Sigurbjörg: „Fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. febrúar 2023 20:49 Sigurbjörg Sigurðardóttir er þjálfari ÍR. Vísir/Bára Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir, þjálfari ÍR, var nokkuð upplitsdjörf þrátt fyrir enn eitt tapið en hennar konur töpuðu gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í nokkuð ójöfnum leik þar sem lokatölurnar urðu 77-62. Grindvíkingar létu ÍR-inga hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld með stífum og áköfum varnarleik nánast látlaust í 40 mínútur. „Þær gerðu það alveg klárlega en mér fannst við eiga góð „run“ og náðum þessu niður í sex stig á tímabili. En svo misstum við stundum hausinn þegar þær komu með áhlaup, það var eins og við hefðum ekki búist við því að þær myndu koma til baka sem maður vissi alltaf að þær myndu gera. Það var fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka.“ Það er kannski saga ÍR í vetur? Margt jákvætt sem má taka útúr flestum leikjum en það vantar þennan herslumun, að púsla góðu hlutunum saman í heilan góðan sigurleik? „Já, en mér fannst við samt loksins vera að tala almennilega saman í vörninni. Það er búið að vera svolítið vandamál hjá okkur og vörnin þar af leiðandi oft ekki búin að vera góð. En það komu lengri kaflar en oft áður í kvöld þar sem vörnin okkar gekk upp og við töluðum saman og mér finnst það frábært.“ ÍR-ingar þurfa sennilega á einhverskonar kraftaverki að halda ef þær ætla að bjarga sér frá falli úr þessu og það eru ekki beinlínis léttir leikir framundan, en þær eiga næst leik gegn Haukum á sunnudaginn. Er kominn einhver skjálfti í hópinn þegar fall virðist blasa við? „Enginn skjálfti. Það er bara einn leikur í einu og þessar stelpur eru góðar andlega og mér finnst engin hræðsla vera í þeim þannig lagað séð. Við þurfum bara að vera með sama viðhorf í leikjum sem við eigum að vinna.“ Blaðamannastúkan í kvöld var staðsett við hlið bekkjarins hjá ÍR og það vakti athygli blaðamanns að leikmenn ÍR virtustu oft vera hreinlega uppgefnar þegar þær skiptu útaf. Var það varnarleikur Grindvíkinga sem dró svona af þeim eða var eitthvað annað í gangi? „Við náttúrulega misstum manneskju úr róterinu hjá okkur svo að það voru færri leikmenn og um leið og ein er dottin þá munar um það. En við vorum líka að spila hraðan bolta og skipta hraðar í vörninni en vanalega og það tekur á.“ Sigurbjörg var dugleg að láta dómarana heyra það í kvöld og fékk á einum tímapunkti aðvörun þó svo að hún hafi sloppið við tæknivillu. Fannst henni halla á sitt lið í kvöld? „Ekki mikið en það var alveg stundum sem mér fannst dómgæslan svolítið mismunandi eftir því hver var næst, hvort það var dæmt á hlutina eða ekki. Mér fannst bara vanta jafnari línu.“ Subway-deild kvenna ÍR UMF Grindavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Grindvíkingar létu ÍR-inga hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld með stífum og áköfum varnarleik nánast látlaust í 40 mínútur. „Þær gerðu það alveg klárlega en mér fannst við eiga góð „run“ og náðum þessu niður í sex stig á tímabili. En svo misstum við stundum hausinn þegar þær komu með áhlaup, það var eins og við hefðum ekki búist við því að þær myndu koma til baka sem maður vissi alltaf að þær myndu gera. Það var fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka.“ Það er kannski saga ÍR í vetur? Margt jákvætt sem má taka útúr flestum leikjum en það vantar þennan herslumun, að púsla góðu hlutunum saman í heilan góðan sigurleik? „Já, en mér fannst við samt loksins vera að tala almennilega saman í vörninni. Það er búið að vera svolítið vandamál hjá okkur og vörnin þar af leiðandi oft ekki búin að vera góð. En það komu lengri kaflar en oft áður í kvöld þar sem vörnin okkar gekk upp og við töluðum saman og mér finnst það frábært.“ ÍR-ingar þurfa sennilega á einhverskonar kraftaverki að halda ef þær ætla að bjarga sér frá falli úr þessu og það eru ekki beinlínis léttir leikir framundan, en þær eiga næst leik gegn Haukum á sunnudaginn. Er kominn einhver skjálfti í hópinn þegar fall virðist blasa við? „Enginn skjálfti. Það er bara einn leikur í einu og þessar stelpur eru góðar andlega og mér finnst engin hræðsla vera í þeim þannig lagað séð. Við þurfum bara að vera með sama viðhorf í leikjum sem við eigum að vinna.“ Blaðamannastúkan í kvöld var staðsett við hlið bekkjarins hjá ÍR og það vakti athygli blaðamanns að leikmenn ÍR virtustu oft vera hreinlega uppgefnar þegar þær skiptu útaf. Var það varnarleikur Grindvíkinga sem dró svona af þeim eða var eitthvað annað í gangi? „Við náttúrulega misstum manneskju úr róterinu hjá okkur svo að það voru færri leikmenn og um leið og ein er dottin þá munar um það. En við vorum líka að spila hraðan bolta og skipta hraðar í vörninni en vanalega og það tekur á.“ Sigurbjörg var dugleg að láta dómarana heyra það í kvöld og fékk á einum tímapunkti aðvörun þó svo að hún hafi sloppið við tæknivillu. Fannst henni halla á sitt lið í kvöld? „Ekki mikið en það var alveg stundum sem mér fannst dómgæslan svolítið mismunandi eftir því hver var næst, hvort það var dæmt á hlutina eða ekki. Mér fannst bara vanta jafnari línu.“
Subway-deild kvenna ÍR UMF Grindavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti