Innherji

„Mikil tíðindi“ að útgjöld til rannsóknar og þróunarstarfs hafi aldrei verið meiri

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
„Hagsæld þjóða til lengri tíma helst í hendur við fjárfestingu í rannsóknum og þróun, með öðrum orðum í nýsköpun,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.
„Hagsæld þjóða til lengri tíma helst í hendur við fjárfestingu í rannsóknum og þróun, með öðrum orðum í nýsköpun,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.

Útgjöld til rannsókna og þróunarstarfs hafa ekki verið meiri frá því mælingar hófust árið 2014. „Þetta eru mikil tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Segja má að atvinnulífið hafi tekið rækilega við sér þegar auknir skattahvatar tóku gildi árið 2020. Uppskeran af aðgerðum stjórnvalda og drifkrafti í íslenskum iðnaði, ekki síst hugverkaiðnaði, eru að koma fram,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, í samtali við Innherja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×