Aðalfundi félagsins fór fram 15. febrúar síðastliðinn en Ásdís Eir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu.
Í tilkynningu kemur fram að Adriana starfi í dag sem leiðtogi starfsmannaþjónustu hjá Rio Tinto á Íslandi (ISAL) og búi yfir víðtækri reynslu og þekkingu á sviði mannauðsmála. Hún er með MIB gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst.
„Adriana hóf fyrst störf tengd mannauðsmálum árið 1998. Síðan þá hefur hún starfað sem teymisstjóri miðlægar launavinnslu hjá Reykjavikurborg, sem sérfræðingur á mannauðssviði hjá Samskipum með áherslu á vinnurétt og árið 2016 hóf hún störf hjá ISAL og sinnir þar í dag fjölbreyttum verkefnum tengdum mannauðsmálum ásamt því að vera staðgengill framkvæmdastjórans.
Mannauður er félag mannauðsfólks á Íslandi sem telur rúmlega 750 félaga og fer fjölgandi. Markmið og hlutverk félagsins er að efla fagmennsku, vera framsækið og leiðandi á sviði mannauðsstjórnunar í þágu atvinnulífsins.“
Á aðalfundi félagsins var einnig kosin ný stjórn en auk Adriönu skipa stjórnina:
- Daníel Gunnarsson, mannauðssérfræðingur hjá Alvotech
- Gyða Kristjánsdóttir, mannauðsráðgjafi (HRBP) stoðsviða ISAVIA
- Helgi Héðinsson, mannauðsleiðtogi hjá Veitnum
- Hildur Elín Vignir, framkvæmdstjóri Iðan fræðslusetur
- Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðssérfræðingur hjá Lucinity