Standast tilraunir á föngum skoðun? Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 10:44 Undirrituð fagnar þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á hugmyndir dómsmálaráðherra um tilraunir hugvíkkandi efna á föngum. Tillögurnar eru merki um skammsýni og vanþekkingu ráðherrans á flóknum vandamálum fanga. Fjöldi fanga glímir við heimilisleysi, rofin fjölskyldubönd og langa sögu um vímuefnavanda. Rannsóknir sýna okkur að stór hluti er með taugaþroskaraskanir á borð við ADHD og margir hafa stutta skólagöngu að baki. Í Bandaríkjunum er oft talað um að fangelsin séu í raun orðnar stærstu geðdeildirnar. Þótt staðan sé ekki jafn alvarleg hér á landi vistast þó að hverjum tíma einstaklingar í fangelsi með alvarlega geðsjúkdóma, sem ættu í raun að fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu frekar en dvelja í réttarvörslukerfinu. Að mati undirritaðrar er óljóst hvernig psilocybin eigi að leysa ofangreindan vanda. Þó finna megi ákveðinn samnefnara í aðstæðum fanga þá er þetta langt frá því að vera einsleitur hópur eins og látið er í ljós. Nærtækast væri að móta heildstæða stefnu í málum fanga með því að tryggja þeim farsæla endurkomu í samfélagið. Svo sem með húsnæði, finna málum þeirra farveg innan heilbrigðiskerfisins svo eitthvað sé nefnt. Margar siðferðislegar spurningar vakna einnig þegar talað er um tilraunir á föngum. Getur frelsissviptur einstaklingur veitt upplýst samþykki? Hver er valdamismunurinn á fanganum og þeim sem óskar eftir þátttöku hans í tilraunum sem þessum? Hver og hvernig á að velja inn í rannsóknina? Í raun minnir umræðan um tilraunir á föngum einna helst á vafasamar tilraunir sem gerðar voru á jaðarsettum einstaklingum fyrir tíma vísindasiðanefnda og almennrar umræðu um réttindi fólks. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Fangelsismál Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð fagnar þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á hugmyndir dómsmálaráðherra um tilraunir hugvíkkandi efna á föngum. Tillögurnar eru merki um skammsýni og vanþekkingu ráðherrans á flóknum vandamálum fanga. Fjöldi fanga glímir við heimilisleysi, rofin fjölskyldubönd og langa sögu um vímuefnavanda. Rannsóknir sýna okkur að stór hluti er með taugaþroskaraskanir á borð við ADHD og margir hafa stutta skólagöngu að baki. Í Bandaríkjunum er oft talað um að fangelsin séu í raun orðnar stærstu geðdeildirnar. Þótt staðan sé ekki jafn alvarleg hér á landi vistast þó að hverjum tíma einstaklingar í fangelsi með alvarlega geðsjúkdóma, sem ættu í raun að fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu frekar en dvelja í réttarvörslukerfinu. Að mati undirritaðrar er óljóst hvernig psilocybin eigi að leysa ofangreindan vanda. Þó finna megi ákveðinn samnefnara í aðstæðum fanga þá er þetta langt frá því að vera einsleitur hópur eins og látið er í ljós. Nærtækast væri að móta heildstæða stefnu í málum fanga með því að tryggja þeim farsæla endurkomu í samfélagið. Svo sem með húsnæði, finna málum þeirra farveg innan heilbrigðiskerfisins svo eitthvað sé nefnt. Margar siðferðislegar spurningar vakna einnig þegar talað er um tilraunir á föngum. Getur frelsissviptur einstaklingur veitt upplýst samþykki? Hver er valdamismunurinn á fanganum og þeim sem óskar eftir þátttöku hans í tilraunum sem þessum? Hver og hvernig á að velja inn í rannsóknina? Í raun minnir umræðan um tilraunir á föngum einna helst á vafasamar tilraunir sem gerðar voru á jaðarsettum einstaklingum fyrir tíma vísindasiðanefnda og almennrar umræðu um réttindi fólks. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun