Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 84-61 | Keflavík straujaði yfir Grindavík í seinni hálfleik Siggeir Ævarsson skrifar 19. febrúar 2023 21:19 Keflvíkingar unnu öruggan sigur í kvöld. vísir/hulda margrét Topplið Keflavíkur tók á móti grönnum sínum úr Grindavík í Blue-höllinni í Subway-deild kvenna í kvöld. Keflvíkingar varla misstigið sig í deildinni í vetur en Grindavík að rembast við að ná í síðasta sætið í úrslitakeppninni, svo að það var að miklu að keppa fyrir gestina. Leikurinn fór ansi rólega af stað og liðin að hitta illa. Skotnýting þeirra eftir fyrstu tíu mínúturnar var í lægra lagi, Keflavík með 33 prósent nýtingu og Grindavík ekki nema 25. Keflavík leiddi með níu stigum, 18-9, eftir fyrsta leikhluta, og lá munurinn í raun í þeim þremur þristum sem Keflavík var búið að setja niður, meðan að Grindvíkingar höfðu ekki náð að setja einn einasta. Grindvíkingar mættu miklu sprækari til leiks í öðrum leikhluta og löguðu skotnýtingu sína alveg helling. Þær unnu leikhlutann 26-21 og munurinn því aðeins fjögur stig í hálfleik og vonuðust sennilega flestir áhorfendur eftir spennandi seinni hálfleik. Sú varð heldur betur ekki raunin. Keflvíkingar tóku einfaldlega öll völd á vellinum og Grindvíkingum gekk afleitlega að koma boltanum ofan í körfuna en þær skoruðu aðeins 13 stig í hvorum fjórðung í seinni hálfleik. Keflvíkingar fengu á sama tíma nánast allt sem þær vildu sóknarlega og þvinguðu fram mikið af mistökum hjá Grindavík með stífri vörn. Grindvíkingar töpuðu ófáum boltum eftir algjörlega misheppnaðar sendingar en níu af 19 töpuðum boltum þeirra voru ekki skráðir sem stolnir boltar hjá Keflavík. Grindavíking skorti allt flæði og takt í sinn leik í kvöld. Sanngjarn 23 stiga sigur Keflvíkinga niðurstaðan, lokatölur 84-61, þar sem Grindvíkingar sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik. Af hverju vann Keflavík? Mögulega höfðu þær þetta ekki síst á breiddinni. Þær gátu dreift álaginu vel í vörninni og fengu þrefalt meira af stigum af bekknum en Grindavík. Þá gekk Grindvíkingum ekki vel að eiga við Birnu Valgerði í seinni hálfleik, sem skoraði 12 af 18 stigum sínum í seinni hluta leiksins. Hverjar stóðu upp úr? Einu sinni sem oftar fór Daniela Morillo fyrir sínum konum í Keflavík, en hún skilaði þrefaldri tvennu í kvöld, 19 stig og 12 fráköst og stoðsendingar. Birna Valgerður Benónýsdóttir var sömuleiðs öflug sóknarlega, með 18 stig á aðeins 21 mínútu. Hjá Grindavík var fátt um fína drætti sóknarlega og alltof margir leikmenn of langt frá sínu besta til þess að liðið ætti möguleika á sigri í kvöld. Danielle Rodriguez var stigahæst Grindvíkinga með 19 stig og sjö fráköst. Elma Dautovic kom næst með tólf stig en aðeins 26 prósent skotnýtingu. Hvað gekk illa? Seinni hálfleikur Grindvíkinga gekk hörmulega, og eiginlega allir leikhlutarnir nema einn. Grindavíkurkonur þurfa eitthvað að stilla fókusinn betur fyrir lokaátökin í deildinni. Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst á miðvikudaginn. Keflvíkingar sækja Fjölni heim og Grindavík tekur á móti ÍR. Við leggjum okkur fram í 40 mínútur alla leiki allan tímann Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga gat ekki annað en verið sáttur með stigin tvö í kvöld og hafði yfir litlu að kvarta, ef frá er talinn 2. leikhluti. „Sóknarlega fannst mér, sérstaklega þarna í 2. leikhluta, við vera að flýta okkur aðeins of mikið og kannski að sætta okkur við eitthvað sem við vildum ekki vera að leitast eftir. Varnarlega vorum við svolítið opnar. En seinni hálfleikur bara virkilega flottur, bæði sóknarlega og varnarlega. Allar þær sem komu inn , sem voru allar sem voru í búning í dag, stóðu sig vel.“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um eftir leik að á köflum hefði þessi leikur litið út eins og auðveld æfing fyrir Keflavík. Við spurðum Hörð hvort það hefði komið honum á óvart hversu litla mótspyrnu Grindavík sýndi þegar á leið, en hann hafði skýringar á því. „Auðvitað bjóst ég við hörkuleik og þetta er hörkulið sem við vorum að spila á móti. En að sama skapi þá erum við að spila á mörgum og með mikilli ákefð og miklum hraða. Það dregur auðvitað úr öðrum leikmönnum eins og Dani Rodriguez sem þarf að spila 40 mínútur hjá þeim og við erum að rótera fjórum varnarmönnum á hana sem dregur auðvitað úr henni með tímanum. Það er eitthvað sem við leggjum upp með og það er okkar styrkleiki. Við leggjum okkur fram í 40 mínútur alla leiki allan tímann og leikirnir okkar eru ekki auðveldir og æfingarnar ekki auðveldar. Auðveldur leikur? Nei.“ Keflvíkingar hafa haft mikla yfirburði í deildinni í vetur og aðeins tapað tveimur leikjum. Hörður sagðist þó ekki hafa áhyggjur af því að hans konur væru að detta í einhverja sjálfsstýringu á lokasprettinum.„Alls ekki. Við erum alveg meðvitaðar um okkar stöðu og hvað það er sem er búið að koma okkur í þessa stöðu. Það má segja að við séum í þægilegri stöðu en það er eitthvað sem við erum búnar að vera að vinna að markvisst í allan vetur. Að spila hvern leik af krafti og fullu gasi og það er eitthvað sem við viljum halda áfram að gera. Við eigum Fjölni á miðvikudaginn og erum ekki komnar lengra en það.“ Þannig að það er bara gamla góða klisjan, einn leikur í einu? „Við getum ekki spilað leikinn sem er eftir þrjár umferðir í næsta leik svo að eini leikurinn sem skiptir máli er næsti leikur.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík
Topplið Keflavíkur tók á móti grönnum sínum úr Grindavík í Blue-höllinni í Subway-deild kvenna í kvöld. Keflvíkingar varla misstigið sig í deildinni í vetur en Grindavík að rembast við að ná í síðasta sætið í úrslitakeppninni, svo að það var að miklu að keppa fyrir gestina. Leikurinn fór ansi rólega af stað og liðin að hitta illa. Skotnýting þeirra eftir fyrstu tíu mínúturnar var í lægra lagi, Keflavík með 33 prósent nýtingu og Grindavík ekki nema 25. Keflavík leiddi með níu stigum, 18-9, eftir fyrsta leikhluta, og lá munurinn í raun í þeim þremur þristum sem Keflavík var búið að setja niður, meðan að Grindvíkingar höfðu ekki náð að setja einn einasta. Grindvíkingar mættu miklu sprækari til leiks í öðrum leikhluta og löguðu skotnýtingu sína alveg helling. Þær unnu leikhlutann 26-21 og munurinn því aðeins fjögur stig í hálfleik og vonuðust sennilega flestir áhorfendur eftir spennandi seinni hálfleik. Sú varð heldur betur ekki raunin. Keflvíkingar tóku einfaldlega öll völd á vellinum og Grindvíkingum gekk afleitlega að koma boltanum ofan í körfuna en þær skoruðu aðeins 13 stig í hvorum fjórðung í seinni hálfleik. Keflvíkingar fengu á sama tíma nánast allt sem þær vildu sóknarlega og þvinguðu fram mikið af mistökum hjá Grindavík með stífri vörn. Grindvíkingar töpuðu ófáum boltum eftir algjörlega misheppnaðar sendingar en níu af 19 töpuðum boltum þeirra voru ekki skráðir sem stolnir boltar hjá Keflavík. Grindavíking skorti allt flæði og takt í sinn leik í kvöld. Sanngjarn 23 stiga sigur Keflvíkinga niðurstaðan, lokatölur 84-61, þar sem Grindvíkingar sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik. Af hverju vann Keflavík? Mögulega höfðu þær þetta ekki síst á breiddinni. Þær gátu dreift álaginu vel í vörninni og fengu þrefalt meira af stigum af bekknum en Grindavík. Þá gekk Grindvíkingum ekki vel að eiga við Birnu Valgerði í seinni hálfleik, sem skoraði 12 af 18 stigum sínum í seinni hluta leiksins. Hverjar stóðu upp úr? Einu sinni sem oftar fór Daniela Morillo fyrir sínum konum í Keflavík, en hún skilaði þrefaldri tvennu í kvöld, 19 stig og 12 fráköst og stoðsendingar. Birna Valgerður Benónýsdóttir var sömuleiðs öflug sóknarlega, með 18 stig á aðeins 21 mínútu. Hjá Grindavík var fátt um fína drætti sóknarlega og alltof margir leikmenn of langt frá sínu besta til þess að liðið ætti möguleika á sigri í kvöld. Danielle Rodriguez var stigahæst Grindvíkinga með 19 stig og sjö fráköst. Elma Dautovic kom næst með tólf stig en aðeins 26 prósent skotnýtingu. Hvað gekk illa? Seinni hálfleikur Grindvíkinga gekk hörmulega, og eiginlega allir leikhlutarnir nema einn. Grindavíkurkonur þurfa eitthvað að stilla fókusinn betur fyrir lokaátökin í deildinni. Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst á miðvikudaginn. Keflvíkingar sækja Fjölni heim og Grindavík tekur á móti ÍR. Við leggjum okkur fram í 40 mínútur alla leiki allan tímann Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga gat ekki annað en verið sáttur með stigin tvö í kvöld og hafði yfir litlu að kvarta, ef frá er talinn 2. leikhluti. „Sóknarlega fannst mér, sérstaklega þarna í 2. leikhluta, við vera að flýta okkur aðeins of mikið og kannski að sætta okkur við eitthvað sem við vildum ekki vera að leitast eftir. Varnarlega vorum við svolítið opnar. En seinni hálfleikur bara virkilega flottur, bæði sóknarlega og varnarlega. Allar þær sem komu inn , sem voru allar sem voru í búning í dag, stóðu sig vel.“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um eftir leik að á köflum hefði þessi leikur litið út eins og auðveld æfing fyrir Keflavík. Við spurðum Hörð hvort það hefði komið honum á óvart hversu litla mótspyrnu Grindavík sýndi þegar á leið, en hann hafði skýringar á því. „Auðvitað bjóst ég við hörkuleik og þetta er hörkulið sem við vorum að spila á móti. En að sama skapi þá erum við að spila á mörgum og með mikilli ákefð og miklum hraða. Það dregur auðvitað úr öðrum leikmönnum eins og Dani Rodriguez sem þarf að spila 40 mínútur hjá þeim og við erum að rótera fjórum varnarmönnum á hana sem dregur auðvitað úr henni með tímanum. Það er eitthvað sem við leggjum upp með og það er okkar styrkleiki. Við leggjum okkur fram í 40 mínútur alla leiki allan tímann og leikirnir okkar eru ekki auðveldir og æfingarnar ekki auðveldar. Auðveldur leikur? Nei.“ Keflvíkingar hafa haft mikla yfirburði í deildinni í vetur og aðeins tapað tveimur leikjum. Hörður sagðist þó ekki hafa áhyggjur af því að hans konur væru að detta í einhverja sjálfsstýringu á lokasprettinum.„Alls ekki. Við erum alveg meðvitaðar um okkar stöðu og hvað það er sem er búið að koma okkur í þessa stöðu. Það má segja að við séum í þægilegri stöðu en það er eitthvað sem við erum búnar að vera að vinna að markvisst í allan vetur. Að spila hvern leik af krafti og fullu gasi og það er eitthvað sem við viljum halda áfram að gera. Við eigum Fjölni á miðvikudaginn og erum ekki komnar lengra en það.“ Þannig að það er bara gamla góða klisjan, einn leikur í einu? „Við getum ekki spilað leikinn sem er eftir þrjár umferðir í næsta leik svo að eini leikurinn sem skiptir máli er næsti leikur.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti