Tiana meidd í mark og vann: „Svo fann ég hvernig það helltist yfir mig verkur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 11:28 Tiana Ósk Whitworth og Birna Kristín Kristjánsdóttir lentu í 1. og 2. sæti í 60 metra hlaupinu á MÍ í Laugardalshöll um helgina. FRÍ „Þetta gerðist þegar það voru nokkrir metrar eftir af hlaupinu, þegar ég var að teygja mig yfir marklínuna. Svo fann ég hvernig það helltist yfir mig verkur,“ segir Tiana Ósk Whitworth sem upplifði gleði og sorg á sama augnabliki á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Tiana hefur ásamt Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, liðsfélaga sínum úr ÍR, verið önnur af fljótustu konum landsins síðustu ár. Þegar hún var alveg að komast í mark í 60 metra hlaupi í Laugardalshöllinni á laugardag meiddist hún framan í læri. Tiana náði engu að síður að komast í mark, og verða Íslandsmeistari, en lagðist svo strax niður og greip um lærið. „Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Þetta var búið að vera gott hlaup og mér leið mjög vel í líkamanum fyrir hlaupið. Svo bara alveg í síðasta skrefinu fann ég eitthvað smella í fætinum, og það fylgdi því rosalegur verkur sem skaust upp fótinn. Ég lét mig bara detta því ég gat ekki tekið annað skref í fótinn, og það var svo farið með mig upp á spítala til að kanna hvað þetta væri,“ segir Tiana í samtali við Vísi í dag. Þrátt fyrir að meiðast kom Tiana í mark á 7,62 sekúndum, eða 5/100 úr sekúndu á undan Birnu Kristínu Kristjánsdóttur úr Breiðabliki. Júlía Kristín Jóhannesdóttir fékk svo brons á 7,72 sekúndum. Guðbjörg Jóna keppti ekki en varð svo Íslandsmeistari í 200 metra hlaupi í gær, í fjarveru Tiönu. Tiana Ósk Whitworth komin af stað í 60 metra hlaupinu sem hún vann á laugardag, þrátt fyrir að meiðast í lok hlaups.FRÍ Tiana fór í myndatöku á spítalanum en bíður þess enn að vita hvort að hún muni geta keppt í sumar eða hvort að meiðslin séu svo alvarleg að hún þurfi að horfa til næsta árs. „Líklega var þetta slæm tognun. Ég þarf að fara aftur í myndatöku til að kanna hvort þetta sé alvarlegra, hvort að vöðvinn sé rifinn, en auðvitað vona ég að það sé ekki staðan. Ég vona að þetta sé bara tognun og að það sé þá minni tími sem fer í að jafna sig. Maður reynir auðvitað að horfa jákvætt á þetta og ég ætla ekkert að útiloka sumarið enn þá, en það kemur betur í ljós á næstu dögum hversu slæmt þetta er,“ segir Tiana. „Vonandi á maður enn séns á sumrinu“ „Ég hef verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðustu ár en þetta var framan í læri, sem kom svolítið á óvart. Sá vöðvi hefur ekki valdið mér neinum óþægindum hingað til en þetta gæti auðvitað tengst eitthvað,“ segir Tiana sem var mikið frá keppni á árunum 2019 til 2021 vegna meiðsla aftan í læri en átti fínt tímabil í fyrra. „Þetta innanhústímabil átti að vera til þess að sjá hvar ég stend og meta líkamsástandið. Ég var aðallega að setja stefnuna á sumarið. Þessi meiðsli setja strik í reikninginn en vonandi á maður enn séns á sumrinu. Ef ekki þá bara verður þetta að vera góður tími til að ná enn betri æfingum og koma sterkari til baka á næsta ári.“ Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira
Tiana hefur ásamt Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, liðsfélaga sínum úr ÍR, verið önnur af fljótustu konum landsins síðustu ár. Þegar hún var alveg að komast í mark í 60 metra hlaupi í Laugardalshöllinni á laugardag meiddist hún framan í læri. Tiana náði engu að síður að komast í mark, og verða Íslandsmeistari, en lagðist svo strax niður og greip um lærið. „Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Þetta var búið að vera gott hlaup og mér leið mjög vel í líkamanum fyrir hlaupið. Svo bara alveg í síðasta skrefinu fann ég eitthvað smella í fætinum, og það fylgdi því rosalegur verkur sem skaust upp fótinn. Ég lét mig bara detta því ég gat ekki tekið annað skref í fótinn, og það var svo farið með mig upp á spítala til að kanna hvað þetta væri,“ segir Tiana í samtali við Vísi í dag. Þrátt fyrir að meiðast kom Tiana í mark á 7,62 sekúndum, eða 5/100 úr sekúndu á undan Birnu Kristínu Kristjánsdóttur úr Breiðabliki. Júlía Kristín Jóhannesdóttir fékk svo brons á 7,72 sekúndum. Guðbjörg Jóna keppti ekki en varð svo Íslandsmeistari í 200 metra hlaupi í gær, í fjarveru Tiönu. Tiana Ósk Whitworth komin af stað í 60 metra hlaupinu sem hún vann á laugardag, þrátt fyrir að meiðast í lok hlaups.FRÍ Tiana fór í myndatöku á spítalanum en bíður þess enn að vita hvort að hún muni geta keppt í sumar eða hvort að meiðslin séu svo alvarleg að hún þurfi að horfa til næsta árs. „Líklega var þetta slæm tognun. Ég þarf að fara aftur í myndatöku til að kanna hvort þetta sé alvarlegra, hvort að vöðvinn sé rifinn, en auðvitað vona ég að það sé ekki staðan. Ég vona að þetta sé bara tognun og að það sé þá minni tími sem fer í að jafna sig. Maður reynir auðvitað að horfa jákvætt á þetta og ég ætla ekkert að útiloka sumarið enn þá, en það kemur betur í ljós á næstu dögum hversu slæmt þetta er,“ segir Tiana. „Vonandi á maður enn séns á sumrinu“ „Ég hef verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðustu ár en þetta var framan í læri, sem kom svolítið á óvart. Sá vöðvi hefur ekki valdið mér neinum óþægindum hingað til en þetta gæti auðvitað tengst eitthvað,“ segir Tiana sem var mikið frá keppni á árunum 2019 til 2021 vegna meiðsla aftan í læri en átti fínt tímabil í fyrra. „Þetta innanhústímabil átti að vera til þess að sjá hvar ég stend og meta líkamsástandið. Ég var aðallega að setja stefnuna á sumarið. Þessi meiðsli setja strik í reikninginn en vonandi á maður enn séns á sumrinu. Ef ekki þá bara verður þetta að vera góður tími til að ná enn betri æfingum og koma sterkari til baka á næsta ári.“
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira