Loka Laugargerðisskóla: Kostnaður við hvert barn tæpar ellefu milljónir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 15:11 Laugargerðisskóla verður lokað í lok þessa skólaárs. Laugagerðisskóli Ákvörðun hefur verið tekin um að loka Laugargerðisskóla, sveitaskóla í miðjum Hnappadal á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á fundi sveitastjórnar Eyja-og Miklaholtshrepps síðastliðinn mánudag, var ákveðið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita grunn- og leikskólaþjónustu fyrir hreppinn á næsta skólaári. Kostnaður við hvert barn í skólanum eru tæpar ellefu milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samþykki Stykkishólmur þetta mun það þýða að skólastarfi í Laugargerðisskóla verður endanlega slitið í lok skólaársins 2022-2023. Sigurbjörg Ottosen, oddviti, segir í samtali við Skessuhorn að ákvörðunin sé erfið en mjög ígrunduð. „Rekstur skólans hefur verið þungur síðustu ár og sér sveitarstjórn enga leið til að skera meira niður í skólastarfinu án þess að það komi verulega niður á þjónustu við nemendur,“ segir Sigurbjörg. Brúttókostnaður við hvern nemanda meira en tíu milljónir Alls stunda fimmtán börn nám við Laugargerðisskóla í 1. – 9.bekk. Átta starfsmenn starfa við skólann að meðtöldum skólastjóra, kennurum, ræstitækni og matráði og fleirum. Rekstur skólans hefur verið mjög þungur síðustu ár. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér yfirlit yfir rekstrarkostnað síðastliðið haust. Þar kemur fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Laugargerðisskóla árið 2021 var 10,6 milljónir króna.Í frétt Skessuhorns er tekið fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Grunnskóla Stykkishólms fyrir árið 2021 var 2,5 milljónir. Ákveðið hefur verið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum úr Eyja- og Miklaholtshrepp grunn- og leikskólaþjónustu.Vísir/Jóhann K Óljóst hvað verður um húsnæðið Húsnæði skólans er komið til ára sinna og fyrir liggur að ráðast þurfi í talsverðar framkvæmdir og viðhald. Rakavandamál hafa orsakað slæm loftgæði í skólahúsinu og einkenna vegna myglu orðið vart hjá bæði starfsfólki og nemendum. „Við erum nú þegar á undanþágu frá Vinnueftirlitinu með stórar athugasemdir varðandi húsnæðið sem ógjörningur er fyrir okkur að fara í eins og staðan er núna,“ segir Sigurbjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir of snemmt að segja til um hvert framhaldið verði varðandi húsnæðið. Enginn byggingarfulltrúi er í sveitarfélaginu svo kostnaðarmat um viðhald liggur ekki fyrir. Þá segir hún að það sé vissulega blóðtaka að loka einum stærsta vinnustað sveitarfélagsins og það sé ekki gert nema að vel ígrunduðu máli. Stöð 2 fjallaði um Laugargerðisskóla og samfélagið í Hnappadal í þættinum Um land allt fyrir tíu árum. Þáttinn má sjá hér: Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samþykki Stykkishólmur þetta mun það þýða að skólastarfi í Laugargerðisskóla verður endanlega slitið í lok skólaársins 2022-2023. Sigurbjörg Ottosen, oddviti, segir í samtali við Skessuhorn að ákvörðunin sé erfið en mjög ígrunduð. „Rekstur skólans hefur verið þungur síðustu ár og sér sveitarstjórn enga leið til að skera meira niður í skólastarfinu án þess að það komi verulega niður á þjónustu við nemendur,“ segir Sigurbjörg. Brúttókostnaður við hvern nemanda meira en tíu milljónir Alls stunda fimmtán börn nám við Laugargerðisskóla í 1. – 9.bekk. Átta starfsmenn starfa við skólann að meðtöldum skólastjóra, kennurum, ræstitækni og matráði og fleirum. Rekstur skólans hefur verið mjög þungur síðustu ár. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér yfirlit yfir rekstrarkostnað síðastliðið haust. Þar kemur fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Laugargerðisskóla árið 2021 var 10,6 milljónir króna.Í frétt Skessuhorns er tekið fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Grunnskóla Stykkishólms fyrir árið 2021 var 2,5 milljónir. Ákveðið hefur verið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum úr Eyja- og Miklaholtshrepp grunn- og leikskólaþjónustu.Vísir/Jóhann K Óljóst hvað verður um húsnæðið Húsnæði skólans er komið til ára sinna og fyrir liggur að ráðast þurfi í talsverðar framkvæmdir og viðhald. Rakavandamál hafa orsakað slæm loftgæði í skólahúsinu og einkenna vegna myglu orðið vart hjá bæði starfsfólki og nemendum. „Við erum nú þegar á undanþágu frá Vinnueftirlitinu með stórar athugasemdir varðandi húsnæðið sem ógjörningur er fyrir okkur að fara í eins og staðan er núna,“ segir Sigurbjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir of snemmt að segja til um hvert framhaldið verði varðandi húsnæðið. Enginn byggingarfulltrúi er í sveitarfélaginu svo kostnaðarmat um viðhald liggur ekki fyrir. Þá segir hún að það sé vissulega blóðtaka að loka einum stærsta vinnustað sveitarfélagsins og það sé ekki gert nema að vel ígrunduðu máli. Stöð 2 fjallaði um Laugargerðisskóla og samfélagið í Hnappadal í þættinum Um land allt fyrir tíu árum. Þáttinn má sjá hér:
Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira