Notendur með Anna Kristín Jensdóttir skrifar 28. febrúar 2023 09:31 Fyrir nokkrum árum síðan var sett upp notanda- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar þar sem sitja fulltrúar hinna ýmsu hagsmunaðila fólks ásamt fulltrúum borgarinnar og ræða þau mál sem viðkoma fötluðu fólki. Sambærileg notendaráð eru um allt land enda lagaskylda að koma á slíkum samráðsvettvöngum. Í Reykjavík hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem geta reynst vel. Sem dæmi má nefna tvær nýlegar og einfaldar hugmyndir sem til umræðu eru á þessum samráðsvettvangi í Reykjavík. Í fyrsta lagi að svokölluð „sólblómahálsmen verði fáanleg í Húsdýragarðinum og í öðru lagi að upplýsingar um almennan opnunartíma innilauga verði aðgengilegur á heimasíðu borgarinnar. Fólk með ósýnilegar fatlanir eigi auðveldara með aðgengi Tilgangur sólblómahálsmenanna er að gera fólki með ósýnilegar fatlanir sem og fólki sem þarf aukið tillit auðveldara að fara um garðinn og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Stefnt er af því að þau verði til útláns í garðinum. Það mun auðvelda aðgengi að garðinum og vonandi verða til þess að fleiri geti notið þess að heimsækja hann. Slík sólblómabönd eru nú þegar fáanleg á Keflavíkurflugvelli og segja þau sem notað hafa böndin hafa góða reynslu af þeim. Tilgangur þess að varpa fram þessari hugmynd hér er ekki síst sá að fá fram umræðu um hvort fleiri opinberir staðir á borð við Hörpu tónlistarhús ættu að skoða það að taka upp þessa einföldu hugmynd sem auðveldar verulega aðgengi fatlaðs fólks. Hugmyndir þurfa ekki að vera flóknar Með því að hafa upplýsingar um opnunartíma innilauga í Reykjavík er auðveldara fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir kulda að nýta sér sundlaugarnar þegar tækifæri gefst. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að sund getur gagnast einstaklingum með margs konar vanda bæði í þjálfunarskyni og til hreyfingar. Það er því mikilvægt að aðgengið sé sem oftast til staðar, en sé ekki háð veðri og vindum eða því að fólk sé að æfa sund reglulega á skipulögðum æfingum. Þessar hugmyndir eru dæmi um hugmyndir sem komið hafa frá fulltrúum í nefndinni sem náðst hefur að koma á framfæri. Jafnframt sýnir það mikilvægi þess að hafa notendurnar sjálfa með og fá til þess stuðning ef þeir þurfa. Höldum áfram að efla notendur og fáum þá með. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og varafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands í aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan var sett upp notanda- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar þar sem sitja fulltrúar hinna ýmsu hagsmunaðila fólks ásamt fulltrúum borgarinnar og ræða þau mál sem viðkoma fötluðu fólki. Sambærileg notendaráð eru um allt land enda lagaskylda að koma á slíkum samráðsvettvöngum. Í Reykjavík hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem geta reynst vel. Sem dæmi má nefna tvær nýlegar og einfaldar hugmyndir sem til umræðu eru á þessum samráðsvettvangi í Reykjavík. Í fyrsta lagi að svokölluð „sólblómahálsmen verði fáanleg í Húsdýragarðinum og í öðru lagi að upplýsingar um almennan opnunartíma innilauga verði aðgengilegur á heimasíðu borgarinnar. Fólk með ósýnilegar fatlanir eigi auðveldara með aðgengi Tilgangur sólblómahálsmenanna er að gera fólki með ósýnilegar fatlanir sem og fólki sem þarf aukið tillit auðveldara að fara um garðinn og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Stefnt er af því að þau verði til útláns í garðinum. Það mun auðvelda aðgengi að garðinum og vonandi verða til þess að fleiri geti notið þess að heimsækja hann. Slík sólblómabönd eru nú þegar fáanleg á Keflavíkurflugvelli og segja þau sem notað hafa böndin hafa góða reynslu af þeim. Tilgangur þess að varpa fram þessari hugmynd hér er ekki síst sá að fá fram umræðu um hvort fleiri opinberir staðir á borð við Hörpu tónlistarhús ættu að skoða það að taka upp þessa einföldu hugmynd sem auðveldar verulega aðgengi fatlaðs fólks. Hugmyndir þurfa ekki að vera flóknar Með því að hafa upplýsingar um opnunartíma innilauga í Reykjavík er auðveldara fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir kulda að nýta sér sundlaugarnar þegar tækifæri gefst. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að sund getur gagnast einstaklingum með margs konar vanda bæði í þjálfunarskyni og til hreyfingar. Það er því mikilvægt að aðgengið sé sem oftast til staðar, en sé ekki háð veðri og vindum eða því að fólk sé að æfa sund reglulega á skipulögðum æfingum. Þessar hugmyndir eru dæmi um hugmyndir sem komið hafa frá fulltrúum í nefndinni sem náðst hefur að koma á framfæri. Jafnframt sýnir það mikilvægi þess að hafa notendurnar sjálfa með og fá til þess stuðning ef þeir þurfa. Höldum áfram að efla notendur og fáum þá með. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og varafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands í aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun