Lögreglan greinir ekki frá því hvort börnin hafi verið án bílbeltis eða ekki í þartilgerðum bílastól. Greint er frá atvikinu í dagbókarfærslu lögreglu um helstu mál dagsins.
Tilkynnt var um aðila sem svaf ölvunarsvefni á lager verslunar í miðborginni. Hann fékk að sofa áfengisvímuna úr sér á lögreglustöð þar sem hann átti ekki í önnur hús að vernda.
Lögregla fór í sambærilegt útkall í dag þar sem maður í miðborginni svaf ölvunarsvefni í stigagangi íbúðarhúss. Hann sýndi af sér ógnandi hegðun þegar hann var vakinn. Var hann því vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur víman.
Þá var tilkynnt um hnupl í verslun í Garðabænum. Ætlaður þjófur var látinn laus að loknum skýrslutökum.