Við förum yfir það sem hefur gerst á þessu ári, en um mestu stríðsátök í Evrópu frá lokum seinni heimstyrjaldar er að ræða. Meðal annars verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Einnig tökum við stöðuna á kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og heyrum í slökkviliðsstjóranum á Patreksfirði um stórbrunann sem varð í nýbyggingu Arctic Fish á Tálknafirði í gær.
Einnig fjöllum við um sjókvíeldi og hin miklu afföll sem verða í kvíunum hér á landi sem eru mun meiri en gengur og gerist annars staðar.