Lögreglu barst tilkynning um málið klukkan 13:36, að því er fram kemur í dagbók lögreglu, þar sem fjallað er um verkefni dagsins í dag.
Þá keyrði ökumaður bifreiðar á annan bíl í Vesturbæ Reykjavíkur klukkan tíu í morgun. Sá stakk af en fannst stuttu síðar og viðurkenndi brot sitt.
Karlmaður sem var á göngu í tónlistarhúsinu Hörpu datt með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar klukkan 14 í dag.
Tilkynnt var um innbrot í verslun í Kópavogi á ellefta tímanum og er málið á frumstigi rannsóknar. Eigendur verslunarinnar vita ekki hverju var stolið að svo stöddu en verið er að fara yfir málið.