Egill Agnar er útskrifaður með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands en Karítas Etna og Rebekka Rán eru báðar útskrifaðar með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Þau munu sinna því hlutverki að vinna náið með viðskiptavinum Evolv við að greina tækifæri til sjálfvirknivæðingar og þróa lausnir sem leysa handvirka ferla.
Evolv er hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í innleiðingu og þróun á stafrænu vinnuafli. Evolv var stofnað árið 2020 og hefur á stuttum tíma orðið leiðandi fyrirtæki á Íslandi í sjálfvirknivæðingu með stafrænu vinnuafli.