Skoða að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2023 10:01 Tölvuteikning af því hvernig brúin gæti litið út. Mögulega væri hún enn neðar. Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. Hallgrímur Kristinsson er hluti af hópnum sem skoðar þetta nú, ásamt Guðna og Kristrúnu Guðbergsbörnum sem eiga landið. Í samtali við fréttastofu segir Hallgrímur að fólki sem fer austan megin við Gullfoss fari fjölgandi enda sé útsýnið þar umtalsvert betra. Brúin myndi ekki skemma núverandi upplifun fyrir ferðamönnum. „Mikið að sjá, meðal annars stórglæsilegt stuðlaberg og betra útsýni. Það sem við höfum verið að leggja til, ræða við sveitarfélögin og Umhverfisstofnun um er að leggja hengibrú yfir Hvítárgljúfur. Svolítið fyrir neðan fossinn til að opna umferð. Myndum setja stíg og tvo útsýnispalla sem falla vel inn í landslagið. Brúnin þarna í dag er stórhættuleg og umferðinni fer bara aukandi. Það eru engin klósett, engin aðstaða og við teljum að með þessu séum við að leysa framtíðarvandamál,“ segir Hallgrímur. Kanadískt fyrirtæki sem hefur reynslu af því að setja upp slíkar brýr vinnur að verkefninu ásamt hópnum. Hallgrímur Kristinsson leiðir hópinn. Þrír möguleikar í boði Hann vill meina að þrír möguleikar séu í stöðunni. Fyrsti sé að banna fólki að fara austan megin, annar að byggja upp aðstöðu hinum megin sem er óhjákvæmilegt með aukinni umferð eða þá að gera líkt og hópurinn vill gera, tengja svæðin saman. Sett yrði hengibrú yfir Hvítárgljúfur fyrir neðan fossinn. Með því er hægt að veita aðgang að betri útsýnisstöðum og hjálpar við að byggja upp aðstöðu með lágmarks inngripi. Þá er framkvæmdin algjörlega afturkræf og hægt er að fjarlægja brúnna seinna ef hún hentar svæðinu ekki lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Hallgrímur tók af stuðlaberginu í Hvítárgljúfri. Klippa: Stuðlaberg við Hvítárgljúfur „Svona hengibrýr eru orðnar mjög vinsælar og algengar á mörgum svæðum eins og Kanada, Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. Þar er fólk algjörlega til í að borga fyrir að fara yfir hengibrýr og fá þá útsýni sem það myndi annars ekki fá. Og geta þá nálgast staði sem annars þyrfti að byggja upp með frekari hætti,“ segir Hallgrímur. Brúin yfir Hvítárgljúfur gæti verið lík Capilano-brúnni í Kanada.Getty/Education Times Einungis á viðræðustigi Sem stendur er framkvæmdin einungis á viðræðustigi hjá sveitarfélögunum á svæðinu og Umhverfisstofnun. Hallgrímur segir að þeir aðilar sem rætt hefur við þyki þetta áhugaverð nálgun. Yrði brúin að veruleika myndi hún ekki hafa nein áhrif á núverandi upplifun. Hún myndi ekki sjást frá helstu útsýnisstöðum svæðisins. „Svo dreifir þetta betur ferðamönnum á svæðinu. Það er takmarkað aðgengi að svæðinu á veturna þar sem að gönguleiðir niður að fossinum og gljúfrinu eru meira og minna lokaðar út af úða og ísingu. Þetta myndi veita stórkostlega sýn, bæði um gljúfrið og yfir fossinn. Og yfir magnað stuðlaberg sem þarna er að finna,“ segir Hallgrímur. Hrunamannahreppur Samgöngur Umhverfismál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Hallgrímur Kristinsson er hluti af hópnum sem skoðar þetta nú, ásamt Guðna og Kristrúnu Guðbergsbörnum sem eiga landið. Í samtali við fréttastofu segir Hallgrímur að fólki sem fer austan megin við Gullfoss fari fjölgandi enda sé útsýnið þar umtalsvert betra. Brúin myndi ekki skemma núverandi upplifun fyrir ferðamönnum. „Mikið að sjá, meðal annars stórglæsilegt stuðlaberg og betra útsýni. Það sem við höfum verið að leggja til, ræða við sveitarfélögin og Umhverfisstofnun um er að leggja hengibrú yfir Hvítárgljúfur. Svolítið fyrir neðan fossinn til að opna umferð. Myndum setja stíg og tvo útsýnispalla sem falla vel inn í landslagið. Brúnin þarna í dag er stórhættuleg og umferðinni fer bara aukandi. Það eru engin klósett, engin aðstaða og við teljum að með þessu séum við að leysa framtíðarvandamál,“ segir Hallgrímur. Kanadískt fyrirtæki sem hefur reynslu af því að setja upp slíkar brýr vinnur að verkefninu ásamt hópnum. Hallgrímur Kristinsson leiðir hópinn. Þrír möguleikar í boði Hann vill meina að þrír möguleikar séu í stöðunni. Fyrsti sé að banna fólki að fara austan megin, annar að byggja upp aðstöðu hinum megin sem er óhjákvæmilegt með aukinni umferð eða þá að gera líkt og hópurinn vill gera, tengja svæðin saman. Sett yrði hengibrú yfir Hvítárgljúfur fyrir neðan fossinn. Með því er hægt að veita aðgang að betri útsýnisstöðum og hjálpar við að byggja upp aðstöðu með lágmarks inngripi. Þá er framkvæmdin algjörlega afturkræf og hægt er að fjarlægja brúnna seinna ef hún hentar svæðinu ekki lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Hallgrímur tók af stuðlaberginu í Hvítárgljúfri. Klippa: Stuðlaberg við Hvítárgljúfur „Svona hengibrýr eru orðnar mjög vinsælar og algengar á mörgum svæðum eins og Kanada, Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. Þar er fólk algjörlega til í að borga fyrir að fara yfir hengibrýr og fá þá útsýni sem það myndi annars ekki fá. Og geta þá nálgast staði sem annars þyrfti að byggja upp með frekari hætti,“ segir Hallgrímur. Brúin yfir Hvítárgljúfur gæti verið lík Capilano-brúnni í Kanada.Getty/Education Times Einungis á viðræðustigi Sem stendur er framkvæmdin einungis á viðræðustigi hjá sveitarfélögunum á svæðinu og Umhverfisstofnun. Hallgrímur segir að þeir aðilar sem rætt hefur við þyki þetta áhugaverð nálgun. Yrði brúin að veruleika myndi hún ekki hafa nein áhrif á núverandi upplifun. Hún myndi ekki sjást frá helstu útsýnisstöðum svæðisins. „Svo dreifir þetta betur ferðamönnum á svæðinu. Það er takmarkað aðgengi að svæðinu á veturna þar sem að gönguleiðir niður að fossinum og gljúfrinu eru meira og minna lokaðar út af úða og ísingu. Þetta myndi veita stórkostlega sýn, bæði um gljúfrið og yfir fossinn. Og yfir magnað stuðlaberg sem þarna er að finna,“ segir Hallgrímur.
Hrunamannahreppur Samgöngur Umhverfismál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira