Ætlaði út en þjálfarinn stöðvaði hann: „Þú ert ekki að fara neitt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 13:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson í leik með Val gegn ungverska liðinu Ferencváros í Evrópudeildinni í vetur. Vísir/Hulda Margrét Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Íslandsmeistara Vals, var nálægt því að yfirgefa liðið áður en yfirstandandi tímabil hófst. Hann leitaði sér þá að liði í Danmörku nálægt kærustu sinni, Lovísu Thompson, sem var á leið til Ringkøbing Håndbold. Þorgils, eða Oggi eins og hann er oftast kallaður, var á línunni hjá Stefáni Árna Pálssyni og Ingva Þór Sæmundssyni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og fór þá yfir það þegar hann skipti um skoðun. Ástæðan fyrir því að Oggi fór ekki út til Danmerkur var nokkuð einföld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekki tilbúinn að leyfa honum að fara. „Já algjörlega sko,“ sagði Oggi þegar Stefán Árni spurði hann að því hvort það hefði ekki verið leiðinlegt að missa af riðlakeppni Evrópudeildarinnar ef hann hefði farið út til Danmerkur í sumar. „Í lok sumars var maður eitthvað að reyna, en svo hringdi Snorri í mig og sagði: „Heyrðu karlinn minn, þú ert ekki að fara neitt. Við erum að fara í riðlakeppni í Evrópudeildinni sko,““ sagði Oggi. „Stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslit“ Oggi virðist þó ekki hafa séð eftir því að hafa ekki fært handboltaferilinn út fyrir landsteinana. „Þetta er gríðarleg upplifun. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Að fara til útlanda með þessum strákum að spila er bara ótrúlega gaman. Og sérstaklega af því að þetta eru stór lið eins og Flensburg. Ferðirnar sjálfar eru ekkert frí endilega og maður er bara inni á hóteli að undirbúa sig og æfa. En þetta er ógeðslega gaman.“ Valsmenn taka svo á móti Franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni næstkomandi þriðjudagskvöld í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Við stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslitin. Með þessum sigri getum við komið okkur í 16-liða og það er bara nákvæmlega það sem við viljum. Það er frábært að eiga séns á þessu eftir þessa leiki í Evrópudeildinni að geta komið sér í 16-liða úrslit. Það er draumur.“ Hlaðvarp Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en Oggi tekur upp síman eftir rúmar 22 mínútur. Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Þorgils, eða Oggi eins og hann er oftast kallaður, var á línunni hjá Stefáni Árna Pálssyni og Ingva Þór Sæmundssyni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og fór þá yfir það þegar hann skipti um skoðun. Ástæðan fyrir því að Oggi fór ekki út til Danmerkur var nokkuð einföld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekki tilbúinn að leyfa honum að fara. „Já algjörlega sko,“ sagði Oggi þegar Stefán Árni spurði hann að því hvort það hefði ekki verið leiðinlegt að missa af riðlakeppni Evrópudeildarinnar ef hann hefði farið út til Danmerkur í sumar. „Í lok sumars var maður eitthvað að reyna, en svo hringdi Snorri í mig og sagði: „Heyrðu karlinn minn, þú ert ekki að fara neitt. Við erum að fara í riðlakeppni í Evrópudeildinni sko,““ sagði Oggi. „Stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslit“ Oggi virðist þó ekki hafa séð eftir því að hafa ekki fært handboltaferilinn út fyrir landsteinana. „Þetta er gríðarleg upplifun. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Að fara til útlanda með þessum strákum að spila er bara ótrúlega gaman. Og sérstaklega af því að þetta eru stór lið eins og Flensburg. Ferðirnar sjálfar eru ekkert frí endilega og maður er bara inni á hóteli að undirbúa sig og æfa. En þetta er ógeðslega gaman.“ Valsmenn taka svo á móti Franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni næstkomandi þriðjudagskvöld í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Við stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslitin. Með þessum sigri getum við komið okkur í 16-liða og það er bara nákvæmlega það sem við viljum. Það er frábært að eiga séns á þessu eftir þessa leiki í Evrópudeildinni að geta komið sér í 16-liða úrslit. Það er draumur.“ Hlaðvarp Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en Oggi tekur upp síman eftir rúmar 22 mínútur.
Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira