Loka Laugargerðisskóla: Kostnaður við hvert barn tæpar ellefu milljónir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 15:11 Laugargerðisskóla verður lokað í lok þessa skólaárs. Laugagerðisskóli Ákvörðun hefur verið tekin um að loka Laugargerðisskóla, sveitaskóla í miðjum Hnappadal á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á fundi sveitastjórnar Eyja-og Miklaholtshrepps síðastliðinn mánudag, var ákveðið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita grunn- og leikskólaþjónustu fyrir hreppinn á næsta skólaári. Kostnaður við hvert barn í skólanum eru tæpar ellefu milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samþykki Stykkishólmur þetta mun það þýða að skólastarfi í Laugargerðisskóla verður endanlega slitið í lok skólaársins 2022-2023. Sigurbjörg Ottosen, oddviti, segir í samtali við Skessuhorn að ákvörðunin sé erfið en mjög ígrunduð. „Rekstur skólans hefur verið þungur síðustu ár og sér sveitarstjórn enga leið til að skera meira niður í skólastarfinu án þess að það komi verulega niður á þjónustu við nemendur,“ segir Sigurbjörg. Brúttókostnaður við hvern nemanda meira en tíu milljónir Alls stunda fimmtán börn nám við Laugargerðisskóla í 1. – 9.bekk. Átta starfsmenn starfa við skólann að meðtöldum skólastjóra, kennurum, ræstitækni og matráði og fleirum. Rekstur skólans hefur verið mjög þungur síðustu ár. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér yfirlit yfir rekstrarkostnað síðastliðið haust. Þar kemur fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Laugargerðisskóla árið 2021 var 10,6 milljónir króna.Í frétt Skessuhorns er tekið fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Grunnskóla Stykkishólms fyrir árið 2021 var 2,5 milljónir. Ákveðið hefur verið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum úr Eyja- og Miklaholtshrepp grunn- og leikskólaþjónustu.Vísir/Jóhann K Óljóst hvað verður um húsnæðið Húsnæði skólans er komið til ára sinna og fyrir liggur að ráðast þurfi í talsverðar framkvæmdir og viðhald. Rakavandamál hafa orsakað slæm loftgæði í skólahúsinu og einkenna vegna myglu orðið vart hjá bæði starfsfólki og nemendum. „Við erum nú þegar á undanþágu frá Vinnueftirlitinu með stórar athugasemdir varðandi húsnæðið sem ógjörningur er fyrir okkur að fara í eins og staðan er núna,“ segir Sigurbjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir of snemmt að segja til um hvert framhaldið verði varðandi húsnæðið. Enginn byggingarfulltrúi er í sveitarfélaginu svo kostnaðarmat um viðhald liggur ekki fyrir. Þá segir hún að það sé vissulega blóðtaka að loka einum stærsta vinnustað sveitarfélagsins og það sé ekki gert nema að vel ígrunduðu máli. Stöð 2 fjallaði um Laugargerðisskóla og samfélagið í Hnappadal í þættinum Um land allt fyrir tíu árum. Þáttinn má sjá hér: Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samþykki Stykkishólmur þetta mun það þýða að skólastarfi í Laugargerðisskóla verður endanlega slitið í lok skólaársins 2022-2023. Sigurbjörg Ottosen, oddviti, segir í samtali við Skessuhorn að ákvörðunin sé erfið en mjög ígrunduð. „Rekstur skólans hefur verið þungur síðustu ár og sér sveitarstjórn enga leið til að skera meira niður í skólastarfinu án þess að það komi verulega niður á þjónustu við nemendur,“ segir Sigurbjörg. Brúttókostnaður við hvern nemanda meira en tíu milljónir Alls stunda fimmtán börn nám við Laugargerðisskóla í 1. – 9.bekk. Átta starfsmenn starfa við skólann að meðtöldum skólastjóra, kennurum, ræstitækni og matráði og fleirum. Rekstur skólans hefur verið mjög þungur síðustu ár. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér yfirlit yfir rekstrarkostnað síðastliðið haust. Þar kemur fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Laugargerðisskóla árið 2021 var 10,6 milljónir króna.Í frétt Skessuhorns er tekið fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Grunnskóla Stykkishólms fyrir árið 2021 var 2,5 milljónir. Ákveðið hefur verið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum úr Eyja- og Miklaholtshrepp grunn- og leikskólaþjónustu.Vísir/Jóhann K Óljóst hvað verður um húsnæðið Húsnæði skólans er komið til ára sinna og fyrir liggur að ráðast þurfi í talsverðar framkvæmdir og viðhald. Rakavandamál hafa orsakað slæm loftgæði í skólahúsinu og einkenna vegna myglu orðið vart hjá bæði starfsfólki og nemendum. „Við erum nú þegar á undanþágu frá Vinnueftirlitinu með stórar athugasemdir varðandi húsnæðið sem ógjörningur er fyrir okkur að fara í eins og staðan er núna,“ segir Sigurbjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir of snemmt að segja til um hvert framhaldið verði varðandi húsnæðið. Enginn byggingarfulltrúi er í sveitarfélaginu svo kostnaðarmat um viðhald liggur ekki fyrir. Þá segir hún að það sé vissulega blóðtaka að loka einum stærsta vinnustað sveitarfélagsins og það sé ekki gert nema að vel ígrunduðu máli. Stöð 2 fjallaði um Laugargerðisskóla og samfélagið í Hnappadal í þættinum Um land allt fyrir tíu árum. Þáttinn má sjá hér:
Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira