasta EM, og gestgjafar Þýskalands sem verða í 2. flokki. Öðrum þjóðum verður raðað í flokka eftir því hvaða lið unnu sinn riðil í undankeppninni og svo út frá því hvar þau enduðu á síðasta EM. Sex lið verða í hverjum styrkleikaflokki og þar sem Ísland náði 6. sæti á síðasta EM verður liðið í efsta flokki ef það vinnur sinn undanriðil. Það er því mikið í húfi í leikjunum gegn Tékkum sem Íslands spilar undir stjórn Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar, sem stýra landsliðinu á meðan leitað er að arftaka Guðmundar Guðmundssonar. Vert er einnig að hafa hugfast að því ofar sem Ísland endar á EM í janúar, því meiri líkur eru á að liðið komist í undankeppni Ólympíuleikanna í París 2024. Auðveldari mótherjar, vegna röðunar í styrkleikaflokka, auka vissulega líkurnar á að ná sem lengst á mótinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Stiven nýliði í fyrsta hópnum eftir að Guðmundur hætti Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, sem stýra íslenska karlalandsliðinu í handbolta til bráðabirgða eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar, hafa valið landsliðshóp fyrir komandi leiki við Tékka. Valsarinn Stiven Tobar Valencia fær sitt fyrsta tækifæri í landsliðinu. 23. febrúar 2023 11:28 Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. 1. mars 2023 08:01 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Stiven nýliði í fyrsta hópnum eftir að Guðmundur hætti Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, sem stýra íslenska karlalandsliðinu í handbolta til bráðabirgða eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar, hafa valið landsliðshóp fyrir komandi leiki við Tékka. Valsarinn Stiven Tobar Valencia fær sitt fyrsta tækifæri í landsliðinu. 23. febrúar 2023 11:28
Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. 1. mars 2023 08:01