Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2023 07:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vandar Samtökum atvinnulifsins ekki kveðjurnar í grein á Vísi. Í forgrunni er Halldór Benjamín Þorbergson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Arnar Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. Aðildarfélög samþykktu verkbann á fleiri en 20.000 félaga í Eflingu í síðustu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði það neyðarúrræði til að bregðast við harðandi verkfallsaðgerðum Eflingar og áhugaleysi um að semja. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að í verkbanninu felist hótun um að félagsmenn verði sviptir launum frá og með fimmtudeginum. „Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni.“ skrifar Sólveig Anna. Verkbannið snúist raunverulega um að sýna Eflingu og öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum hver ráði. „Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði.“ segir formaðurinn. Spili sig sem einræðisherra Samtök atvinnulífsins hafi reynt að spila sig sem „einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar“ sem láti eins og öllum sé skylt að framfylgja „gerræðislegum hótunum þeirra“, jafnvel atvinnurekendur sem standi utan samtakanna. „Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli,“ skrifar Sólveig Anna. Boðar hún aðgerðir í hádeginu á fimmtudag þegar verkbannið hefst. Öllum þeim sem lenda í verkbanninu sé boðið að taka þátt í þeim. „Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum,“ segir hún. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Aðildarfélög samþykktu verkbann á fleiri en 20.000 félaga í Eflingu í síðustu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði það neyðarúrræði til að bregðast við harðandi verkfallsaðgerðum Eflingar og áhugaleysi um að semja. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að í verkbanninu felist hótun um að félagsmenn verði sviptir launum frá og með fimmtudeginum. „Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni.“ skrifar Sólveig Anna. Verkbannið snúist raunverulega um að sýna Eflingu og öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum hver ráði. „Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði.“ segir formaðurinn. Spili sig sem einræðisherra Samtök atvinnulífsins hafi reynt að spila sig sem „einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar“ sem láti eins og öllum sé skylt að framfylgja „gerræðislegum hótunum þeirra“, jafnvel atvinnurekendur sem standi utan samtakanna. „Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli,“ skrifar Sólveig Anna. Boðar hún aðgerðir í hádeginu á fimmtudag þegar verkbannið hefst. Öllum þeim sem lenda í verkbanninu sé boðið að taka þátt í þeim. „Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum,“ segir hún.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira