Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2023 09:30 Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs og einn eigenda Sólartúns. Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is, stefndi ritstjóra Mannlífs, Reyni Traustasyni, og útgáfufélagi miðilsins, Sólartúni ehf., fyrir fréttaskrif upp úr minningargreinum sem birtust í blaðinu. Krafðist Árvakur þess að fá greiddar 1,5 milljónir fyrir útgáfu- og birtingarrétt greinanna. Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður, fór einnig í mál við Reyni og Sólartún en minningargrein sem hann ritaði um bróður sinn birtist á vef Mannlífs. Í samtali við RÚV á síðasta ári sagðist Atli hafa verið að leita að nafni bróður síns á internetinu þegar hann rakst á greinina. „Sé þá mynd af honum við frétt á Mannlífi. Vefurinn hafði endurbirt minningargreinina í kringum heilan haug af auglýsingum,“ sagði Atli. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða. Morgunblaðið hefur sett fyrirvara á þær minningargreinar sem birtast í blaðinu að þær megi ekki birta í öðrum miðlum án samþykki höfunda og Morgunblaðsins. Dómsuppsaga í báðum þessum málum fór fram í héraðsdómi Reykjaness í morgun. Reyni og Sólartúni er gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir að endurbirta minningargreinar úr blaðinu. Reynir og Sólartún þurfa að greiða Atla Viðari 300 þúsund krónur fyrir endurbirtinguna á grein um bróður hans. Hvorki Reynir né Atli Viðar mættu við dómsuppsögu málsins, einungis lögmenn fyrir þeirra hönd. Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í úrskurð siðanefndar BÍ. Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is, stefndi ritstjóra Mannlífs, Reyni Traustasyni, og útgáfufélagi miðilsins, Sólartúni ehf., fyrir fréttaskrif upp úr minningargreinum sem birtust í blaðinu. Krafðist Árvakur þess að fá greiddar 1,5 milljónir fyrir útgáfu- og birtingarrétt greinanna. Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður, fór einnig í mál við Reyni og Sólartún en minningargrein sem hann ritaði um bróður sinn birtist á vef Mannlífs. Í samtali við RÚV á síðasta ári sagðist Atli hafa verið að leita að nafni bróður síns á internetinu þegar hann rakst á greinina. „Sé þá mynd af honum við frétt á Mannlífi. Vefurinn hafði endurbirt minningargreinina í kringum heilan haug af auglýsingum,“ sagði Atli. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða. Morgunblaðið hefur sett fyrirvara á þær minningargreinar sem birtast í blaðinu að þær megi ekki birta í öðrum miðlum án samþykki höfunda og Morgunblaðsins. Dómsuppsaga í báðum þessum málum fór fram í héraðsdómi Reykjaness í morgun. Reyni og Sólartúni er gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir að endurbirta minningargreinar úr blaðinu. Reynir og Sólartún þurfa að greiða Atla Viðari 300 þúsund krónur fyrir endurbirtinguna á grein um bróður hans. Hvorki Reynir né Atli Viðar mættu við dómsuppsögu málsins, einungis lögmenn fyrir þeirra hönd. Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í úrskurð siðanefndar BÍ.
Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira