Þrír nýir stjórnendur hjá Coca-Cola á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 10:03 Vilborg Anna Garðarsdóttir, Gestur Steinþórsson og Sigurpáll Torfason. Aðsend Vilborg Anna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framlegðar og tekjustýringar Coca-Cola á Íslandi. Vilborg kemur til Coca-Cola á Íslandi frá UN Women á Íslandi þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri. Áður en hún starfaði hjá UN Women var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sixt í tæp tíu ár. Vilborg Anna er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og unnið lengst af í fjármálum síðustu 15 ár. Hún hefur enn fremur góða reynslu af framlegðar- og tekjustýringu. Vilborg Anna GarðarsdóttirAðsend „Það er ómetanlegt tækifæri að ganga til liðs við Coca-Cola á Íslandi og taka þátt í því metnaðarfulla starfi sem þar fer fram. Ég stíg full tilhlökkunar inn í nýtt hlutverk á spennandi markaði og vonast til að geta nýtt reynslu mína úr alþjóðlegu umhverfi á þessum vettvangi,“ segir Vilborg Anna. Gestur Steinþórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri áfengra drykkja hjá Coca-Cola á Íslandi. Hlutverk hans verður að leiða markaðssetningu og vöruþróun áfengra vörumerkja félagsins. Hluti af þeim vörumerkjum eru Víking, Thule og Einstök bjórvörumerki en einnig létt og sterk vín eins og Reyka vodka, Faustino og Las Moras léttvín, William Grants whiskey og margt fleira. Gestur Steinþórsson Gestur hefur starfað mikið við markaðsmál og rekstur undanfarinn áratug og var áður vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og ÍSAM. Hann var einnig meðeigandi og skipuleggjandi The Color Run árið 2015, sem var fyrsta árið sem sá viðburður var haldinn á Íslandi. Gestur stofnaði og var framkvæmdarstjóri EastWest Iceland, sem er ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, og hefur komið að rekstri auglýsingastofa, sem dæmi Silent (nú Sahara) og Vert Markaðsstofu. Gestur er með Bs gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og Msc í Stjórnun og stefnumótun fyrirtækja frá sama skóla. „Það eru gríðarlega spennandi verkefni og tækifæri framundan hjá Coca-Cola á Íslandi, markaðurinn stendur á krefjandi tímum og eru miklar hreyfingar í gangi. Það eru forréttindi að fá að starfa við vörumerkin, til að mynda Víking bjórinn sem hefur löngum verið stærsta bjór vörumerki á Íslandi,“ segir Gestur. Sigurpáll Torfason hefur verið ráðinn sem Sr Mgr, Engineering hjá Coca-Cola á Íslandi. Sigurpáll hefur leitt tæknisvið fyrirtækisins á Akureyri með góðum árangri frá 2020 og mun nú taka við tæknideildum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hann mun jafnframt hafa yfirumsjón með framkvæmdaverkefnum sem tilheyra vörustjórnunarsviði fyrirtækisins Sigurpáll Torfason Aðsend Sigurpáll hefur víðtæka reynslu af sjálfvirkni og hefur starfað á því sviði um árabil. Hann hefur m.a. starfað við framleiðslu á búnaði fyrir Skagann 3X og uppsetningar og kennslu á búnaði fyrir Völku ehf. og sem bæði eru framúrskarandi fyrirtæki á heimsvísu. „Ég hlakka til að takast á við ný og krefjandi verkefni fyrir Coca-Cola á Íslandi. Hafandi verið í uppsetningum á vélbúnaði um allan heim er virkilega spennandi að sitja hinum megin við borðið. Reynsla mín og þekking kemur að góðum notum í nýju hlutverki þar sem ég þekki ferlið vel frá upphafi til enda,“ segir Sigurpáll. Vistaskipti Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Vilborg Anna er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og unnið lengst af í fjármálum síðustu 15 ár. Hún hefur enn fremur góða reynslu af framlegðar- og tekjustýringu. Vilborg Anna GarðarsdóttirAðsend „Það er ómetanlegt tækifæri að ganga til liðs við Coca-Cola á Íslandi og taka þátt í því metnaðarfulla starfi sem þar fer fram. Ég stíg full tilhlökkunar inn í nýtt hlutverk á spennandi markaði og vonast til að geta nýtt reynslu mína úr alþjóðlegu umhverfi á þessum vettvangi,“ segir Vilborg Anna. Gestur Steinþórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri áfengra drykkja hjá Coca-Cola á Íslandi. Hlutverk hans verður að leiða markaðssetningu og vöruþróun áfengra vörumerkja félagsins. Hluti af þeim vörumerkjum eru Víking, Thule og Einstök bjórvörumerki en einnig létt og sterk vín eins og Reyka vodka, Faustino og Las Moras léttvín, William Grants whiskey og margt fleira. Gestur Steinþórsson Gestur hefur starfað mikið við markaðsmál og rekstur undanfarinn áratug og var áður vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og ÍSAM. Hann var einnig meðeigandi og skipuleggjandi The Color Run árið 2015, sem var fyrsta árið sem sá viðburður var haldinn á Íslandi. Gestur stofnaði og var framkvæmdarstjóri EastWest Iceland, sem er ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, og hefur komið að rekstri auglýsingastofa, sem dæmi Silent (nú Sahara) og Vert Markaðsstofu. Gestur er með Bs gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og Msc í Stjórnun og stefnumótun fyrirtækja frá sama skóla. „Það eru gríðarlega spennandi verkefni og tækifæri framundan hjá Coca-Cola á Íslandi, markaðurinn stendur á krefjandi tímum og eru miklar hreyfingar í gangi. Það eru forréttindi að fá að starfa við vörumerkin, til að mynda Víking bjórinn sem hefur löngum verið stærsta bjór vörumerki á Íslandi,“ segir Gestur. Sigurpáll Torfason hefur verið ráðinn sem Sr Mgr, Engineering hjá Coca-Cola á Íslandi. Sigurpáll hefur leitt tæknisvið fyrirtækisins á Akureyri með góðum árangri frá 2020 og mun nú taka við tæknideildum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hann mun jafnframt hafa yfirumsjón með framkvæmdaverkefnum sem tilheyra vörustjórnunarsviði fyrirtækisins Sigurpáll Torfason Aðsend Sigurpáll hefur víðtæka reynslu af sjálfvirkni og hefur starfað á því sviði um árabil. Hann hefur m.a. starfað við framleiðslu á búnaði fyrir Skagann 3X og uppsetningar og kennslu á búnaði fyrir Völku ehf. og sem bæði eru framúrskarandi fyrirtæki á heimsvísu. „Ég hlakka til að takast á við ný og krefjandi verkefni fyrir Coca-Cola á Íslandi. Hafandi verið í uppsetningum á vélbúnaði um allan heim er virkilega spennandi að sitja hinum megin við borðið. Reynsla mín og þekking kemur að góðum notum í nýju hlutverki þar sem ég þekki ferlið vel frá upphafi til enda,“ segir Sigurpáll.
Vistaskipti Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira