Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. febrúar 2023 12:31 Sólveig Anna, Heimir og Halldór Benjamín ræða málin í Pallborðinu. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru lausir hinn 1. nóvember þegar lífskjarasamningarnir svo kölluðu sem gerðir voru í apríl 2019 runnu sitt skeið. Undirbúningur að gerð nýrra kjarasamninga hófst strax í fyrra haust og hinn 3. desember skrifuðu öll aðildafélög Starfsgreinasambandsins nema Efling undir nýjan skammtíma kjarasamning sem gildir til 31. janúar 2024. Samningurinn var afturvirkur og gilti frá 1. nóvember og var það í fyrsta sinn í langan tíma sem nýr kjarasamnngur á almenna vinnumarkaðnum tók beint við af samningi sem var að renna út. Nokkrum dögum síðar hinn 12. desember samþykktu VR ásamt iðnaðar- og tæknimönnum að undirrita svipaðan samning og SGS hafði gert. Uppfært: Pallborðinu er lokið en upptöku af því má sjá hér. Textalýsingu má finna neðst í greininni. Fljótlega lá fyrir að Efling gat ekki sætt sig við SGS samninginn. Eftir árangurslausar viðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hinn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilunni. Efling neitaði embættinu um aðgang að félagatali sínu til að hægt yrði að greiða um hana atkvæði. Síðan þá hefur allt logað í málaferlum fyrir héraðsdómi, Félagsdómi og Landsrétti. Vinnumarkaðsráðherra setti Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti ríkissáttasemjara í deilunni hinn 14. febrúar vegna vantrausts forystu Eflinar á Aðalsteini. Vonir voru bundnar við þriggja daga samningalotu undir hans stjórn frá síðasta föstudegi til sunnudags en það slitnaði upp úr þeim. Eftir það samþykktu aðildarfyrirtæki SA verkbann á alla félaga Eflingar og Efling féll frá boðun þriðju verkfallslotu sinni. Fyrri verkfallsaðgerðir standa hins vegar enn yfir. Þannig er staðan í dag þegar forystufólk Eflingar og SA mætast í beinni útsendingu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að ofan eða í vaktinni, þar sem við munum greina frá framgangi mála, hér að neðan.
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru lausir hinn 1. nóvember þegar lífskjarasamningarnir svo kölluðu sem gerðir voru í apríl 2019 runnu sitt skeið. Undirbúningur að gerð nýrra kjarasamninga hófst strax í fyrra haust og hinn 3. desember skrifuðu öll aðildafélög Starfsgreinasambandsins nema Efling undir nýjan skammtíma kjarasamning sem gildir til 31. janúar 2024. Samningurinn var afturvirkur og gilti frá 1. nóvember og var það í fyrsta sinn í langan tíma sem nýr kjarasamnngur á almenna vinnumarkaðnum tók beint við af samningi sem var að renna út. Nokkrum dögum síðar hinn 12. desember samþykktu VR ásamt iðnaðar- og tæknimönnum að undirrita svipaðan samning og SGS hafði gert. Uppfært: Pallborðinu er lokið en upptöku af því má sjá hér. Textalýsingu má finna neðst í greininni. Fljótlega lá fyrir að Efling gat ekki sætt sig við SGS samninginn. Eftir árangurslausar viðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hinn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilunni. Efling neitaði embættinu um aðgang að félagatali sínu til að hægt yrði að greiða um hana atkvæði. Síðan þá hefur allt logað í málaferlum fyrir héraðsdómi, Félagsdómi og Landsrétti. Vinnumarkaðsráðherra setti Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti ríkissáttasemjara í deilunni hinn 14. febrúar vegna vantrausts forystu Eflinar á Aðalsteini. Vonir voru bundnar við þriggja daga samningalotu undir hans stjórn frá síðasta föstudegi til sunnudags en það slitnaði upp úr þeim. Eftir það samþykktu aðildarfyrirtæki SA verkbann á alla félaga Eflingar og Efling féll frá boðun þriðju verkfallslotu sinni. Fyrri verkfallsaðgerðir standa hins vegar enn yfir. Þannig er staðan í dag þegar forystufólk Eflingar og SA mætast í beinni útsendingu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að ofan eða í vaktinni, þar sem við munum greina frá framgangi mála, hér að neðan.
Pallborðið Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19 Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23. febrúar 2023 19:56 SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
„Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19
Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23. febrúar 2023 19:56
SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05
Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37