Sú sem ók bílnum fannst köld og illa áttuð í Nauthólsvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2023 14:55 Bíllinn var dreginn á land í morgun. Vísir/Egill Ökumaður bílsins sem hafnaði í sjó við dælustöðina í Skerjafirði í morgun slasaðist mjög lítið. Um var að ræða konu sem tilkynnt var um á gangi nærri Nauthólsvík í morgun, illa áttuð og köld. Bíllinn er í eigu bílaleigunnar Avis. Það var rétt fyrir klukkan ellefu sem viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bíl í sjónum í Skerjafirði. Kafarar frá slökkviliðinu leituðu á svæðinu en niðurstaðan var að enginn væri í vatninu. Vísbendingar voru um að ökumaður hefði komist úr bílnum. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni, segir ljóst að ökumaðurinn hafi verið kona sem fyrr um morguninn hafði sést köld og illa áttuð á göngu nærri Nauthólsvík. Lögregla hefði fljótlega eftir útkallið um bílinn tengt útköllin tvö saman. Göngustígur liggur í kringum dælustöðina þar sem bíllinn fannst úti í sjó.Vísir/Egill Konan var það köld að ákveðið var að fara með hana á bráðamóttöku Landspítala. Ásmundur segir ökumann sem betur fer hafa slasast mjög lítið. Tildrög slyssins eru ókunn. „Þetta fór eins vel og hægt var, fyrst þetta varð að fara svona,“ segir Ásmundur. Málið fari í sinn eðlilega farveg. Ástand ökumanns sé rannsakað, blóðsýni sett í rannsókn og þar fram eftir götunum. Ekki þurfi að fjölyrða um að þar sem bíllinn fór út í sjó er engin akbraut heldur göngu- og hjólastígur. Kafarar frá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Ásmundur segir engar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum eða neitt þannig á svæðinu. Bíllinn er eðli máls samkvæmt illa farinn en um er að ræða bíl í eigu bílaleigunnar Avis. Halldór Vilberg Ómarsson, verkefnastjóri hjá Avis, sagði bílaleiguna ekki hafa fengið tilkynningu um málið. Hann hefði þó fengið staðfest að um væri að ræða bíl í eigu bílaleigunnar. „Í svona tilvikum bíðum við eftir því að það komi einhvers konar skýrsla frá lögreglu,“ segir Halldór Vilberg. Starfsmenn Króks komu að því að draga bílinn yfir grjótgarðinn og upp á fast land.Vísir/Vilhelm Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Bílaleigur Tengdar fréttir Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Það var rétt fyrir klukkan ellefu sem viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bíl í sjónum í Skerjafirði. Kafarar frá slökkviliðinu leituðu á svæðinu en niðurstaðan var að enginn væri í vatninu. Vísbendingar voru um að ökumaður hefði komist úr bílnum. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni, segir ljóst að ökumaðurinn hafi verið kona sem fyrr um morguninn hafði sést köld og illa áttuð á göngu nærri Nauthólsvík. Lögregla hefði fljótlega eftir útkallið um bílinn tengt útköllin tvö saman. Göngustígur liggur í kringum dælustöðina þar sem bíllinn fannst úti í sjó.Vísir/Egill Konan var það köld að ákveðið var að fara með hana á bráðamóttöku Landspítala. Ásmundur segir ökumann sem betur fer hafa slasast mjög lítið. Tildrög slyssins eru ókunn. „Þetta fór eins vel og hægt var, fyrst þetta varð að fara svona,“ segir Ásmundur. Málið fari í sinn eðlilega farveg. Ástand ökumanns sé rannsakað, blóðsýni sett í rannsókn og þar fram eftir götunum. Ekki þurfi að fjölyrða um að þar sem bíllinn fór út í sjó er engin akbraut heldur göngu- og hjólastígur. Kafarar frá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Ásmundur segir engar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum eða neitt þannig á svæðinu. Bíllinn er eðli máls samkvæmt illa farinn en um er að ræða bíl í eigu bílaleigunnar Avis. Halldór Vilberg Ómarsson, verkefnastjóri hjá Avis, sagði bílaleiguna ekki hafa fengið tilkynningu um málið. Hann hefði þó fengið staðfest að um væri að ræða bíl í eigu bílaleigunnar. „Í svona tilvikum bíðum við eftir því að það komi einhvers konar skýrsla frá lögreglu,“ segir Halldór Vilberg. Starfsmenn Króks komu að því að draga bílinn yfir grjótgarðinn og upp á fast land.Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Bílaleigur Tengdar fréttir Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02