Boða ekki til frekari verkfalla Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2023 11:37 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Umræddar verkfallsaðgerðir áttu að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar. Aðrar verkfallsaðgerðir sem þegar eru hafnar halda áfram og félagsmenn Eflingar hjá Íslandshótelum, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu eru áfram í verkfalli. „Með verkbanni hafa Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar, langt umfram afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að endurmeta stefnuna og telur samninganefnd ekki rétt á þessum tímapunkti að félagið efni til frekari stigmögnunar verkfallsaðgerða,“ segir í yfirlýsingu á vef Eflingar. Forsvarsmenn aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífisins samþykktu með afgerandi meirihluta verkbann á félagsmenn Eflingar, sem hefjast á þann 2. mars. Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32 prósent greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88 prósent. Efling boðaði til mótmæla í dag vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Boða til mótmæla gegn verkbanni og „dugleysi stjórnvalda“ Efling hefur boðað til mótmæla á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda á vef Eflingar. 22. febrúar 2023 23:00 Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20 Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Umræddar verkfallsaðgerðir áttu að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar. Aðrar verkfallsaðgerðir sem þegar eru hafnar halda áfram og félagsmenn Eflingar hjá Íslandshótelum, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu eru áfram í verkfalli. „Með verkbanni hafa Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar, langt umfram afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að endurmeta stefnuna og telur samninganefnd ekki rétt á þessum tímapunkti að félagið efni til frekari stigmögnunar verkfallsaðgerða,“ segir í yfirlýsingu á vef Eflingar. Forsvarsmenn aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífisins samþykktu með afgerandi meirihluta verkbann á félagsmenn Eflingar, sem hefjast á þann 2. mars. Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32 prósent greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88 prósent. Efling boðaði til mótmæla í dag vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Boða til mótmæla gegn verkbanni og „dugleysi stjórnvalda“ Efling hefur boðað til mótmæla á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda á vef Eflingar. 22. febrúar 2023 23:00 Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20 Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33
Boða til mótmæla gegn verkbanni og „dugleysi stjórnvalda“ Efling hefur boðað til mótmæla á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda á vef Eflingar. 22. febrúar 2023 23:00
Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20
Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04