Sigurbjörg: „Fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. febrúar 2023 20:49 Sigurbjörg Sigurðardóttir er þjálfari ÍR. Vísir/Bára Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir, þjálfari ÍR, var nokkuð upplitsdjörf þrátt fyrir enn eitt tapið en hennar konur töpuðu gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í nokkuð ójöfnum leik þar sem lokatölurnar urðu 77-62. Grindvíkingar létu ÍR-inga hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld með stífum og áköfum varnarleik nánast látlaust í 40 mínútur. „Þær gerðu það alveg klárlega en mér fannst við eiga góð „run“ og náðum þessu niður í sex stig á tímabili. En svo misstum við stundum hausinn þegar þær komu með áhlaup, það var eins og við hefðum ekki búist við því að þær myndu koma til baka sem maður vissi alltaf að þær myndu gera. Það var fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka.“ Það er kannski saga ÍR í vetur? Margt jákvætt sem má taka útúr flestum leikjum en það vantar þennan herslumun, að púsla góðu hlutunum saman í heilan góðan sigurleik? „Já, en mér fannst við samt loksins vera að tala almennilega saman í vörninni. Það er búið að vera svolítið vandamál hjá okkur og vörnin þar af leiðandi oft ekki búin að vera góð. En það komu lengri kaflar en oft áður í kvöld þar sem vörnin okkar gekk upp og við töluðum saman og mér finnst það frábært.“ ÍR-ingar þurfa sennilega á einhverskonar kraftaverki að halda ef þær ætla að bjarga sér frá falli úr þessu og það eru ekki beinlínis léttir leikir framundan, en þær eiga næst leik gegn Haukum á sunnudaginn. Er kominn einhver skjálfti í hópinn þegar fall virðist blasa við? „Enginn skjálfti. Það er bara einn leikur í einu og þessar stelpur eru góðar andlega og mér finnst engin hræðsla vera í þeim þannig lagað séð. Við þurfum bara að vera með sama viðhorf í leikjum sem við eigum að vinna.“ Blaðamannastúkan í kvöld var staðsett við hlið bekkjarins hjá ÍR og það vakti athygli blaðamanns að leikmenn ÍR virtustu oft vera hreinlega uppgefnar þegar þær skiptu útaf. Var það varnarleikur Grindvíkinga sem dró svona af þeim eða var eitthvað annað í gangi? „Við náttúrulega misstum manneskju úr róterinu hjá okkur svo að það voru færri leikmenn og um leið og ein er dottin þá munar um það. En við vorum líka að spila hraðan bolta og skipta hraðar í vörninni en vanalega og það tekur á.“ Sigurbjörg var dugleg að láta dómarana heyra það í kvöld og fékk á einum tímapunkti aðvörun þó svo að hún hafi sloppið við tæknivillu. Fannst henni halla á sitt lið í kvöld? „Ekki mikið en það var alveg stundum sem mér fannst dómgæslan svolítið mismunandi eftir því hver var næst, hvort það var dæmt á hlutina eða ekki. Mér fannst bara vanta jafnari línu.“ Subway-deild kvenna ÍR UMF Grindavík Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Grindvíkingar létu ÍR-inga hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld með stífum og áköfum varnarleik nánast látlaust í 40 mínútur. „Þær gerðu það alveg klárlega en mér fannst við eiga góð „run“ og náðum þessu niður í sex stig á tímabili. En svo misstum við stundum hausinn þegar þær komu með áhlaup, það var eins og við hefðum ekki búist við því að þær myndu koma til baka sem maður vissi alltaf að þær myndu gera. Það var fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka.“ Það er kannski saga ÍR í vetur? Margt jákvætt sem má taka útúr flestum leikjum en það vantar þennan herslumun, að púsla góðu hlutunum saman í heilan góðan sigurleik? „Já, en mér fannst við samt loksins vera að tala almennilega saman í vörninni. Það er búið að vera svolítið vandamál hjá okkur og vörnin þar af leiðandi oft ekki búin að vera góð. En það komu lengri kaflar en oft áður í kvöld þar sem vörnin okkar gekk upp og við töluðum saman og mér finnst það frábært.“ ÍR-ingar þurfa sennilega á einhverskonar kraftaverki að halda ef þær ætla að bjarga sér frá falli úr þessu og það eru ekki beinlínis léttir leikir framundan, en þær eiga næst leik gegn Haukum á sunnudaginn. Er kominn einhver skjálfti í hópinn þegar fall virðist blasa við? „Enginn skjálfti. Það er bara einn leikur í einu og þessar stelpur eru góðar andlega og mér finnst engin hræðsla vera í þeim þannig lagað séð. Við þurfum bara að vera með sama viðhorf í leikjum sem við eigum að vinna.“ Blaðamannastúkan í kvöld var staðsett við hlið bekkjarins hjá ÍR og það vakti athygli blaðamanns að leikmenn ÍR virtustu oft vera hreinlega uppgefnar þegar þær skiptu útaf. Var það varnarleikur Grindvíkinga sem dró svona af þeim eða var eitthvað annað í gangi? „Við náttúrulega misstum manneskju úr róterinu hjá okkur svo að það voru færri leikmenn og um leið og ein er dottin þá munar um það. En við vorum líka að spila hraðan bolta og skipta hraðar í vörninni en vanalega og það tekur á.“ Sigurbjörg var dugleg að láta dómarana heyra það í kvöld og fékk á einum tímapunkti aðvörun þó svo að hún hafi sloppið við tæknivillu. Fannst henni halla á sitt lið í kvöld? „Ekki mikið en það var alveg stundum sem mér fannst dómgæslan svolítið mismunandi eftir því hver var næst, hvort það var dæmt á hlutina eða ekki. Mér fannst bara vanta jafnari línu.“
Subway-deild kvenna ÍR UMF Grindavík Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira