Orðið er frjálst Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. febrúar 2023 08:57 Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. Ég er eiginlega meðhjálpari – en líka ritskoðari, í þeim skilningi að ég skoða texta og sting upp á úrbótum þar sem mér sýnist mega betur fara. Vantar ekki eitthvað hér? Þarf þetta að vera svona langt? Það er y í þessu orði. Ættirðu að prófa að hafa hana frekar í rauðri kápu? Hét þessi ekki Angantýr á bls. 13 ... ? Eitthvað svona. Skemmtileg vinna, eins og fólk getur ímyndað sér, og maður hefur unnið með alls konar höfundum úr öllum áttum. Þó að ég hafi mínar skoðanir á pólitík þá myndi aldrei hvarfla að mér að eiga við texta út frá slíkum sjónarmiðum, og hvað þá velta fyrir mér pólitískum skoðunum höfundar utan bókarinnar. Höfundur hefur alltaf síðasta orðið. Hann hefur orðið. Hann er, eins og Sjón sagði um sjálfan sig í í kringum verðlaunaveitinguna á dögunum (Og til hamingju Sjón!) „maðurinn með orðin.“ Skáldskapurinn er sérstakt svæði gert úr orðum þar sem mannlegu hugviti er beitt til að skoða mannlega reynslu, mannlega hegðun og mannleg samskipti, kenndir og hugmyndir mannanna. Skáldskapurinn er rannsóknarstofa vitundarinnar, tilraunasvæði og má nærri geta hvort þar sé ekki oft farið nærri ýmsum mörkum. Þó að höfundur kunni að vera haldinn hæpnum hugmyndum um æskilega skipan hlutanna þá er það nú svo að sé þetta alvöru höfundur þá gilda þær hugmyndir einfaldlega ekki lengur þegar inn á svæði skáldskaparins er komið. Hamsun var nasisti og Halldór Laxness varði ógnarstjórn kommúnismans. Samt gerðu þessir menn bækur sem veita okkur dýrmæta innsýn í sálarlíf og samfélag mannanna. Salka Valka stóðst ekki marxískar hugmyndir og Sjálfstætt fólk var ekki birtingarmynd þeirra lenínísku landbúnaðarhugsjóna sem lagt var upp með. Þegar skáldin komast í stuð við að skálda þá vaknar hjá þeim innsæi í manneskjurnar og þau geta skynjað og lýst ýmsu sem ella væri þeim lokuð bók. Þetta hef ég oft og iðulega séð og reynt jafnvel sjálfur. Skáldin geta lýst alls konar reynslu og skoðunum af sannfæringu og innlifun sem er fjarri þeim sjálfum. Sigríður Hagalín er ekki Eyjólfur Úlfsson sagnfræðingur – því fer raunar víðs fjarri – en hún er hins vegar stödd inni í þeim fugli á meðan hún skapar hann úr orðum og hann er ljóslifandi fyrir mér á meðan ég les þau orð, ég þekki kauða. Þetta er galdur skáldskaparins. Sum hafa gert lítið úr hreinsunarstarfi í verkum Roalds Dahl með því að benda á að Grimms-ævintýri hafi tekið breytingum í aldanna rás. Þá gleymist að ævintýri Dahls eru höfundarverk en ævintýrin kennd við Grimm-bræður skráð úr munnlegri geymd og hafa mótast í sameiginlegum meðförum allra þeirra sem hafa sagt börnum ævintýri fyrir háttinn; engin ein rétt gerð til af Rauðhettusögunni. Ég held sjálfur að þetta sé stórhættuleg þróun og endi aðeins í bókabrennum. Ég held líka að sú hugmynd að höfundar skuli vera vammlausir í lífi og verkum og á alfaraslóð í prívatskoðunum muni enda í allsherjar og risastórri ritstíflu. Sérhver bók er sérheimur. Við eigum ekki að eyða heimum sem skapaðir eru af mannlegu hugviti. Við eigum að njóta þeirra, skoða þá, fræðast af þeim. Og ef okkur líka þeir ekki eigum við að smíða aðra og betri. Orðið er frjálst. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Bókmenntir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. Ég er eiginlega meðhjálpari – en líka ritskoðari, í þeim skilningi að ég skoða texta og sting upp á úrbótum þar sem mér sýnist mega betur fara. Vantar ekki eitthvað hér? Þarf þetta að vera svona langt? Það er y í þessu orði. Ættirðu að prófa að hafa hana frekar í rauðri kápu? Hét þessi ekki Angantýr á bls. 13 ... ? Eitthvað svona. Skemmtileg vinna, eins og fólk getur ímyndað sér, og maður hefur unnið með alls konar höfundum úr öllum áttum. Þó að ég hafi mínar skoðanir á pólitík þá myndi aldrei hvarfla að mér að eiga við texta út frá slíkum sjónarmiðum, og hvað þá velta fyrir mér pólitískum skoðunum höfundar utan bókarinnar. Höfundur hefur alltaf síðasta orðið. Hann hefur orðið. Hann er, eins og Sjón sagði um sjálfan sig í í kringum verðlaunaveitinguna á dögunum (Og til hamingju Sjón!) „maðurinn með orðin.“ Skáldskapurinn er sérstakt svæði gert úr orðum þar sem mannlegu hugviti er beitt til að skoða mannlega reynslu, mannlega hegðun og mannleg samskipti, kenndir og hugmyndir mannanna. Skáldskapurinn er rannsóknarstofa vitundarinnar, tilraunasvæði og má nærri geta hvort þar sé ekki oft farið nærri ýmsum mörkum. Þó að höfundur kunni að vera haldinn hæpnum hugmyndum um æskilega skipan hlutanna þá er það nú svo að sé þetta alvöru höfundur þá gilda þær hugmyndir einfaldlega ekki lengur þegar inn á svæði skáldskaparins er komið. Hamsun var nasisti og Halldór Laxness varði ógnarstjórn kommúnismans. Samt gerðu þessir menn bækur sem veita okkur dýrmæta innsýn í sálarlíf og samfélag mannanna. Salka Valka stóðst ekki marxískar hugmyndir og Sjálfstætt fólk var ekki birtingarmynd þeirra lenínísku landbúnaðarhugsjóna sem lagt var upp með. Þegar skáldin komast í stuð við að skálda þá vaknar hjá þeim innsæi í manneskjurnar og þau geta skynjað og lýst ýmsu sem ella væri þeim lokuð bók. Þetta hef ég oft og iðulega séð og reynt jafnvel sjálfur. Skáldin geta lýst alls konar reynslu og skoðunum af sannfæringu og innlifun sem er fjarri þeim sjálfum. Sigríður Hagalín er ekki Eyjólfur Úlfsson sagnfræðingur – því fer raunar víðs fjarri – en hún er hins vegar stödd inni í þeim fugli á meðan hún skapar hann úr orðum og hann er ljóslifandi fyrir mér á meðan ég les þau orð, ég þekki kauða. Þetta er galdur skáldskaparins. Sum hafa gert lítið úr hreinsunarstarfi í verkum Roalds Dahl með því að benda á að Grimms-ævintýri hafi tekið breytingum í aldanna rás. Þá gleymist að ævintýri Dahls eru höfundarverk en ævintýrin kennd við Grimm-bræður skráð úr munnlegri geymd og hafa mótast í sameiginlegum meðförum allra þeirra sem hafa sagt börnum ævintýri fyrir háttinn; engin ein rétt gerð til af Rauðhettusögunni. Ég held sjálfur að þetta sé stórhættuleg þróun og endi aðeins í bókabrennum. Ég held líka að sú hugmynd að höfundar skuli vera vammlausir í lífi og verkum og á alfaraslóð í prívatskoðunum muni enda í allsherjar og risastórri ritstíflu. Sérhver bók er sérheimur. Við eigum ekki að eyða heimum sem skapaðir eru af mannlegu hugviti. Við eigum að njóta þeirra, skoða þá, fræðast af þeim. Og ef okkur líka þeir ekki eigum við að smíða aðra og betri. Orðið er frjálst. Höfundur er rithöfundur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun