Dagblöð úthýsa Dilberti eftir rasískan reiðilestur höfundarins Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 10:32 Scott Adams, skapari Dilberts, hefur brennt margar brýr að baki sér með sífellt vanstilltari yfirlýsingum á samfélagsmiðlum að undanförnu. Vísir/Getty Útgefendur fjölda bandarískra dagblaða ákváðu að hætta að birta teiknimyndaseríuna Dilbert eftir reiðilestur höfundarins um blökkumenn. Hann lýsti blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt með að gera. Örsögurnar um Dilbert, lífsleiðan skrifstofumann og vanhæfa yfirmenn hans, hafa birst á blaðsíðum dagblaða víða um heim allt frá því á 10. áratug síðustu aldar. Scott Adams, höfundur Dilberts, hefur vakið athygli fyrir furðulegar yfirlýsingar undanfarin ár. Hann afneitar meðal annars loftslagsvísindum og fer með fleipur um kórónuveirufaraldurinn. Steinn tók þó úr þegar Adams jós úr skálum reiði sinnar yfir blökkumenn í þætti sem hann heldur úti á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar varaði hann hvítt fólk við því að vera nærri svörtu fólki. Tilefni reiði Adams voru svör fólks við spurningunni hvort það teldi það „í lagi“ að vera hvítur í nýlegri skoðanakönnun. Rúm sjötíu prósent svöruðu spurningunni játandi, þar á meðal 53 prósent svartra svarenda. Hins vegar sögðust 22 prósent svarenda ósammála. Hlutfallið var örlítið hærra á meðal svartra svarenda, 26 prósent. Adams virðist annað hvort hafa misskilið eða vísvitandi rangtúlkað niðurstöðurnar því hann fullyrti að nærri því helmingi blökkumanna væri illa við hvítt fólk samkvæmt könnuninni. „Það er haturshópur og ég vil ekki hafa neitt mað þau að gera. Bestu ráð sem ég gæti gefið hvítu fólki er að halda sig frá svörtu fólki,“ sagði Adams. Sjálfur sagðist hann hafa komist af með því að búa í hverfi þar sem fáir blökkumenn búa. Adams er búsettur nærri San Francisco í Kaliforníu, að sögn staðarblaðsins San Francisco Chronicle sem sjálft hætti að birta Dilbert í haust. "Scott Adams, creator of the Dilbert comic strip, went on a racist rant this week on his Coffee with Scott Adams online video show, and we will no longer carry his comic strip in The Plain Dealer," writes Chris Quinn. "This is not a difficult decision." https://t.co/tF7tN9SrXc— clevelanddotcom (@clevelanddotcom) February 24, 2023 Svört persóna til að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og hinsegin fólki Rasíska myndbandið varð til þess að Gannet, útgáfufyrirtæki hundruð staðarfjölmiðla í Bandaríkjanunum og USA Today, tilkynnti í gær að fyrirtækið ætlaði ekki lengur að birta Dilbert á síðu dagblaða sinna. Áður hafði annar útgefandi staðarblaða, Advance Local, ákveðið að gera slíkt það sama. „Við erum ekki heimili fyrir þá sem aðhyllast kynþáttahatur,“ sagði í leiðara The Plain Dealer í Cleveland sem Advance Local gefur út. Ákvörðunin um að úthýsa Dilberti hafi ekki verið erfið. Sjötíu og sjö dagblöð útgefandans Lee Enterprises hætti að birta Dilbert í fyrra í kjölfar þess að Adams bætti við svartri persónu í söguna í fyrsta skipti. Þá persónu notaði hann hins vegar aðeins til þess að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og að hinsegin fólki, að sögn The Daily Beast. Bandaríkin Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Örsögurnar um Dilbert, lífsleiðan skrifstofumann og vanhæfa yfirmenn hans, hafa birst á blaðsíðum dagblaða víða um heim allt frá því á 10. áratug síðustu aldar. Scott Adams, höfundur Dilberts, hefur vakið athygli fyrir furðulegar yfirlýsingar undanfarin ár. Hann afneitar meðal annars loftslagsvísindum og fer með fleipur um kórónuveirufaraldurinn. Steinn tók þó úr þegar Adams jós úr skálum reiði sinnar yfir blökkumenn í þætti sem hann heldur úti á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar varaði hann hvítt fólk við því að vera nærri svörtu fólki. Tilefni reiði Adams voru svör fólks við spurningunni hvort það teldi það „í lagi“ að vera hvítur í nýlegri skoðanakönnun. Rúm sjötíu prósent svöruðu spurningunni játandi, þar á meðal 53 prósent svartra svarenda. Hins vegar sögðust 22 prósent svarenda ósammála. Hlutfallið var örlítið hærra á meðal svartra svarenda, 26 prósent. Adams virðist annað hvort hafa misskilið eða vísvitandi rangtúlkað niðurstöðurnar því hann fullyrti að nærri því helmingi blökkumanna væri illa við hvítt fólk samkvæmt könnuninni. „Það er haturshópur og ég vil ekki hafa neitt mað þau að gera. Bestu ráð sem ég gæti gefið hvítu fólki er að halda sig frá svörtu fólki,“ sagði Adams. Sjálfur sagðist hann hafa komist af með því að búa í hverfi þar sem fáir blökkumenn búa. Adams er búsettur nærri San Francisco í Kaliforníu, að sögn staðarblaðsins San Francisco Chronicle sem sjálft hætti að birta Dilbert í haust. "Scott Adams, creator of the Dilbert comic strip, went on a racist rant this week on his Coffee with Scott Adams online video show, and we will no longer carry his comic strip in The Plain Dealer," writes Chris Quinn. "This is not a difficult decision." https://t.co/tF7tN9SrXc— clevelanddotcom (@clevelanddotcom) February 24, 2023 Svört persóna til að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og hinsegin fólki Rasíska myndbandið varð til þess að Gannet, útgáfufyrirtæki hundruð staðarfjölmiðla í Bandaríkjanunum og USA Today, tilkynnti í gær að fyrirtækið ætlaði ekki lengur að birta Dilbert á síðu dagblaða sinna. Áður hafði annar útgefandi staðarblaða, Advance Local, ákveðið að gera slíkt það sama. „Við erum ekki heimili fyrir þá sem aðhyllast kynþáttahatur,“ sagði í leiðara The Plain Dealer í Cleveland sem Advance Local gefur út. Ákvörðunin um að úthýsa Dilberti hafi ekki verið erfið. Sjötíu og sjö dagblöð útgefandans Lee Enterprises hætti að birta Dilbert í fyrra í kjölfar þess að Adams bætti við svartri persónu í söguna í fyrsta skipti. Þá persónu notaði hann hins vegar aðeins til þess að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og að hinsegin fólki, að sögn The Daily Beast.
Bandaríkin Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira