Er VoN? Brynhildur R. Þorbjarnardóttir, Dagmar Óladóttir og S. Maggi Snorrason skrifa 24. febrúar 2023 09:01 Kæra Áslaug Arna, ráðherra háskólamála. Við erum nemendur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði við Háskóla Íslands og höfum fylgst með þér tala ítrekað um frelsi, nýsköpun og tækifæri. Eins og staðan er núna eiga þessi orð ekki við um okkur og okkar nám á Verkfræði og Náttúruvísindasviði (VoN). Sviðið, líkt og skólinn í heild sinni, sér fram á nýjan veruleika með skertum tækifærum til náms og starfa, þvert á þín einkunnarorð. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil en staðan hefur sjaldan verið jafn slæm og nú. Skólann vantar milljarð til að ná endum saman í ár og hafa aðhaldsaðgerðir verið boðaðar til að bregðast við stöðunni. Skert námsúrval fyrir nemendur Öll svið háskólans sjá fram á niðurskurð í kennslu. Þá hefur Verkfræði- og náttúruvísindasvið sjaldan staðið jafn illa, en samkvæmt fjárhags- og kennsluáætlun fyrir næsta skólaár verða allar námsbrautir, 20 talsins (í grunnnámi), að skera niður um sem nemur tveimur áföngum eða ígildi 600 kennslustunda til þess að sviðið komist nær því að verða rekið á núlli. Þetta er að gerast á sama tíma og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra talar fyrir stórsókn í greinum Verkfræði og Náttúruvísindasviðs og á sama tíma og 1.200 milljónum króna var úthlutað úr samstarfssjóði háskólanna þar sem markmiðið var meðal annars að auka námsframboð og fjölga nemendum í STEAM greinum. Sem stúdentar á VoN og sérstakt áhugafólk um tölur og útreikninga, getum við því sagt að þetta er dæmi sem gengur ekki upp. Það að tala um nemendur í STEAM greinum sem vonarstjörnur landsins kemur alls ekki heim og saman við þann langvarandi fjárskort sem Verkfræði- og Náttúruvísindasvið HÍ hefur búið við síðustu árin. Úthlutun til ákveðinna verkefna í gegnum samstarfssjóð leysir ekki þann vanda. Fjársvelt svið hefur ekki fjármagn til að vinna að nýsköpun í námi og starfi heldur setur allt fjármagn í að halda uppi grunnnámi, því samkeppnishæf námskeið á framhaldsstigi í greinum sviðsins finnast aðeins í mýflugumynd á sviðinu. Tökum dæmi; deild rafmagns- og tölvuverkfræði býður nú aðeins upp á 2 af 6 valáföngum sem kenndir hafa verið við deildina, þ.e. nemendum býðst afar takmarkað val innan síns áhugasviðs. Einnig má nefna nýtt kjörsvið innan deildar rafmagns- og tölvuverkfræði, læknisfræðilega verkfræði, sem haldið er uppi af einum starfsmanni. Verkfræði og náttúruvísindi þarfnast mikillar sérhæfingar, og því er gríðarleg þörf á að HÍ hafi tök á og fjármagn til að bjóða upp á sérhæft nám. Fjölbreytt nám er aðlaðandi nám. Að krefjast þess að deildir VoN skeri niður áfanga á sama tíma og ráðuneytið krefst þess að nemendum á sviðinu sé fjölgað er því dæmi sem gengur ekki upp. Samkvæmt fjárhags- og kennsluáætlun 2023 er niðurskurðurinn orðinn svo að deildirnar ná aðeins að halda uppi skylduáföngum námsbrautanna með örfáum undantekningum, en sem dæmi var 40 nemenda áfangi skorinn niður með fimmtán mínútna fyrirvara á fyrstu kennslustund að sögn nemenda. Það er ekki hægt að ætlast til að á Íslandi sé boðið upp á háskólanám á heimsmælikvarða ef skólinn er stöðugt undirfjármagnaður. Því ætti að vera ljóst að með áframhaldandi vanrækslu á grundvallarfjármögnun háskólastigsins munu markmið ríkisstjórnarinnar ekki nást. Undirfjármögnunin bitnar mest á kennslunni þar sem viss rannsóknarvinna sækir sér styrki annars staðar frá. Auk niðurskurðar á fjölda kennslutíma takmarkast rannsóknarvinna. Þar má sérstaklega nefna iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild. Undanfarin ár hefur þessi deild innan VoN verið fjölmennust, og þar af leiðandi skilað hæstum tekjum af deildum á sviðinu, en vegna hallarekstrar annarra deilda á sviðinu er ekki hægt að ráða inn nýja rannsóknarstarfsmenn. Þetta gerir það að verkum að námsbrautirnar í deildinni eru undirmannaðar og starfsmenn hennar ná ekki að sinna rannsóknum eða kennslu fyrir þennan fjölda nemenda. Þegar allt kemur til alls nær deildin ekki að bjóða upp á það nám sem hún gæti, þrátt fyrir að skila rekstri sínum réttum megin við núllið. Ríkisstjórnin skuldar okkur svör Í háskólum á hinum Norðurlöndunum greiðir hið opinbera að meðaltali 1.7 milljónum meira með hverjum ársnema en gert er hér á landi samkvæmt tölum frá 2021 og samkvæmt ríkisstjórnarsáttmálanum er stefnan að fjármögnun háskólastigsins skuli verða sambærileg því sem þekkist í nágrannaríkjunum. Við erum hins vegar að færast fjær því markmiði og ríkisstjórnin skuldar stúdentum, og samfélaginu öllu, svör. Til þess að teljast samanburðarhæfur háskóli á alþjóðavettvangi verður að auka fjárveitingar til háskólakerfisins í heild sinni. Háskólar eru fjárfesting sem skilar sér í auknu hugviti út í öll stig samfélagsins. Í sífellt flóknari heimi, sem gerir meiri kröfur um sérfræðiþekkingu vegna mikillar hröðunar í tækniframförum, þá ættum við að stefna að því að þjóðin þurfi ekki að reiða sig alfarið á þekkingu sem kemur að utan. Þvert á móti ættum við mæta mikilli eftirspurn eftir hæfu og menntuðu fólki úti í heimi. Höfundar eru Stúdentaráðsliðar í umboði Röskvu á verkfræði- og náttúruvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Kæra Áslaug Arna, ráðherra háskólamála. Við erum nemendur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði við Háskóla Íslands og höfum fylgst með þér tala ítrekað um frelsi, nýsköpun og tækifæri. Eins og staðan er núna eiga þessi orð ekki við um okkur og okkar nám á Verkfræði og Náttúruvísindasviði (VoN). Sviðið, líkt og skólinn í heild sinni, sér fram á nýjan veruleika með skertum tækifærum til náms og starfa, þvert á þín einkunnarorð. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil en staðan hefur sjaldan verið jafn slæm og nú. Skólann vantar milljarð til að ná endum saman í ár og hafa aðhaldsaðgerðir verið boðaðar til að bregðast við stöðunni. Skert námsúrval fyrir nemendur Öll svið háskólans sjá fram á niðurskurð í kennslu. Þá hefur Verkfræði- og náttúruvísindasvið sjaldan staðið jafn illa, en samkvæmt fjárhags- og kennsluáætlun fyrir næsta skólaár verða allar námsbrautir, 20 talsins (í grunnnámi), að skera niður um sem nemur tveimur áföngum eða ígildi 600 kennslustunda til þess að sviðið komist nær því að verða rekið á núlli. Þetta er að gerast á sama tíma og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra talar fyrir stórsókn í greinum Verkfræði og Náttúruvísindasviðs og á sama tíma og 1.200 milljónum króna var úthlutað úr samstarfssjóði háskólanna þar sem markmiðið var meðal annars að auka námsframboð og fjölga nemendum í STEAM greinum. Sem stúdentar á VoN og sérstakt áhugafólk um tölur og útreikninga, getum við því sagt að þetta er dæmi sem gengur ekki upp. Það að tala um nemendur í STEAM greinum sem vonarstjörnur landsins kemur alls ekki heim og saman við þann langvarandi fjárskort sem Verkfræði- og Náttúruvísindasvið HÍ hefur búið við síðustu árin. Úthlutun til ákveðinna verkefna í gegnum samstarfssjóð leysir ekki þann vanda. Fjársvelt svið hefur ekki fjármagn til að vinna að nýsköpun í námi og starfi heldur setur allt fjármagn í að halda uppi grunnnámi, því samkeppnishæf námskeið á framhaldsstigi í greinum sviðsins finnast aðeins í mýflugumynd á sviðinu. Tökum dæmi; deild rafmagns- og tölvuverkfræði býður nú aðeins upp á 2 af 6 valáföngum sem kenndir hafa verið við deildina, þ.e. nemendum býðst afar takmarkað val innan síns áhugasviðs. Einnig má nefna nýtt kjörsvið innan deildar rafmagns- og tölvuverkfræði, læknisfræðilega verkfræði, sem haldið er uppi af einum starfsmanni. Verkfræði og náttúruvísindi þarfnast mikillar sérhæfingar, og því er gríðarleg þörf á að HÍ hafi tök á og fjármagn til að bjóða upp á sérhæft nám. Fjölbreytt nám er aðlaðandi nám. Að krefjast þess að deildir VoN skeri niður áfanga á sama tíma og ráðuneytið krefst þess að nemendum á sviðinu sé fjölgað er því dæmi sem gengur ekki upp. Samkvæmt fjárhags- og kennsluáætlun 2023 er niðurskurðurinn orðinn svo að deildirnar ná aðeins að halda uppi skylduáföngum námsbrautanna með örfáum undantekningum, en sem dæmi var 40 nemenda áfangi skorinn niður með fimmtán mínútna fyrirvara á fyrstu kennslustund að sögn nemenda. Það er ekki hægt að ætlast til að á Íslandi sé boðið upp á háskólanám á heimsmælikvarða ef skólinn er stöðugt undirfjármagnaður. Því ætti að vera ljóst að með áframhaldandi vanrækslu á grundvallarfjármögnun háskólastigsins munu markmið ríkisstjórnarinnar ekki nást. Undirfjármögnunin bitnar mest á kennslunni þar sem viss rannsóknarvinna sækir sér styrki annars staðar frá. Auk niðurskurðar á fjölda kennslutíma takmarkast rannsóknarvinna. Þar má sérstaklega nefna iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild. Undanfarin ár hefur þessi deild innan VoN verið fjölmennust, og þar af leiðandi skilað hæstum tekjum af deildum á sviðinu, en vegna hallarekstrar annarra deilda á sviðinu er ekki hægt að ráða inn nýja rannsóknarstarfsmenn. Þetta gerir það að verkum að námsbrautirnar í deildinni eru undirmannaðar og starfsmenn hennar ná ekki að sinna rannsóknum eða kennslu fyrir þennan fjölda nemenda. Þegar allt kemur til alls nær deildin ekki að bjóða upp á það nám sem hún gæti, þrátt fyrir að skila rekstri sínum réttum megin við núllið. Ríkisstjórnin skuldar okkur svör Í háskólum á hinum Norðurlöndunum greiðir hið opinbera að meðaltali 1.7 milljónum meira með hverjum ársnema en gert er hér á landi samkvæmt tölum frá 2021 og samkvæmt ríkisstjórnarsáttmálanum er stefnan að fjármögnun háskólastigsins skuli verða sambærileg því sem þekkist í nágrannaríkjunum. Við erum hins vegar að færast fjær því markmiði og ríkisstjórnin skuldar stúdentum, og samfélaginu öllu, svör. Til þess að teljast samanburðarhæfur háskóli á alþjóðavettvangi verður að auka fjárveitingar til háskólakerfisins í heild sinni. Háskólar eru fjárfesting sem skilar sér í auknu hugviti út í öll stig samfélagsins. Í sífellt flóknari heimi, sem gerir meiri kröfur um sérfræðiþekkingu vegna mikillar hröðunar í tækniframförum, þá ættum við að stefna að því að þjóðin þurfi ekki að reiða sig alfarið á þekkingu sem kemur að utan. Þvert á móti ættum við mæta mikilli eftirspurn eftir hæfu og menntuðu fólki úti í heimi. Höfundar eru Stúdentaráðsliðar í umboði Röskvu á verkfræði- og náttúruvísindasviði.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun