„Langar að heiðra minningu Vilhjálms“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2023 07:32 Íslandsmethafinn Daníel Ingi Egilsson. Vísir/Arnar Stökkvarinn Daníel Ingi Egilsson sló tólf ára gamalt Íslandsmet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum um helgina, eftir langt hlé frá stökkinu. Hann setur markið hátt í framhaldinu og vill heiðra minningu goðsagnar. Daníel Ingi fór mikinn um helgina hvar hann var öflugur í bæði langstökki og þrístökki. Hann setti raunar Íslandsmet í þrístökkinu og bætti met Kristins Torfasonar frá 2011 um heila 22 sentímetra, þegar hann stökk 15,49 metra. „Þetta er náttúrulega bara búið að liggja í loftinu og hæstánægður að hafa loksins náð þessu. Stökk einu sinni utanhúss síðasta sumar yfir metið en það var náttúrulega utanhúss. Þá svona fóru hjólin að rúlla og maður áttaði sig á að maður gæti loksins verið að fara ná þessu meti. Þetta er búið að vera langur aðdragandi að þessu og mikið svekkelsi að þetta hafi tekið svona langan tíma en góðir hlutir gerast hægt og ég er mjög ánægður með þetta.“ „Mikið af tilfinningum að flæða inn eftir þetta, eftir alla þessa vinnu sem fór í að ná þessu meti. Allt í allt var ég himinlifandi með þetta.“ „Einhver smá spotti í þetta“ „Það er að ná metinu hans Jóns Arnars [Magnússonar]. Það er langt síðan það hefur verið einhver sérhæfður langstökkvari svo það er kominn tími á að slá metið hans Jóns Arnars. Það er 7,82 metrar inni en 8 metrar úti þannig að það er einhver smá spotti í þetta en maður hefur fulla trú á að þetta komi einn daginn,“ sagði Daníel Ingi um næstu markmið. Vill heiðra minningu Vilhjálms Daníel er nánast nýhafinn að stunda íþróttina á ný eftir sjö ára pásu en hann byrjaði aftur að stunda þrístökkið á ný árið 2021. Þar er heljarinnar met sem hefur staðið frá 1960 - Íslandsmet goðsagnarinnar Vilhjálms Einarssonar upp á 16,70 metra. „Það er náttúrulega alltaf markmið og alltaf draumur. Eins og ég hef fengið að heyra frá mörgum í kringum þá hefði Vilhjálmur Einarsson sjálfur viljað vera á lífi þegar metið væri slegið svo mig langar að heiðra minningu hans með því að slá þetta met þar sem ég veit að hann vill að þetta met falli.“ „Sé ekki eftir því að hafa komið aftur á völlinn“ „Ég var 16-17 ára og fékk nóg af þessu og vildi taka fótboltann fram yfir. Var all-in þar í sjö ár og svo fékk ég leið á því að vera í fótboltanum. Vissi að ég hefði bakgrunn í frjálsum, ákvað að hoppa aftur í það og sjá hvað myndi gerast. Sé ekki eftir því að hafa komið aftur á völlinn.“ „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Bara eitt og hálft ár sem ég er búinn að vera æfa frá því ég byrjaði aftur og í raun magnaðar fyrir mig að upplifa hvað maður á mikið inni og hvað maður er búinn að afreka á stuttum tíma.“ Neymar var átrúnaðargoð Daníels Inga á sínum tíma, á fleiri vegu en einn.Christian Liewig/Getty Images „Ég tek ekkert frá fótboltanum, alltaf gaman að leika sér í fótbolta en á svo sannarlega heima á hlaupabrautinni. Það er svo stórt og spennandi sumar framundan, Evrópubikar og Smáþjóðaleikar. Svo náttúrulega Meistaramótið utanhúss. Verður spennandi að sjá hvernig maður stendur sig í sumar. Flúrin yfir fimmtíu talsins Útlit Daníels hefur þá vakið athygli en hann er þakinn húðflúrum frá toppi til táar. „Ég er 17 ára þegar ég fékk sérstakt leyfi frá móður minni, hef ekki stoppað síðan. Ég reyni að setja mig á bremsuna svo ég missi mig ekki alveg í þessu. Bara áhugamál og tíska fyrir mér. Mun alveg halda áfram að skreyta mig, það er alveg ljóst,“ sagði Daníel Ingi og viðurkenndi að Brasilíumaðurinn Neymar hefði gefið honum fleiri en eina hugmynd að húðflúri. Klippa: Íslandsmethafinn Daníel Ingi: Langar að heiðra minningu hans Frjálsar íþróttir Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Daníel Ingi fór mikinn um helgina hvar hann var öflugur í bæði langstökki og þrístökki. Hann setti raunar Íslandsmet í þrístökkinu og bætti met Kristins Torfasonar frá 2011 um heila 22 sentímetra, þegar hann stökk 15,49 metra. „Þetta er náttúrulega bara búið að liggja í loftinu og hæstánægður að hafa loksins náð þessu. Stökk einu sinni utanhúss síðasta sumar yfir metið en það var náttúrulega utanhúss. Þá svona fóru hjólin að rúlla og maður áttaði sig á að maður gæti loksins verið að fara ná þessu meti. Þetta er búið að vera langur aðdragandi að þessu og mikið svekkelsi að þetta hafi tekið svona langan tíma en góðir hlutir gerast hægt og ég er mjög ánægður með þetta.“ „Mikið af tilfinningum að flæða inn eftir þetta, eftir alla þessa vinnu sem fór í að ná þessu meti. Allt í allt var ég himinlifandi með þetta.“ „Einhver smá spotti í þetta“ „Það er að ná metinu hans Jóns Arnars [Magnússonar]. Það er langt síðan það hefur verið einhver sérhæfður langstökkvari svo það er kominn tími á að slá metið hans Jóns Arnars. Það er 7,82 metrar inni en 8 metrar úti þannig að það er einhver smá spotti í þetta en maður hefur fulla trú á að þetta komi einn daginn,“ sagði Daníel Ingi um næstu markmið. Vill heiðra minningu Vilhjálms Daníel er nánast nýhafinn að stunda íþróttina á ný eftir sjö ára pásu en hann byrjaði aftur að stunda þrístökkið á ný árið 2021. Þar er heljarinnar met sem hefur staðið frá 1960 - Íslandsmet goðsagnarinnar Vilhjálms Einarssonar upp á 16,70 metra. „Það er náttúrulega alltaf markmið og alltaf draumur. Eins og ég hef fengið að heyra frá mörgum í kringum þá hefði Vilhjálmur Einarsson sjálfur viljað vera á lífi þegar metið væri slegið svo mig langar að heiðra minningu hans með því að slá þetta met þar sem ég veit að hann vill að þetta met falli.“ „Sé ekki eftir því að hafa komið aftur á völlinn“ „Ég var 16-17 ára og fékk nóg af þessu og vildi taka fótboltann fram yfir. Var all-in þar í sjö ár og svo fékk ég leið á því að vera í fótboltanum. Vissi að ég hefði bakgrunn í frjálsum, ákvað að hoppa aftur í það og sjá hvað myndi gerast. Sé ekki eftir því að hafa komið aftur á völlinn.“ „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Bara eitt og hálft ár sem ég er búinn að vera æfa frá því ég byrjaði aftur og í raun magnaðar fyrir mig að upplifa hvað maður á mikið inni og hvað maður er búinn að afreka á stuttum tíma.“ Neymar var átrúnaðargoð Daníels Inga á sínum tíma, á fleiri vegu en einn.Christian Liewig/Getty Images „Ég tek ekkert frá fótboltanum, alltaf gaman að leika sér í fótbolta en á svo sannarlega heima á hlaupabrautinni. Það er svo stórt og spennandi sumar framundan, Evrópubikar og Smáþjóðaleikar. Svo náttúrulega Meistaramótið utanhúss. Verður spennandi að sjá hvernig maður stendur sig í sumar. Flúrin yfir fimmtíu talsins Útlit Daníels hefur þá vakið athygli en hann er þakinn húðflúrum frá toppi til táar. „Ég er 17 ára þegar ég fékk sérstakt leyfi frá móður minni, hef ekki stoppað síðan. Ég reyni að setja mig á bremsuna svo ég missi mig ekki alveg í þessu. Bara áhugamál og tíska fyrir mér. Mun alveg halda áfram að skreyta mig, það er alveg ljóst,“ sagði Daníel Ingi og viðurkenndi að Brasilíumaðurinn Neymar hefði gefið honum fleiri en eina hugmynd að húðflúri. Klippa: Íslandsmethafinn Daníel Ingi: Langar að heiðra minningu hans
Frjálsar íþróttir Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum