Ósáttur við fulla afturvirkni Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2023 10:50 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, er ágætlega ánægður með tillöguna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. Á fréttamannafundi í dag tilkynnti Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudaginn og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku. Í samtali við fréttastofu segist Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, vera ágætlega ánægður með tillöguna. Deilan hafi verið komin í algjöran hnút. „Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að við gerum ráð fyrir því að báðir aðilar muni mæla með þessari miðlunartillögu sem er í öllum aðalatriðum sama miðilunartillaga og Aðalsteinn Leifsson lagði hér fram. Að því leitinu til getum við ekki annað en verið ágætlega ánægð með þessa framlagningu, jafnvel þó að við hefðum gert athugasemd og barist gegn því að full afturvirkni yrði tryggð í þessari miðlunartillögu,“ segir Halldór. Klippa: Báðir aðilar hafi skynjað að ábyrgð þeirra væri mikil Honum finnst það ekki rétt að verðlauna stéttarfélög sem framkvæma verkföll á umbjóðendur SA og því sé hann ósáttur með afturvirknina. Þó sé það alltaf þannig að allir þurfa að gefa einhvern afslátt á sína nálgun á lífið og tilveruna. „Ég get sagt að í þessari kjaradeilu hefur orðræðan verið með þeim hætti að það hefur gjörsamlega gengið fram af sjálfum mér. Ég ætla að lýsa því yfir hér. Margir þættir sem áttu sér stað í samtali hérna, annars vegar á síðustu dögum og ekki síður í samtölum á milli aðila í gegnum ríkissáttasemjara, vil ég trú að við séum búin að leggja einhver drög af brú til framtíðar sem vonandi við getum treyst á komandi mánuðum í aðdraganda langtímasamnings,“ segir Halldór. Deilunni sé að öllum líkindum lokið Hann metur það sem svo að nú sé kjaradeilunni að öllum líkindum lokið. Þá sé búið að leggja línuna fyrir það sem koma skal á opinbera vinnumarkaðnum en brátt ganga samninganefndir ríkisins og sveitarfélaga til samningaborðsins. „Línan hefur verið mörkuð á almenna vinnumarkaðnum og það er mín skoðun að almenni vinnumarkaðurinn eigi að fara með ferðinni þegar kemur að þessu,“ segir Halldór. Hann kallar eftir því að vinnulöggjöfin verði tekin til gagngerðar endurskoðunar. Það blasi við að löggjöfin veiti ekki þau verkfæri og tól sem talið var að hún gerði undanfarin ár. Mun mæla með tillögunni Aðspurður segist Halldór ætla að mælast til þess við félagsmenn SA að taka þátt og styðja miðlunartillöguna. „Ég vænti þess að þegar forystumenn ákveða að fara tiltekna leið að þeir tali þá fyrir þeirri leið sem þeir hafa markað. Ég ætla ekkert að spá hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður en ég get lýst því yfir að ég muni mælast til þess við félagsmenn SA að þeir taki þátt og styðji þessa miðlunartillögu,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Á fréttamannafundi í dag tilkynnti Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudaginn og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku. Í samtali við fréttastofu segist Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, vera ágætlega ánægður með tillöguna. Deilan hafi verið komin í algjöran hnút. „Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að við gerum ráð fyrir því að báðir aðilar muni mæla með þessari miðlunartillögu sem er í öllum aðalatriðum sama miðilunartillaga og Aðalsteinn Leifsson lagði hér fram. Að því leitinu til getum við ekki annað en verið ágætlega ánægð með þessa framlagningu, jafnvel þó að við hefðum gert athugasemd og barist gegn því að full afturvirkni yrði tryggð í þessari miðlunartillögu,“ segir Halldór. Klippa: Báðir aðilar hafi skynjað að ábyrgð þeirra væri mikil Honum finnst það ekki rétt að verðlauna stéttarfélög sem framkvæma verkföll á umbjóðendur SA og því sé hann ósáttur með afturvirknina. Þó sé það alltaf þannig að allir þurfa að gefa einhvern afslátt á sína nálgun á lífið og tilveruna. „Ég get sagt að í þessari kjaradeilu hefur orðræðan verið með þeim hætti að það hefur gjörsamlega gengið fram af sjálfum mér. Ég ætla að lýsa því yfir hér. Margir þættir sem áttu sér stað í samtali hérna, annars vegar á síðustu dögum og ekki síður í samtölum á milli aðila í gegnum ríkissáttasemjara, vil ég trú að við séum búin að leggja einhver drög af brú til framtíðar sem vonandi við getum treyst á komandi mánuðum í aðdraganda langtímasamnings,“ segir Halldór. Deilunni sé að öllum líkindum lokið Hann metur það sem svo að nú sé kjaradeilunni að öllum líkindum lokið. Þá sé búið að leggja línuna fyrir það sem koma skal á opinbera vinnumarkaðnum en brátt ganga samninganefndir ríkisins og sveitarfélaga til samningaborðsins. „Línan hefur verið mörkuð á almenna vinnumarkaðnum og það er mín skoðun að almenni vinnumarkaðurinn eigi að fara með ferðinni þegar kemur að þessu,“ segir Halldór. Hann kallar eftir því að vinnulöggjöfin verði tekin til gagngerðar endurskoðunar. Það blasi við að löggjöfin veiti ekki þau verkfæri og tól sem talið var að hún gerði undanfarin ár. Mun mæla með tillögunni Aðspurður segist Halldór ætla að mælast til þess við félagsmenn SA að taka þátt og styðja miðlunartillöguna. „Ég vænti þess að þegar forystumenn ákveða að fara tiltekna leið að þeir tali þá fyrir þeirri leið sem þeir hafa markað. Ég ætla ekkert að spá hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður en ég get lýst því yfir að ég muni mælast til þess við félagsmenn SA að þeir taki þátt og styðji þessa miðlunartillögu,“ segir Halldór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent