Botnar ekkert í býttunum hjá Halldóri Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 08:01 Halldór Jóhann Sigfússon og Søren Hansen hafa skipt um hlutverk og nú er Halldór aðalþjálfari TTH til loka tímabilsins. tthholstebro.dk Halldór Jóhann Sigfússon er orðinn aðalþjálfari danska handboltaliðsins TTH Holstebro, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins. Það vekur hins vegar furðu sumra að maðurinn sem Halldór tekur við af, Sören Hansen, fer í starf Halldórs sem aðstoðarþjálfari. Íslandsvinurinn Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, botnar ekkert í því að TTH skuli vilja halda Hansen í þjálfarateyminu fyrst að forráðamenn þess vilji á annað borð breytingar. „Þetta er bæði furðulegt og ruglingslegt. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Ákvörðunin okkar er eingöngu tekin út frá þeim íþróttalegu úrslitum sem hefur vantað í síðustu sex leikjum. Við viljum búa til nýjan takt á æfingum og í leikjum í von um að geta bætt frammistöðu liðsins í þeim leikjum sem eru eftir,“ sagði John Mikkelsen, framkvæmdastjóri TTH, sem vill að liðið komist í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. Það hafði áður verið ákveðið að Hansen myndi fara úr starfi aðalþjálfara í starf aðstoðarþjálfara á næstu leiktíð, og að Arnór Atlason kæmi og yrði aðalþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari hjá Álaborg. TTH er sem stendur í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina og er liðið jafnt Ribe-Esbjerg, sem er í 9. sæti, að stigum. Á vef TV 2 er farið yfir tíðar vendingar í þjálfarateymi TTH frá því að fyrrnefndur Hansen fór í veikindaleyfi vegna álags í desember 2021: „Nú er, Guð hjálpi mér, enn verið að breyta til. Fyrir mér er þetta virkilega óskiljanlegt. Ef þeir eru ekki ánægðir með Sören Hansen ætti hann ekki að vera þarna. Það er verið að lækka Sören Hansen svo harkalega um tign að ég skil þetta ekki. Ef þeir vilja breyta einhverju strax þá ættu þeir að finna einhvern annan en Sören Hansen. Ég fæ ekki séð hvernig þetta á að koma á ró í búningsklefanum eða nýja orku,“ sagði Nyegaard. Í janúar var tilkynnt að eftir tímabilið yrði Halldór, sem stýrði Selfossi áður en hann fór til Danmerkur í fyrra, aðalþjálfari Nordsjælland. Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Íslandsvinurinn Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, botnar ekkert í því að TTH skuli vilja halda Hansen í þjálfarateyminu fyrst að forráðamenn þess vilji á annað borð breytingar. „Þetta er bæði furðulegt og ruglingslegt. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Ákvörðunin okkar er eingöngu tekin út frá þeim íþróttalegu úrslitum sem hefur vantað í síðustu sex leikjum. Við viljum búa til nýjan takt á æfingum og í leikjum í von um að geta bætt frammistöðu liðsins í þeim leikjum sem eru eftir,“ sagði John Mikkelsen, framkvæmdastjóri TTH, sem vill að liðið komist í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. Það hafði áður verið ákveðið að Hansen myndi fara úr starfi aðalþjálfara í starf aðstoðarþjálfara á næstu leiktíð, og að Arnór Atlason kæmi og yrði aðalþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari hjá Álaborg. TTH er sem stendur í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina og er liðið jafnt Ribe-Esbjerg, sem er í 9. sæti, að stigum. Á vef TV 2 er farið yfir tíðar vendingar í þjálfarateymi TTH frá því að fyrrnefndur Hansen fór í veikindaleyfi vegna álags í desember 2021: „Nú er, Guð hjálpi mér, enn verið að breyta til. Fyrir mér er þetta virkilega óskiljanlegt. Ef þeir eru ekki ánægðir með Sören Hansen ætti hann ekki að vera þarna. Það er verið að lækka Sören Hansen svo harkalega um tign að ég skil þetta ekki. Ef þeir vilja breyta einhverju strax þá ættu þeir að finna einhvern annan en Sören Hansen. Ég fæ ekki séð hvernig þetta á að koma á ró í búningsklefanum eða nýja orku,“ sagði Nyegaard. Í janúar var tilkynnt að eftir tímabilið yrði Halldór, sem stýrði Selfossi áður en hann fór til Danmerkur í fyrra, aðalþjálfari Nordsjælland.
Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira