Gæti ráðist á næsta sólarhring hvort ný miðlunartillaga verði lögð fram Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2023 19:30 Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari þarf að vera fullviss um að möguleg miðlunartillaga hans verði send í atkvæðagreiðslu hjá báðum aðilum. Vísir/Vilhelm Tími setts ríkissáttasemjara til að leggja fram nýja miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins fer að renna út vegna yfirvofandi verkbanns á mánudag. Hann er líka í þrengri stöðu en embættið var til að leggja fram slíka tillögu þar sem hann þarf að vera þess fullviss að báðir deiluaðilar muni samþykkja að tillaga hans fari í atkvæðagreiðslu. Engin efnisleg niðurstaða varð á fundi samninganefnda Eflingar og SA sem settur ríkissáttasemjari boðaði til klukkan átta í gærkvöldi og lauk upp úr miðnætti. Þar reyndi hann að mjaka aðilum saman um miðlunartillögu sem hann myndi leggja fram og báðir aðilar væru sáttir við að færi í atkvæðagreiðslu. Eftir að Landsréttur úrskurðaði að Eflingu bæri ekki að veita embætti ríkissáttasemjara aðgang að kjörskrá sinni vegna miðlunartillögu sem hann lagði fram hinn 26. janúar, getur núverandi sáttasemjari varla lagt fram nýja miðlunartillögu án þess að deiluaðilar fullvissi hann um að atkvæði verði greidd um hana. Ástráður Haraldsson hefur beint því til samninganefndarfólks beggja fylkinga að vera ekki að tjá sig við fjölmiðla á meðan á viðræðum stendur og hefur lokað húsakynnum sínum fyrir fjölmiðlafólki. Stefán Ólafsson sérfræðingur ívinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og einn samningamanna félagsins, hristi í veikum stoðum viðræðnanna skömmu fyrir hádegi með færslu á Facebook. Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari segir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar hafa brotið lög og trúnað með yfirlýsingum sínum um gang viðræðna.Vísir Hann sagði fundinn í gærkvöldi hafi farið í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs," sagði Stefán. Settur ríkissáttasemjari var ekki sáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns. Hann hefði í fyrsta lagi beðið aðila að vera ekki að tjá sig opinberlega vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem væri uppi í deilunni. „Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram ásamningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila. Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Ástráður í fréttum Bylgjunnar klukkan tvö. Þetta mætti ekki gerast og væri er vís vegur til að hleypa deilunni endanlega út af teinunum ef menn ætluðu að fara þessa leið. Stjórnvöld fylgjast með á kantinum Ef ekki nást samningar eða að minnsta kosti samstaða um að miðlunartillaga verði lögð fram til atkvæðagreiðslu beggja aðila á allra næstu sólarhringum má reikna með að stjórnvöld fari að verða áhyggjufull. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þó ekki komið að því að stjórnvöld stígi beinlínis inn í deiluna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórina fylgjast vel með síbreytilegri þróun kjaradeilunnar. Ekki sé tímabært að þau grípi inn í deiluna.Stöð 2/Arnar „Ég met stöðuna þannig að settur sáttasemjari hefur verið að vinna sig í gegnum þessi mál af festu. Farið í raun og veru í gengum alla liði og hélt því áfram í gær. Nú verður að koma í ljós hvort mat hans er að það sé tímabært að kalla aðila aftur saman til fundar. En meðan fólk situr við samningaborðið leyfi ég mér að vona að það sé von um farsæla lendingu í þessu máli," sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Það væri hins vegar erfitt fyrir hana að úttala sig um hvað gerðist næst í deilunni. „Það sem við höfum verið að gera er eins og ég segi, að meta áhrifin af þeim verkfallsaðgerðum sem standa yfir. Það stöðumat breytist frá degi til dags. Eftir að boðað var til fundar í gær var auðvitað verkbanni Samtaka atvinnulífsins frestað. Það breytir okkar stöðumati þannig að við metum það ekki sem svo að það sé tímabært að stíga inn í þessa deilu á þessum tímapunkti," sagði Katrín Jakobsdóttir. Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum." 28. febrúar 2023 14:29 Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Engin efnisleg niðurstaða varð á fundi samninganefnda Eflingar og SA sem settur ríkissáttasemjari boðaði til klukkan átta í gærkvöldi og lauk upp úr miðnætti. Þar reyndi hann að mjaka aðilum saman um miðlunartillögu sem hann myndi leggja fram og báðir aðilar væru sáttir við að færi í atkvæðagreiðslu. Eftir að Landsréttur úrskurðaði að Eflingu bæri ekki að veita embætti ríkissáttasemjara aðgang að kjörskrá sinni vegna miðlunartillögu sem hann lagði fram hinn 26. janúar, getur núverandi sáttasemjari varla lagt fram nýja miðlunartillögu án þess að deiluaðilar fullvissi hann um að atkvæði verði greidd um hana. Ástráður Haraldsson hefur beint því til samninganefndarfólks beggja fylkinga að vera ekki að tjá sig við fjölmiðla á meðan á viðræðum stendur og hefur lokað húsakynnum sínum fyrir fjölmiðlafólki. Stefán Ólafsson sérfræðingur ívinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og einn samningamanna félagsins, hristi í veikum stoðum viðræðnanna skömmu fyrir hádegi með færslu á Facebook. Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari segir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar hafa brotið lög og trúnað með yfirlýsingum sínum um gang viðræðna.Vísir Hann sagði fundinn í gærkvöldi hafi farið í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs," sagði Stefán. Settur ríkissáttasemjari var ekki sáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns. Hann hefði í fyrsta lagi beðið aðila að vera ekki að tjá sig opinberlega vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem væri uppi í deilunni. „Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram ásamningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila. Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Ástráður í fréttum Bylgjunnar klukkan tvö. Þetta mætti ekki gerast og væri er vís vegur til að hleypa deilunni endanlega út af teinunum ef menn ætluðu að fara þessa leið. Stjórnvöld fylgjast með á kantinum Ef ekki nást samningar eða að minnsta kosti samstaða um að miðlunartillaga verði lögð fram til atkvæðagreiðslu beggja aðila á allra næstu sólarhringum má reikna með að stjórnvöld fari að verða áhyggjufull. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þó ekki komið að því að stjórnvöld stígi beinlínis inn í deiluna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórina fylgjast vel með síbreytilegri þróun kjaradeilunnar. Ekki sé tímabært að þau grípi inn í deiluna.Stöð 2/Arnar „Ég met stöðuna þannig að settur sáttasemjari hefur verið að vinna sig í gegnum þessi mál af festu. Farið í raun og veru í gengum alla liði og hélt því áfram í gær. Nú verður að koma í ljós hvort mat hans er að það sé tímabært að kalla aðila aftur saman til fundar. En meðan fólk situr við samningaborðið leyfi ég mér að vona að það sé von um farsæla lendingu í þessu máli," sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Það væri hins vegar erfitt fyrir hana að úttala sig um hvað gerðist næst í deilunni. „Það sem við höfum verið að gera er eins og ég segi, að meta áhrifin af þeim verkfallsaðgerðum sem standa yfir. Það stöðumat breytist frá degi til dags. Eftir að boðað var til fundar í gær var auðvitað verkbanni Samtaka atvinnulífsins frestað. Það breytir okkar stöðumati þannig að við metum það ekki sem svo að það sé tímabært að stíga inn í þessa deilu á þessum tímapunkti," sagði Katrín Jakobsdóttir.
Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum." 28. febrúar 2023 14:29 Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum." 28. febrúar 2023 14:29
Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36
Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00