Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2023 22:18 Félagsmenn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sinna hinum ýmsu störfum á flugvöllum landsins. Vísir/Vilhelm Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. Á vef félagsins var birt tilkynning um „áríðandi félagsfund“ í kvöld. Að sögn Unnars Arnar Ólafssonar, formanns félagsins var boðað til fundarins eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þess við SA hjá ríkissáttasemjara. Kjarasamningur félagsins við Isavia, þar sem, meginþorri félagsmanna starfar, rann úr gildi í lok október í fyrra. Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundinum að vilji yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem mættu á félagsfund væri að fara í aðgerðir og að yfirvinnubann væri yfirvofandi. Í samtali við Vísi vildi Unnar Arnar ekkert staðfesta í þeim efnum, enda væri ekkert búið að gefa út varðandi þau. „Við munum fara yfir þetta með félagsmönnum. Hvernig við við ætlum að reyna að leysa þetta, landa þessu. Annað kemur svo bara í kjölfarið,“ segir hann. Ekkert flogið án félagsmanna Unnar Örn segir að ekkert yrði flogið ef til alvarlegra aðgerða af hálfu félagsmanna FFS. Innan félagsins séu mest megnis starfsmenn Isavia sem sjá um að hreinsa flugbrautir, brunavarnir, farþegaþjónustu og þess háttar. „Það er einmitt ástæðan fyrir því að við erum búin að leita allra leiða til að leysa þessa deilu. Vegna þess að fólk vill bara fá að sinna sinni vinnu. Því miður hefur þeim skilningi ekki verið mætt,“ segir hann. Funda aftur á þriðjudag Unnar Örn segir að ekki sé enn útséð um að samningar náist. Stjórn félagsins ætli að nýta helgina til þess að fara yfir stöðuna og að á þriðjudag sé bókaður fundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. „Við vonumst til þess að sá fundur verði jákvæður og lausnamiðaður. Að við náum að komast hjá einhverju veseni sem enginn hefur áhuga á,“ segir hann. Að lokum segir Unnar Örn að synd og skömm sé að viðræðurnar séu komnar í hnút. Þær þyrftu ekki að vera það. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Á vef félagsins var birt tilkynning um „áríðandi félagsfund“ í kvöld. Að sögn Unnars Arnar Ólafssonar, formanns félagsins var boðað til fundarins eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þess við SA hjá ríkissáttasemjara. Kjarasamningur félagsins við Isavia, þar sem, meginþorri félagsmanna starfar, rann úr gildi í lok október í fyrra. Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundinum að vilji yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem mættu á félagsfund væri að fara í aðgerðir og að yfirvinnubann væri yfirvofandi. Í samtali við Vísi vildi Unnar Arnar ekkert staðfesta í þeim efnum, enda væri ekkert búið að gefa út varðandi þau. „Við munum fara yfir þetta með félagsmönnum. Hvernig við við ætlum að reyna að leysa þetta, landa þessu. Annað kemur svo bara í kjölfarið,“ segir hann. Ekkert flogið án félagsmanna Unnar Örn segir að ekkert yrði flogið ef til alvarlegra aðgerða af hálfu félagsmanna FFS. Innan félagsins séu mest megnis starfsmenn Isavia sem sjá um að hreinsa flugbrautir, brunavarnir, farþegaþjónustu og þess háttar. „Það er einmitt ástæðan fyrir því að við erum búin að leita allra leiða til að leysa þessa deilu. Vegna þess að fólk vill bara fá að sinna sinni vinnu. Því miður hefur þeim skilningi ekki verið mætt,“ segir hann. Funda aftur á þriðjudag Unnar Örn segir að ekki sé enn útséð um að samningar náist. Stjórn félagsins ætli að nýta helgina til þess að fara yfir stöðuna og að á þriðjudag sé bókaður fundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. „Við vonumst til þess að sá fundur verði jákvæður og lausnamiðaður. Að við náum að komast hjá einhverju veseni sem enginn hefur áhuga á,“ segir hann. Að lokum segir Unnar Örn að synd og skömm sé að viðræðurnar séu komnar í hnút. Þær þyrftu ekki að vera það.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira