„Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 17:55 Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, er ekki vongóður á að viðræður á morgun skili miklu. Vísir/Ívar Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. „Það er ennþá mjög mikið bil á milli samningsaðila,“ sagði Ástráður er hann ræddi við fréttafólk eftir fundarhöld dagsins. Hann sagði að ef ekki gengi betur á morgun óttaðist hann að til verkfalls kæmi. Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu var nýverið frestað þar til á mánudaginn. Til að komast hjá verkfalli hafa deiluaðilar því bara einn dag til stefnu til að komast að samkomulagi um samninga eða áframhaldandi frestun. „Sáttasemjari er alltaf tilbúinn,“ sagði Ástráður er hann var spurður hvort viðræður væru mögulega tilgangslausar. „Ef það myndast einhver glufa eða einhver tækifæri reynum við auðvitað að nota þau. Ég ætla að vona að ef þetta fer svona eins og við óttumst, að það gerist ekki með þannig hurðaskellum að það sé engin leið til baka.“ „Það er samt þannig, ég verð að segja ykkur hreint út, eins og er, að dagurinn í dag skilaði mjög litlu og eiginlega engu,“ sagði Ástráður. Hann gat ekki sagt á hverju viðræðurnar hefðu strandað en sagði að deiluaðilar hefðu mismunandi sýn á hvaða svigrúm væru til staðar til launahækkana og bilið á milli þeirra væri einfaldlega of breitt. Ástráður sagði að honum þætti vinnan hafa verið á jákvæðum forsendum. Hugmyndum hefði verið kastað fram og reynt hefði verið að finna leiðir til að brúa bilið milli deiluaðila. „Svo kannski dreymir menn eitthvað fallega í nótt og kannski verður það lausnin. Hún kemur kannski til okkar í draumi.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. 18. febrúar 2023 16:40 Von er á tilkynningu á sjötta tímanum Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins. 18. febrúar 2023 14:55 Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Eiginlegar kjarasamningsviðræður hafnar Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 17. febrúar 2023 18:11 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
„Það er ennþá mjög mikið bil á milli samningsaðila,“ sagði Ástráður er hann ræddi við fréttafólk eftir fundarhöld dagsins. Hann sagði að ef ekki gengi betur á morgun óttaðist hann að til verkfalls kæmi. Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu var nýverið frestað þar til á mánudaginn. Til að komast hjá verkfalli hafa deiluaðilar því bara einn dag til stefnu til að komast að samkomulagi um samninga eða áframhaldandi frestun. „Sáttasemjari er alltaf tilbúinn,“ sagði Ástráður er hann var spurður hvort viðræður væru mögulega tilgangslausar. „Ef það myndast einhver glufa eða einhver tækifæri reynum við auðvitað að nota þau. Ég ætla að vona að ef þetta fer svona eins og við óttumst, að það gerist ekki með þannig hurðaskellum að það sé engin leið til baka.“ „Það er samt þannig, ég verð að segja ykkur hreint út, eins og er, að dagurinn í dag skilaði mjög litlu og eiginlega engu,“ sagði Ástráður. Hann gat ekki sagt á hverju viðræðurnar hefðu strandað en sagði að deiluaðilar hefðu mismunandi sýn á hvaða svigrúm væru til staðar til launahækkana og bilið á milli þeirra væri einfaldlega of breitt. Ástráður sagði að honum þætti vinnan hafa verið á jákvæðum forsendum. Hugmyndum hefði verið kastað fram og reynt hefði verið að finna leiðir til að brúa bilið milli deiluaðila. „Svo kannski dreymir menn eitthvað fallega í nótt og kannski verður það lausnin. Hún kemur kannski til okkar í draumi.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. 18. febrúar 2023 16:40 Von er á tilkynningu á sjötta tímanum Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins. 18. febrúar 2023 14:55 Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Eiginlegar kjarasamningsviðræður hafnar Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 17. febrúar 2023 18:11 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. 18. febrúar 2023 16:40
Von er á tilkynningu á sjötta tímanum Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins. 18. febrúar 2023 14:55
Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18
Eiginlegar kjarasamningsviðræður hafnar Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 17. febrúar 2023 18:11