Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 1. mars 2023 11:33 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. Verkfallsaðgerðum Eflingar og verkbanni Samtaka atvinnulífsins var aflýst í dag þegar eftir að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, lagði fram nýja miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudag. „Þetta er löglega fram komin miðlunartillaga. Það er auðvitað ljóst að Samtök atvinnulífsins ætla ekki og munu ekki gera við Eflingu kjarasamning. Þetta er þá sú staða sem upp er komin og niðurstaða alls sem á undan er gengið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í viðtali eftir að tillagan kom fram. Spurð að því hvað það hafi verið í tillögu sáttasemjara sem varð til þess að samninganefnd Eflingar gat sæst á að láta greiða atkvæði um hana vísaði Sólveig Anna meðal annars til þess að hótelþernur og bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk, til samkomulags við vinnuveitendur bílstjóra í verkfalli um bónus fyrir að aka með hættuleg efni og fulla afturvirkni frá nóvember. „Það blasti við þetta hrikalega verkbann þannig að ég sem formaður í þessu félagi og sem formaður samninganefndar þegar að þarna var fram komin lögleg miðlunartillaga [...] þá mat ég það sem svo í samtali við samninganefnd að þetta væri eitthvað sem við gætum látið fara fram atkvæðagreiðsla um og ég tel að það sé rétt ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna. Önnur lögmál um miðlunartillögu en kjarasamning Sólveig Anna svaraði því ekki beint hvort hún ætlaði að mæla með því að Eflingarfólk samþykkti miðlunartillöguna. „Ég mun auðvitað gera það sem mér sem formanni félagsins og formanni samninganefndar ber að gera sem er að skýra frá því sem gerst hefur, sem er að skýra með greinargóðum hætti frá innihaldi miðlunartillögunnar og því öðru sem fram kom í gær. Svo er það auðvitað félagsfólks sjálfs að taka ákvörðun um það hvað þau vilja gera með sitt atkvæði. Þannig að þetta er það sem ég mun gera,“ sagði formaðurinn. Þá vildi hún ekki segja til um hvort að miðlunartillagan bindi endi á kjaradeiluna. Hefði hún gert kjarasamning sem hún og samninganefnd hefðu náð og væru ánægð með hvetti hún sannarlega félagsfólk til að greiða atkvæði með honum. „Um miðlunartillögu gilda einfaldlega aðrar leikreglur en ég mun eins og ég segi bara gera skyldu mína,“ sagði Sólveig Anna. Verkfallsfólk hetjur verkalýðsbaráttunnar Ítrekaði Sólveig Anna óánægju sína með að Samtök atvinnulífsins hafi neitað að gera kjarasamning við Eflingu. Árangur hefði náðst fyrir starfsfólk sem var tilbúið að leggja niður störf, þar á meðal hótelþernur og bílstjóra. Enginn gæti þó haldið því fram að það væri sigur að ekki hafi verið hægt að gera kjarasamning og miðlunartillaga hafi verið eina færa leiðin. Efling hefði sannarlega unnið sigra í deilunni á ýmsan hátt. Samtaka- og baráttumáttur félagsins þegar félagsfólk sjálft tekur þátt í starfinu væri öllum augljós. „Þetta eru hetjur íslenskrar verkalýðsbaráttu. Láglaunafólk sem sýnir að það veit hvers virði það er,“ sagði Sólveig Anna um verkfallsfólk. Eins hafi það verið sigur að Efling hafi ekki þurft að afhenda kjörskrá sína til að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar, ríkissáttasemjara, sem Sólveig Anna lýsti sem ólöglegri. Eins og staðan var í deilunni hafi samninganefndin ekki talið að hægt væri að halda áfram. Samtök atvinnulífsins væru tilbúin til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að komast hjá að gera kjarasamning við Eflingu og svipta félagið sjálfstæðum samningsrétti sínum. „Að einhver ætli að fara að líta á þetta sem sigur er fjarri lagi,“ sagði hún. Hefur afleiðingar að storka Eflingu Sólveig Anna varaði aðila vinnumarkaðarins við að beita sér gegn Eflingu í framtíðinni. „Ég vona sannarlega að þeir aðilar á íslenskum vinnumarkaði sem hafa beitt sér fyrir því að félagið yrði svipt sínum sjálfstæða samningsrétti muni ekki reyna að gera það að nýju,“ sagði Sólveig Anna sem lýsti Eflingu sem öflugasta verkalýðsfélagi landsins. Það er búið að sýna það að það hefur afleiðingar? „Það hefur sannarlega afleiðingar, já,“ sagði hún. Fréttin verður uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
Verkfallsaðgerðum Eflingar og verkbanni Samtaka atvinnulífsins var aflýst í dag þegar eftir að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, lagði fram nýja miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudag. „Þetta er löglega fram komin miðlunartillaga. Það er auðvitað ljóst að Samtök atvinnulífsins ætla ekki og munu ekki gera við Eflingu kjarasamning. Þetta er þá sú staða sem upp er komin og niðurstaða alls sem á undan er gengið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í viðtali eftir að tillagan kom fram. Spurð að því hvað það hafi verið í tillögu sáttasemjara sem varð til þess að samninganefnd Eflingar gat sæst á að láta greiða atkvæði um hana vísaði Sólveig Anna meðal annars til þess að hótelþernur og bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk, til samkomulags við vinnuveitendur bílstjóra í verkfalli um bónus fyrir að aka með hættuleg efni og fulla afturvirkni frá nóvember. „Það blasti við þetta hrikalega verkbann þannig að ég sem formaður í þessu félagi og sem formaður samninganefndar þegar að þarna var fram komin lögleg miðlunartillaga [...] þá mat ég það sem svo í samtali við samninganefnd að þetta væri eitthvað sem við gætum látið fara fram atkvæðagreiðsla um og ég tel að það sé rétt ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna. Önnur lögmál um miðlunartillögu en kjarasamning Sólveig Anna svaraði því ekki beint hvort hún ætlaði að mæla með því að Eflingarfólk samþykkti miðlunartillöguna. „Ég mun auðvitað gera það sem mér sem formanni félagsins og formanni samninganefndar ber að gera sem er að skýra frá því sem gerst hefur, sem er að skýra með greinargóðum hætti frá innihaldi miðlunartillögunnar og því öðru sem fram kom í gær. Svo er það auðvitað félagsfólks sjálfs að taka ákvörðun um það hvað þau vilja gera með sitt atkvæði. Þannig að þetta er það sem ég mun gera,“ sagði formaðurinn. Þá vildi hún ekki segja til um hvort að miðlunartillagan bindi endi á kjaradeiluna. Hefði hún gert kjarasamning sem hún og samninganefnd hefðu náð og væru ánægð með hvetti hún sannarlega félagsfólk til að greiða atkvæði með honum. „Um miðlunartillögu gilda einfaldlega aðrar leikreglur en ég mun eins og ég segi bara gera skyldu mína,“ sagði Sólveig Anna. Verkfallsfólk hetjur verkalýðsbaráttunnar Ítrekaði Sólveig Anna óánægju sína með að Samtök atvinnulífsins hafi neitað að gera kjarasamning við Eflingu. Árangur hefði náðst fyrir starfsfólk sem var tilbúið að leggja niður störf, þar á meðal hótelþernur og bílstjóra. Enginn gæti þó haldið því fram að það væri sigur að ekki hafi verið hægt að gera kjarasamning og miðlunartillaga hafi verið eina færa leiðin. Efling hefði sannarlega unnið sigra í deilunni á ýmsan hátt. Samtaka- og baráttumáttur félagsins þegar félagsfólk sjálft tekur þátt í starfinu væri öllum augljós. „Þetta eru hetjur íslenskrar verkalýðsbaráttu. Láglaunafólk sem sýnir að það veit hvers virði það er,“ sagði Sólveig Anna um verkfallsfólk. Eins hafi það verið sigur að Efling hafi ekki þurft að afhenda kjörskrá sína til að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar, ríkissáttasemjara, sem Sólveig Anna lýsti sem ólöglegri. Eins og staðan var í deilunni hafi samninganefndin ekki talið að hægt væri að halda áfram. Samtök atvinnulífsins væru tilbúin til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að komast hjá að gera kjarasamning við Eflingu og svipta félagið sjálfstæðum samningsrétti sínum. „Að einhver ætli að fara að líta á þetta sem sigur er fjarri lagi,“ sagði hún. Hefur afleiðingar að storka Eflingu Sólveig Anna varaði aðila vinnumarkaðarins við að beita sér gegn Eflingu í framtíðinni. „Ég vona sannarlega að þeir aðilar á íslenskum vinnumarkaði sem hafa beitt sér fyrir því að félagið yrði svipt sínum sjálfstæða samningsrétti muni ekki reyna að gera það að nýju,“ sagði Sólveig Anna sem lýsti Eflingu sem öflugasta verkalýðsfélagi landsins. Það er búið að sýna það að það hefur afleiðingar? „Það hefur sannarlega afleiðingar, já,“ sagði hún. Fréttin verður uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira