Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með þeim vinkonum Sunnevu og Jóu tækla fjölbreytt verkefni á vinnumarkaði, eins og þeim einum er lagið.
Að þessu sinni fóru þær stöllur í starfskynningu á hundasnyrtistofu enda báðar miklar hundakonur. Þar fengu þær að kynnast starfinu á þeim vinnustað. Það má með sanni segja að þær Jóhanna og Sunneva hafi fílað sig í starfinu og þetta væri starf fyrir þær.
Þær töluðu einfaldlega um að þetta væri eins og að vera í himnaríki. Ein regla sem kom fram í þættinum var að alltaf skal þrífa andlitið fyrst áður en að afturendi hundarins er þrifið eða eins og Jóhanna komast að orði „þetta er bara regla í lífinu, þú þværð á þér andlitið áður en þú þrífur rassinn.“
Hér að neðan má sjá brot í þætti gærkvöldsins.