Orðið er frjálst Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. febrúar 2023 08:57 Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. Ég er eiginlega meðhjálpari – en líka ritskoðari, í þeim skilningi að ég skoða texta og sting upp á úrbótum þar sem mér sýnist mega betur fara. Vantar ekki eitthvað hér? Þarf þetta að vera svona langt? Það er y í þessu orði. Ættirðu að prófa að hafa hana frekar í rauðri kápu? Hét þessi ekki Angantýr á bls. 13 ... ? Eitthvað svona. Skemmtileg vinna, eins og fólk getur ímyndað sér, og maður hefur unnið með alls konar höfundum úr öllum áttum. Þó að ég hafi mínar skoðanir á pólitík þá myndi aldrei hvarfla að mér að eiga við texta út frá slíkum sjónarmiðum, og hvað þá velta fyrir mér pólitískum skoðunum höfundar utan bókarinnar. Höfundur hefur alltaf síðasta orðið. Hann hefur orðið. Hann er, eins og Sjón sagði um sjálfan sig í í kringum verðlaunaveitinguna á dögunum (Og til hamingju Sjón!) „maðurinn með orðin.“ Skáldskapurinn er sérstakt svæði gert úr orðum þar sem mannlegu hugviti er beitt til að skoða mannlega reynslu, mannlega hegðun og mannleg samskipti, kenndir og hugmyndir mannanna. Skáldskapurinn er rannsóknarstofa vitundarinnar, tilraunasvæði og má nærri geta hvort þar sé ekki oft farið nærri ýmsum mörkum. Þó að höfundur kunni að vera haldinn hæpnum hugmyndum um æskilega skipan hlutanna þá er það nú svo að sé þetta alvöru höfundur þá gilda þær hugmyndir einfaldlega ekki lengur þegar inn á svæði skáldskaparins er komið. Hamsun var nasisti og Halldór Laxness varði ógnarstjórn kommúnismans. Samt gerðu þessir menn bækur sem veita okkur dýrmæta innsýn í sálarlíf og samfélag mannanna. Salka Valka stóðst ekki marxískar hugmyndir og Sjálfstætt fólk var ekki birtingarmynd þeirra lenínísku landbúnaðarhugsjóna sem lagt var upp með. Þegar skáldin komast í stuð við að skálda þá vaknar hjá þeim innsæi í manneskjurnar og þau geta skynjað og lýst ýmsu sem ella væri þeim lokuð bók. Þetta hef ég oft og iðulega séð og reynt jafnvel sjálfur. Skáldin geta lýst alls konar reynslu og skoðunum af sannfæringu og innlifun sem er fjarri þeim sjálfum. Sigríður Hagalín er ekki Eyjólfur Úlfsson sagnfræðingur – því fer raunar víðs fjarri – en hún er hins vegar stödd inni í þeim fugli á meðan hún skapar hann úr orðum og hann er ljóslifandi fyrir mér á meðan ég les þau orð, ég þekki kauða. Þetta er galdur skáldskaparins. Sum hafa gert lítið úr hreinsunarstarfi í verkum Roalds Dahl með því að benda á að Grimms-ævintýri hafi tekið breytingum í aldanna rás. Þá gleymist að ævintýri Dahls eru höfundarverk en ævintýrin kennd við Grimm-bræður skráð úr munnlegri geymd og hafa mótast í sameiginlegum meðförum allra þeirra sem hafa sagt börnum ævintýri fyrir háttinn; engin ein rétt gerð til af Rauðhettusögunni. Ég held sjálfur að þetta sé stórhættuleg þróun og endi aðeins í bókabrennum. Ég held líka að sú hugmynd að höfundar skuli vera vammlausir í lífi og verkum og á alfaraslóð í prívatskoðunum muni enda í allsherjar og risastórri ritstíflu. Sérhver bók er sérheimur. Við eigum ekki að eyða heimum sem skapaðir eru af mannlegu hugviti. Við eigum að njóta þeirra, skoða þá, fræðast af þeim. Og ef okkur líka þeir ekki eigum við að smíða aðra og betri. Orðið er frjálst. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Bókmenntir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. Ég er eiginlega meðhjálpari – en líka ritskoðari, í þeim skilningi að ég skoða texta og sting upp á úrbótum þar sem mér sýnist mega betur fara. Vantar ekki eitthvað hér? Þarf þetta að vera svona langt? Það er y í þessu orði. Ættirðu að prófa að hafa hana frekar í rauðri kápu? Hét þessi ekki Angantýr á bls. 13 ... ? Eitthvað svona. Skemmtileg vinna, eins og fólk getur ímyndað sér, og maður hefur unnið með alls konar höfundum úr öllum áttum. Þó að ég hafi mínar skoðanir á pólitík þá myndi aldrei hvarfla að mér að eiga við texta út frá slíkum sjónarmiðum, og hvað þá velta fyrir mér pólitískum skoðunum höfundar utan bókarinnar. Höfundur hefur alltaf síðasta orðið. Hann hefur orðið. Hann er, eins og Sjón sagði um sjálfan sig í í kringum verðlaunaveitinguna á dögunum (Og til hamingju Sjón!) „maðurinn með orðin.“ Skáldskapurinn er sérstakt svæði gert úr orðum þar sem mannlegu hugviti er beitt til að skoða mannlega reynslu, mannlega hegðun og mannleg samskipti, kenndir og hugmyndir mannanna. Skáldskapurinn er rannsóknarstofa vitundarinnar, tilraunasvæði og má nærri geta hvort þar sé ekki oft farið nærri ýmsum mörkum. Þó að höfundur kunni að vera haldinn hæpnum hugmyndum um æskilega skipan hlutanna þá er það nú svo að sé þetta alvöru höfundur þá gilda þær hugmyndir einfaldlega ekki lengur þegar inn á svæði skáldskaparins er komið. Hamsun var nasisti og Halldór Laxness varði ógnarstjórn kommúnismans. Samt gerðu þessir menn bækur sem veita okkur dýrmæta innsýn í sálarlíf og samfélag mannanna. Salka Valka stóðst ekki marxískar hugmyndir og Sjálfstætt fólk var ekki birtingarmynd þeirra lenínísku landbúnaðarhugsjóna sem lagt var upp með. Þegar skáldin komast í stuð við að skálda þá vaknar hjá þeim innsæi í manneskjurnar og þau geta skynjað og lýst ýmsu sem ella væri þeim lokuð bók. Þetta hef ég oft og iðulega séð og reynt jafnvel sjálfur. Skáldin geta lýst alls konar reynslu og skoðunum af sannfæringu og innlifun sem er fjarri þeim sjálfum. Sigríður Hagalín er ekki Eyjólfur Úlfsson sagnfræðingur – því fer raunar víðs fjarri – en hún er hins vegar stödd inni í þeim fugli á meðan hún skapar hann úr orðum og hann er ljóslifandi fyrir mér á meðan ég les þau orð, ég þekki kauða. Þetta er galdur skáldskaparins. Sum hafa gert lítið úr hreinsunarstarfi í verkum Roalds Dahl með því að benda á að Grimms-ævintýri hafi tekið breytingum í aldanna rás. Þá gleymist að ævintýri Dahls eru höfundarverk en ævintýrin kennd við Grimm-bræður skráð úr munnlegri geymd og hafa mótast í sameiginlegum meðförum allra þeirra sem hafa sagt börnum ævintýri fyrir háttinn; engin ein rétt gerð til af Rauðhettusögunni. Ég held sjálfur að þetta sé stórhættuleg þróun og endi aðeins í bókabrennum. Ég held líka að sú hugmynd að höfundar skuli vera vammlausir í lífi og verkum og á alfaraslóð í prívatskoðunum muni enda í allsherjar og risastórri ritstíflu. Sérhver bók er sérheimur. Við eigum ekki að eyða heimum sem skapaðir eru af mannlegu hugviti. Við eigum að njóta þeirra, skoða þá, fræðast af þeim. Og ef okkur líka þeir ekki eigum við að smíða aðra og betri. Orðið er frjálst. Höfundur er rithöfundur.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun