Sjáðu 99 ára Finna á spretti í Laugardal Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 07:31 Pekka Penttilä fékk medalíu um hálsinn í Laugardalnum um helgina. FRÍ/Marta Finninn Pekka Penttilä, sem verður 99 ára í mars, keppti í spretthlaupi á frjálsíþróttamóti í Laugardalshöll um helgina. Penttilä var elsti keppandinn á Norðurlandameistaramóti í eldri aldursflokkum en alls kepptu um 250 keppendur á mótinu sem fram fór í Laugardalshöll. Keppt var í tólf mismunandi greinum í aldursflokkum frá 35 til 99 ára. Penttilä keppti í 60 metra hlaupi og hér að neðan má sjá sprett hans, á myndbandi sem Marta María Bozovic Siljudóttir, starfsmaður Frjálsíþróttasambandsins, tók upp. Klippa: 99 ára Finni keppti í Laugardalshöll Penttilä var sá eini í sínum aldursflokki, 95-99 ára, og vann því til gullverðlauna en hann hljóp 60 metrana á 19,32 sekúndum. Næstur honum í aldri í 60 metra hlaupinu var Benedikt Bjarnarson sem er aðeins 87 ára gamall og hljóp á 12,93 sekúndum. Penttilä er fyrrverandi tugþrautarmaður. Í viðtali við finnska miðilinn Iltalehti eftir mót í fyrra kvaðst hann einfaldlega enn njóta þess að keppa og vera innan um fólk með sams konar hugarfar og hann. Hann sagðist hafa heyrt vel í fagnaðarlátunum á því móti, líkt og vonandi í Laugardalshöll um helgina, en að sjónin hefði versnað og hann ætti erfitt með lestur. Ágústa Tryggvadóttir keppti í fimm greinum og vann gull í langstökki og þrístökki.FRÍ/Marta Finnar urðu sigursælastir á mótinu um helgina og unnu alls 81 gullverðlaun en Íslendingar komu næstir með 51 gull. Svíar fengu 49 gull, Norðmenn 33 og Danir 21. Á mótinu voru einnig keppendur frá Litháen, Frakklandi, Bretlandi, Spáni, Bandaríkjunum, Hollandi, Slóvakíu, Írlandi og Ítalíu. Öll úrslit frá mótinu má finna hér. Myndir frá mótinu má sjá á myndasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Frjálsar íþróttir Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira
Penttilä var elsti keppandinn á Norðurlandameistaramóti í eldri aldursflokkum en alls kepptu um 250 keppendur á mótinu sem fram fór í Laugardalshöll. Keppt var í tólf mismunandi greinum í aldursflokkum frá 35 til 99 ára. Penttilä keppti í 60 metra hlaupi og hér að neðan má sjá sprett hans, á myndbandi sem Marta María Bozovic Siljudóttir, starfsmaður Frjálsíþróttasambandsins, tók upp. Klippa: 99 ára Finni keppti í Laugardalshöll Penttilä var sá eini í sínum aldursflokki, 95-99 ára, og vann því til gullverðlauna en hann hljóp 60 metrana á 19,32 sekúndum. Næstur honum í aldri í 60 metra hlaupinu var Benedikt Bjarnarson sem er aðeins 87 ára gamall og hljóp á 12,93 sekúndum. Penttilä er fyrrverandi tugþrautarmaður. Í viðtali við finnska miðilinn Iltalehti eftir mót í fyrra kvaðst hann einfaldlega enn njóta þess að keppa og vera innan um fólk með sams konar hugarfar og hann. Hann sagðist hafa heyrt vel í fagnaðarlátunum á því móti, líkt og vonandi í Laugardalshöll um helgina, en að sjónin hefði versnað og hann ætti erfitt með lestur. Ágústa Tryggvadóttir keppti í fimm greinum og vann gull í langstökki og þrístökki.FRÍ/Marta Finnar urðu sigursælastir á mótinu um helgina og unnu alls 81 gullverðlaun en Íslendingar komu næstir með 51 gull. Svíar fengu 49 gull, Norðmenn 33 og Danir 21. Á mótinu voru einnig keppendur frá Litháen, Frakklandi, Bretlandi, Spáni, Bandaríkjunum, Hollandi, Slóvakíu, Írlandi og Ítalíu. Öll úrslit frá mótinu má finna hér. Myndir frá mótinu má sjá á myndasíðu Frjálsíþróttasambandsins.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira