Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 23:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Verkfallsboðanir Eflingarfélaga voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt í gær og hefjast því 28. febrúar, verði ekki samið fyrir þann tíma. Þá fer nú fram atkvæðagreiðsla meðal tæplega tvö þúsund félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um tillögu um verkbann á starfsfólk Eflingar sem falla undir almennan kjarasamning við samtökin. Komi til þess hefst það 2. mars. Eykur á áhyggjur fjármálaráðherra Ríkisstjórnin fór á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun yfir hvaða áhrif slíkar aðgerðir hefðu. „Þessi tillaga eykur á áhyggjur mínar af því hvaða afleiðingar það getur haft þegar menn ná ekki saman um kaup og kjör. Það er bara alvarlegt mál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki skipta sér af deilunni með beinum hætti. „Þetta voru aðgerðir okkar í tengslum við kjarasamninga eins og ítrekað hefur komið fram. Við auðvitað fylgjumst grannt með stöðunni, en boltinn er hjá samningsaðilum. Það er þeirra skylda að ná samningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinnumarkaðsráðherra tekur undir það en segir ljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara íhéraðsdómi og landsrétti. „Ég held að það sé alveg kýrskýrt að við þurfum að taka vinnulöggjöfina, hvað miðlunartillögu varðar, til skoðunar. Einfaldlega vegna þess að niðurstaða Landsréttar er sú að það sé hægt að leggja hana fram, en það er öllu flóknara að koma henni til atkvæðagreiðslu. Þetta er bara vinna sem fer í gang núna í ráðuneytinu hjá mér,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Gott að fá úrskurð Hæstaréttar Guðmundur Ingi segir almennt séð að gott væri að geta fengið úrskurð æðsta dómsstigs í máli sem þessu, en úrskurði Landsréttar um miðlunartillöguna hefur ekki verið skotið til Hæstaréttar. Fjármálaráðherra er á sama máli. „Við virðumst ekki hafa vinnumarkaðslöggjöf sem gagnast við aðstæður eins og þessar, til þess að leiða fram niðurstöðu.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12 Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Verkfallsboðanir Eflingarfélaga voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt í gær og hefjast því 28. febrúar, verði ekki samið fyrir þann tíma. Þá fer nú fram atkvæðagreiðsla meðal tæplega tvö þúsund félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um tillögu um verkbann á starfsfólk Eflingar sem falla undir almennan kjarasamning við samtökin. Komi til þess hefst það 2. mars. Eykur á áhyggjur fjármálaráðherra Ríkisstjórnin fór á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun yfir hvaða áhrif slíkar aðgerðir hefðu. „Þessi tillaga eykur á áhyggjur mínar af því hvaða afleiðingar það getur haft þegar menn ná ekki saman um kaup og kjör. Það er bara alvarlegt mál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki skipta sér af deilunni með beinum hætti. „Þetta voru aðgerðir okkar í tengslum við kjarasamninga eins og ítrekað hefur komið fram. Við auðvitað fylgjumst grannt með stöðunni, en boltinn er hjá samningsaðilum. Það er þeirra skylda að ná samningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinnumarkaðsráðherra tekur undir það en segir ljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara íhéraðsdómi og landsrétti. „Ég held að það sé alveg kýrskýrt að við þurfum að taka vinnulöggjöfina, hvað miðlunartillögu varðar, til skoðunar. Einfaldlega vegna þess að niðurstaða Landsréttar er sú að það sé hægt að leggja hana fram, en það er öllu flóknara að koma henni til atkvæðagreiðslu. Þetta er bara vinna sem fer í gang núna í ráðuneytinu hjá mér,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Gott að fá úrskurð Hæstaréttar Guðmundur Ingi segir almennt séð að gott væri að geta fengið úrskurð æðsta dómsstigs í máli sem þessu, en úrskurði Landsréttar um miðlunartillöguna hefur ekki verið skotið til Hæstaréttar. Fjármálaráðherra er á sama máli. „Við virðumst ekki hafa vinnumarkaðslöggjöf sem gagnast við aðstæður eins og þessar, til þess að leiða fram niðurstöðu.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12 Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12
Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23