Björtustu reikistjörnurnar í nánu samneyti í kvöld Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2023 15:55 Samstaða Venusar og Júpíters gæti litið svona út rétt fyrir klukkan 21:00 í kvöld. Stjörnufræðivefurinn Venus og Júpíter, tvær björtustu reikistjörnurnar á næturhimninum, verða þétt saman á himni í kvöld. Hægt verður að sjá þær saman í sjónsviði handsjónauka og víðra stjörnusjónauka með lítilli stækkun. Reikistjörnurnar tvær döðruðu við tunglið í byrjun síðustu viku og voru þá hvor sínu megin við vaxandi mánasigð, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Parið verður sérstaklega nálægt hvor öðru í svokallaðri samstöðu á himinum í kvöld. Um er að gera fyrir áhugasama að njóta Júpíters á meðan þeir geta. Hann lækkar á lofti og hverfur sjónum frá Íslandi í seinni hluta þessa mánaðar. Venus verður aftur á móti kvöldstjarna fram á mitt sumar þar til hún hverfur inn í sumarbirtuna. Í apríl verður meðal annars hægt að sjá reikistjörnuna skammt frá Sjöstirninu svonefnda með handsjónauka. Júpíter er stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar og næstbjartasta fyrirbærið á himinum á eftir Venusi ef sólin og tunglið eru ekki talin með. Hægt er að sjá fjögur stærstu tungl Júpíters, Galíleótunglin svonefndu, með handsjónauka eða litlum stjörnusjónauka. Venus er næsta reikistjarnan við jörðina ef miðað er við sporbrautir þeirra beggja. Plánetan er um það bil á stærð við jörðina. Það er þó ekki aðeins hlutfallsleg nálægðin sem gerir Venus svo bjarta á næturhimninum. Reikistjarnan er hulin þykkum lofthjúpi sem er fyrst og fremst úr koltvísýringi. Hann endurvarpar meirihluta sólarljóss sem fellur á hann. Geimurinn Júpíter Venus Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Sjá meira
Reikistjörnurnar tvær döðruðu við tunglið í byrjun síðustu viku og voru þá hvor sínu megin við vaxandi mánasigð, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Parið verður sérstaklega nálægt hvor öðru í svokallaðri samstöðu á himinum í kvöld. Um er að gera fyrir áhugasama að njóta Júpíters á meðan þeir geta. Hann lækkar á lofti og hverfur sjónum frá Íslandi í seinni hluta þessa mánaðar. Venus verður aftur á móti kvöldstjarna fram á mitt sumar þar til hún hverfur inn í sumarbirtuna. Í apríl verður meðal annars hægt að sjá reikistjörnuna skammt frá Sjöstirninu svonefnda með handsjónauka. Júpíter er stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar og næstbjartasta fyrirbærið á himinum á eftir Venusi ef sólin og tunglið eru ekki talin með. Hægt er að sjá fjögur stærstu tungl Júpíters, Galíleótunglin svonefndu, með handsjónauka eða litlum stjörnusjónauka. Venus er næsta reikistjarnan við jörðina ef miðað er við sporbrautir þeirra beggja. Plánetan er um það bil á stærð við jörðina. Það er þó ekki aðeins hlutfallsleg nálægðin sem gerir Venus svo bjarta á næturhimninum. Reikistjarnan er hulin þykkum lofthjúpi sem er fyrst og fremst úr koltvísýringi. Hann endurvarpar meirihluta sólarljóss sem fellur á hann.
Geimurinn Júpíter Venus Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Sjá meira