Óvænt endurkoma Tuchel til Parísar í kortunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 17:00 Thomas Tuchel stýrði PSG frá 2018 til 2020. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Thomas Tuchel gæti óvænt tekið við París Saint-Germain á nýjan leik en hann var rekinn frá liðinu í desember 2020. Núverandi þjálfari, Christophe Galtier, fær til 8. mars til að bjarga starfi sínu. Það er fátt öruggt í heimi fótboltans en þessa dagana er alltaf hægt að reikna með drama í París. Liðið er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar en féll úr leik í franska bikarnum á dögunum. Þá tapaði það 0-1 á heimavelli í fyrri leik einvígisins gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var það þriðja tap liðsins í röð, í öllum keppnum. Liðið virtist vera að tapa fjórða leiknum í röð en tókst að landa sigri á Lille með tveimur mörkum í blálokin. Í þeim leik mætti Luis Campos, íþróttastjóri félagsins, niður á hliðarlínuna. Það benti sterklega til þess að dagar Galtier væru taldir. Zinedine Zidane hefur verið nefndur sem líklegur eftirmaður en hann mun ekki taka við franska landsliðinu í bráð eins og hann vildi þar sem Didier Deschamps skrifaði nýverið undir nýjan samning. - Incredible scenes in Paris as the technical director Luis Campos has left the stands and is currently shouting to his own players from the sideline, with the manager behind him. pic.twitter.com/SOmSRvmNNK— (@TheEuropeanLad) February 19, 2023 Annar sem hefur verið nefndur til sögunnar sem arftaki Galtier er téður Tuchel en hinn 49 ára gamli Þjóðverji var rekinn á jóladag árið 2020. Hann hafði unnið frönsku úrvalsdeildina tvívegis sem þjálfari liðsins, franska deildarbikarinn og franska bikarinn ásamt því að koma liðinu alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eftir að hann var rekinn frá PSG tók hann við Chelsea og gerði liðið að Evrópumeisturum. Hann var svo rekinn þaðan fyrr á þessu tímabili. Talið er að Tuchel sé ekki æstur í að taka við PSG á nýjan leik eftir meðhöndlun félagsins á honum. Munurinn nú er sá að skipt hefur verið um íþróttastjóra. Tuchel og Leonardo, þáverandi íþróttastjóra félagsins, lenti saman fyrir þremur árum en í dag er Leonardo horfinn á braut og Campos tekinn við. PSG are linked with a SHOCK move for former boss Thomas Tuchel https://t.co/aFp4M0vIzP— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2023 Hvort Tuchel taki starfinu eða ekki virðist styttast í að PSG skipti um þjálfara enn á ný. Í raun má bóka að það gerist fari svo að Bayern slái liðið út úr Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira
Það er fátt öruggt í heimi fótboltans en þessa dagana er alltaf hægt að reikna með drama í París. Liðið er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar en féll úr leik í franska bikarnum á dögunum. Þá tapaði það 0-1 á heimavelli í fyrri leik einvígisins gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var það þriðja tap liðsins í röð, í öllum keppnum. Liðið virtist vera að tapa fjórða leiknum í röð en tókst að landa sigri á Lille með tveimur mörkum í blálokin. Í þeim leik mætti Luis Campos, íþróttastjóri félagsins, niður á hliðarlínuna. Það benti sterklega til þess að dagar Galtier væru taldir. Zinedine Zidane hefur verið nefndur sem líklegur eftirmaður en hann mun ekki taka við franska landsliðinu í bráð eins og hann vildi þar sem Didier Deschamps skrifaði nýverið undir nýjan samning. - Incredible scenes in Paris as the technical director Luis Campos has left the stands and is currently shouting to his own players from the sideline, with the manager behind him. pic.twitter.com/SOmSRvmNNK— (@TheEuropeanLad) February 19, 2023 Annar sem hefur verið nefndur til sögunnar sem arftaki Galtier er téður Tuchel en hinn 49 ára gamli Þjóðverji var rekinn á jóladag árið 2020. Hann hafði unnið frönsku úrvalsdeildina tvívegis sem þjálfari liðsins, franska deildarbikarinn og franska bikarinn ásamt því að koma liðinu alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eftir að hann var rekinn frá PSG tók hann við Chelsea og gerði liðið að Evrópumeisturum. Hann var svo rekinn þaðan fyrr á þessu tímabili. Talið er að Tuchel sé ekki æstur í að taka við PSG á nýjan leik eftir meðhöndlun félagsins á honum. Munurinn nú er sá að skipt hefur verið um íþróttastjóra. Tuchel og Leonardo, þáverandi íþróttastjóra félagsins, lenti saman fyrir þremur árum en í dag er Leonardo horfinn á braut og Campos tekinn við. PSG are linked with a SHOCK move for former boss Thomas Tuchel https://t.co/aFp4M0vIzP— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2023 Hvort Tuchel taki starfinu eða ekki virðist styttast í að PSG skipti um þjálfara enn á ný. Í raun má bóka að það gerist fari svo að Bayern slái liðið út úr Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira