Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Jakob Bjarnar og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. febrúar 2023 15:17 Stór áfangi náðist í hörðustu vinnudeilu seinni tíma þegar Sólveig Anna og Halldór Benjamín lýstu því yfir að þau myndu fresta fyrirhuguðu verkfalli sem og aflýsa fyrirhuguðu vinnubanni að því gefnu að Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari boði þau á sinn fund. vísir/arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, ræddi við þau Sólveigu Önnu og Halldór Benjamín og var ekki að sjá nokkurn sáttahug milli þeirra tveggja lengstum í þætti sem var upp undir klukkustundar langur. En undir lok þáttarins gáfu þau hvort öðru, Heimi Má og áhorfendum, óvænt, hátíðlegt loforð þess efnis að þau væru tilbúin að aflýsa fresta verkfalli Eflingar og SA að aflýsa fyrirhuguð verkbanni sem boðað hefur verið á fimmtudag. Það væri ef Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari boðaði þau á sinn fund og tæki upp þráðinn í samingaviðræðum. Þetta væru þau tilbúin að handsala. Aðdragandi þessa samkomulags er sá þegar Heimir Már spurði Halldór og Sólveigu hvort ríkisvaldið gæti með einhverjum hætti komið SA og Eflingu nær saman. Til dæmis með því að taka á þeim alvarlega vanda sem skapast hefur á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Húsnæðismálin lykill að lausn Sólveig jánkaði því og nefndi að húsaleigubætur hér á höfuðborgarsvæðinu væru lægri en annars staðar. Þá hafi Efling kallað eftir leiguþaki á undanförnum mánuðum. „Það er beinlínis ólögmætt að standa í verkföllum til að knýja á um aðgerðir ríkisvaldsins,“ svaraði Halldór Benjamín þá til. Lengi framan af þætti var ekki að sjá að nokkra lendingu væri að finna í þessari hörðustu vinnudeilu síðari tíma en þegar þáttastjórnandi benti á að öll þjóðin óskaði þess og að á fimmtudag bresti á með vinnubanni; þau hefðu fáeina daga til stefnu, var sem rofaði til. Ljóst er að ríkisvaldið gæti liðkað til með að leggja fram áætlun í húsnæðismálum.vísir/arnar Sólveig hafnaði því að verkfallsaðgerðir Eflingar beinist gegn ríkisvaldinu og Halldór sagði að hann hefði litla trú á að lög um leiguþak myndu bera árangur. Bæði voru þau þó sammála því að húsnæði vanti fyrir þá sem eru með lægstu launin. „Verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins eru algjörlega sammála um að það þarf stórkostlegt átak í uppbyggingu húsnæðis á landinu. Stjórnvöld hafa sofið á verðinum í alltof langan tíma. Það er rót vandans, ekki hvernig við erum að þrefa um kaup og kjör í kjarasamningum,“ sagði Halldór. „Ég fresta, þú frestar“ „Auðvitað vitum við að [stjórnvöld] koma ekki með neina barbabrellu á miðvikudaginn og verði komin með tíu þúsund íbúðir, en það er hægt að setja fram áætlun, með ykkur báðum sem gæti smurt þessa maskínu og gert það að verkum að við fáum kjarasaminga hér í næstu viku?“ spurði Heimir Már. „Eigum við ekki bara að fallast á það Sólveig? Eigum við ekki bara að fallast á það?“ spurði Halldór þá. Eftir örlítið spjall samþykkti Sólveig að skoða sættir með ákveðnum skilyrðum. „Eigum við ekki að aflýsa þessu öllu núna? Ég skal aflýsa verkbanni ef þú aflýsir verkföllum,“ sagði Halldór. „Ef þú kemur með mér inn til ríkissáttasemjara til að gera Eflingarsamning við Eflingarfólk, þá sannarlega,“ svaraði Sólveig og bætti við: „Ég fresta, þú frestar.“ Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í deilu SA og Eflingar hyggst ekki tjá sig um nýjustu vendingar að svo stöddu. Hann sagðist í samtali við fréttastofu ekkert hafa um málið að segja að svo stöddu. Hann hafi horft á Pallborðið af mikilli athygli og sé í stöðugum viðræðum við deiluaðila. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Pallborðið Tengdar fréttir Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, ræddi við þau Sólveigu Önnu og Halldór Benjamín og var ekki að sjá nokkurn sáttahug milli þeirra tveggja lengstum í þætti sem var upp undir klukkustundar langur. En undir lok þáttarins gáfu þau hvort öðru, Heimi Má og áhorfendum, óvænt, hátíðlegt loforð þess efnis að þau væru tilbúin að aflýsa fresta verkfalli Eflingar og SA að aflýsa fyrirhuguð verkbanni sem boðað hefur verið á fimmtudag. Það væri ef Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari boðaði þau á sinn fund og tæki upp þráðinn í samingaviðræðum. Þetta væru þau tilbúin að handsala. Aðdragandi þessa samkomulags er sá þegar Heimir Már spurði Halldór og Sólveigu hvort ríkisvaldið gæti með einhverjum hætti komið SA og Eflingu nær saman. Til dæmis með því að taka á þeim alvarlega vanda sem skapast hefur á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Húsnæðismálin lykill að lausn Sólveig jánkaði því og nefndi að húsaleigubætur hér á höfuðborgarsvæðinu væru lægri en annars staðar. Þá hafi Efling kallað eftir leiguþaki á undanförnum mánuðum. „Það er beinlínis ólögmætt að standa í verkföllum til að knýja á um aðgerðir ríkisvaldsins,“ svaraði Halldór Benjamín þá til. Lengi framan af þætti var ekki að sjá að nokkra lendingu væri að finna í þessari hörðustu vinnudeilu síðari tíma en þegar þáttastjórnandi benti á að öll þjóðin óskaði þess og að á fimmtudag bresti á með vinnubanni; þau hefðu fáeina daga til stefnu, var sem rofaði til. Ljóst er að ríkisvaldið gæti liðkað til með að leggja fram áætlun í húsnæðismálum.vísir/arnar Sólveig hafnaði því að verkfallsaðgerðir Eflingar beinist gegn ríkisvaldinu og Halldór sagði að hann hefði litla trú á að lög um leiguþak myndu bera árangur. Bæði voru þau þó sammála því að húsnæði vanti fyrir þá sem eru með lægstu launin. „Verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins eru algjörlega sammála um að það þarf stórkostlegt átak í uppbyggingu húsnæðis á landinu. Stjórnvöld hafa sofið á verðinum í alltof langan tíma. Það er rót vandans, ekki hvernig við erum að þrefa um kaup og kjör í kjarasamningum,“ sagði Halldór. „Ég fresta, þú frestar“ „Auðvitað vitum við að [stjórnvöld] koma ekki með neina barbabrellu á miðvikudaginn og verði komin með tíu þúsund íbúðir, en það er hægt að setja fram áætlun, með ykkur báðum sem gæti smurt þessa maskínu og gert það að verkum að við fáum kjarasaminga hér í næstu viku?“ spurði Heimir Már. „Eigum við ekki bara að fallast á það Sólveig? Eigum við ekki bara að fallast á það?“ spurði Halldór þá. Eftir örlítið spjall samþykkti Sólveig að skoða sættir með ákveðnum skilyrðum. „Eigum við ekki að aflýsa þessu öllu núna? Ég skal aflýsa verkbanni ef þú aflýsir verkföllum,“ sagði Halldór. „Ef þú kemur með mér inn til ríkissáttasemjara til að gera Eflingarsamning við Eflingarfólk, þá sannarlega,“ svaraði Sólveig og bætti við: „Ég fresta, þú frestar.“ Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í deilu SA og Eflingar hyggst ekki tjá sig um nýjustu vendingar að svo stöddu. Hann sagðist í samtali við fréttastofu ekkert hafa um málið að segja að svo stöddu. Hann hafi horft á Pallborðið af mikilli athygli og sé í stöðugum viðræðum við deiluaðila. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá Pallborðið í heild sinni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Pallborðið Tengdar fréttir Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31