Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2023 09:30 Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs og einn eigenda Sólartúns. Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is, stefndi ritstjóra Mannlífs, Reyni Traustasyni, og útgáfufélagi miðilsins, Sólartúni ehf., fyrir fréttaskrif upp úr minningargreinum sem birtust í blaðinu. Krafðist Árvakur þess að fá greiddar 1,5 milljónir fyrir útgáfu- og birtingarrétt greinanna. Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður, fór einnig í mál við Reyni og Sólartún en minningargrein sem hann ritaði um bróður sinn birtist á vef Mannlífs. Í samtali við RÚV á síðasta ári sagðist Atli hafa verið að leita að nafni bróður síns á internetinu þegar hann rakst á greinina. „Sé þá mynd af honum við frétt á Mannlífi. Vefurinn hafði endurbirt minningargreinina í kringum heilan haug af auglýsingum,“ sagði Atli. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða. Morgunblaðið hefur sett fyrirvara á þær minningargreinar sem birtast í blaðinu að þær megi ekki birta í öðrum miðlum án samþykki höfunda og Morgunblaðsins. Dómsuppsaga í báðum þessum málum fór fram í héraðsdómi Reykjaness í morgun. Reyni og Sólartúni er gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir að endurbirta minningargreinar úr blaðinu. Reynir og Sólartún þurfa að greiða Atla Viðari 300 þúsund krónur fyrir endurbirtinguna á grein um bróður hans. Hvorki Reynir né Atli Viðar mættu við dómsuppsögu málsins, einungis lögmenn fyrir þeirra hönd. Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í úrskurð siðanefndar BÍ. Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is, stefndi ritstjóra Mannlífs, Reyni Traustasyni, og útgáfufélagi miðilsins, Sólartúni ehf., fyrir fréttaskrif upp úr minningargreinum sem birtust í blaðinu. Krafðist Árvakur þess að fá greiddar 1,5 milljónir fyrir útgáfu- og birtingarrétt greinanna. Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður, fór einnig í mál við Reyni og Sólartún en minningargrein sem hann ritaði um bróður sinn birtist á vef Mannlífs. Í samtali við RÚV á síðasta ári sagðist Atli hafa verið að leita að nafni bróður síns á internetinu þegar hann rakst á greinina. „Sé þá mynd af honum við frétt á Mannlífi. Vefurinn hafði endurbirt minningargreinina í kringum heilan haug af auglýsingum,“ sagði Atli. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða. Morgunblaðið hefur sett fyrirvara á þær minningargreinar sem birtast í blaðinu að þær megi ekki birta í öðrum miðlum án samþykki höfunda og Morgunblaðsins. Dómsuppsaga í báðum þessum málum fór fram í héraðsdómi Reykjaness í morgun. Reyni og Sólartúni er gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir að endurbirta minningargreinar úr blaðinu. Reynir og Sólartún þurfa að greiða Atla Viðari 300 þúsund krónur fyrir endurbirtinguna á grein um bróður hans. Hvorki Reynir né Atli Viðar mættu við dómsuppsögu málsins, einungis lögmenn fyrir þeirra hönd. Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í úrskurð siðanefndar BÍ.
Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira