Öllum verkföllum og verkbanni frestað Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2023 10:06 Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari á fréttamannafundi sínum klukkan 10 í dag. Vísir/Vilhelm Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. Þetta kom fram í máli Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara, á fréttamannafundi klukkan 10 í dag. Ástráður sagði að ný miðlunartillaga hefði verið lögð fram í deilunni - tillaga sem komi í stað þeirrar sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram fyrir rúmum mánuði síðan. Tillagan mun nú ganga til afgreiðslu, bæði hjá Samtökum atvinnulífsins og Eflingu. Atkvæði verða greidd rafrænt á vef sáttasemjara og hefst atkvæðagreiðslan á föstudaginn, 3. mars, og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku, 8. mars. Ástráður sagðist hafa átt samtöl við deiluaðila í gær, en vildi þó ekki segja nánar um hvað sérskaklega var rætt. Sjá má fréttamannafund Ástráðs í spilaranum að neðan. Sömu hækkanir og í SGS-samningum og afturvirkni Hann segir að í miðlunartillögunni er gert ráð fyrir að launahækkanir Eflingar verði þær sömu og í SGS-samningnum svokölluðu. Gert er ráð fyrir fullri afturvirkni aftur til 1. nóvember síðastliðinn. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á starfsheiti fyrir almennt starfsfólk í gistihúsum og sömuleiðis breyting á launaflokki þeirra. Annars er efnislega um sama samkomulag að ræða og í SGS-samningnum. Þá kom fram í máli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, að bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk og bílstjórar fái bónus fyrir að aka með hættuleg efni. Settur ríkissáttasemjari segir að allar ráðstafanir verði gerðar til að koma á framfæri aðgengilegum kynningum á efni tillögunnar. Rétti tíminn Ástráður sagði sömuleiðis að deiluaðilum verði óheimilt að setja fram yfirlýsingar sem séu til þess fallnar að setja miðlunartillöguna í annað ljós. Það sé lögbundið. Hann sagði að hann hafi talið þetta vera rétta tímann til að leggja fram miðlunartillögu. Þá sagði hann tilgangslaust hafa verið, miðað við stöðu mála, að setja fram miðlunartillögu nema vissa væri fyrir því að atkvæði yrðu greidd um hana. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Ástráður boðar til fréttamannafundar Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni. 1. mars 2023 08:33 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara, á fréttamannafundi klukkan 10 í dag. Ástráður sagði að ný miðlunartillaga hefði verið lögð fram í deilunni - tillaga sem komi í stað þeirrar sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram fyrir rúmum mánuði síðan. Tillagan mun nú ganga til afgreiðslu, bæði hjá Samtökum atvinnulífsins og Eflingu. Atkvæði verða greidd rafrænt á vef sáttasemjara og hefst atkvæðagreiðslan á föstudaginn, 3. mars, og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku, 8. mars. Ástráður sagðist hafa átt samtöl við deiluaðila í gær, en vildi þó ekki segja nánar um hvað sérskaklega var rætt. Sjá má fréttamannafund Ástráðs í spilaranum að neðan. Sömu hækkanir og í SGS-samningum og afturvirkni Hann segir að í miðlunartillögunni er gert ráð fyrir að launahækkanir Eflingar verði þær sömu og í SGS-samningnum svokölluðu. Gert er ráð fyrir fullri afturvirkni aftur til 1. nóvember síðastliðinn. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á starfsheiti fyrir almennt starfsfólk í gistihúsum og sömuleiðis breyting á launaflokki þeirra. Annars er efnislega um sama samkomulag að ræða og í SGS-samningnum. Þá kom fram í máli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, að bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk og bílstjórar fái bónus fyrir að aka með hættuleg efni. Settur ríkissáttasemjari segir að allar ráðstafanir verði gerðar til að koma á framfæri aðgengilegum kynningum á efni tillögunnar. Rétti tíminn Ástráður sagði sömuleiðis að deiluaðilum verði óheimilt að setja fram yfirlýsingar sem séu til þess fallnar að setja miðlunartillöguna í annað ljós. Það sé lögbundið. Hann sagði að hann hafi talið þetta vera rétta tímann til að leggja fram miðlunartillögu. Þá sagði hann tilgangslaust hafa verið, miðað við stöðu mála, að setja fram miðlunartillögu nema vissa væri fyrir því að atkvæði yrðu greidd um hana.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Ástráður boðar til fréttamannafundar Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni. 1. mars 2023 08:33 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Bein útsending: Ástráður boðar til fréttamannafundar Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni. 1. mars 2023 08:33