Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 35-36| Víti á lokasekúndu leiksins tryggði Gróttu sigur Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 19. febrúar 2023 18:46 FH - Afturelding. Olísdeild karla vetur 2022 handbolti HSÍ vísir/hulda margrét Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. FH-ingar byrjuðu leikinn af krafti og komu sér strax í góða forystu. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum var staðan 11-7 fyrir FH. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náði Grótta að minnka muninn í tvö mörk en þá gáfu FH-ingar enn meira í og leiddu með fimm mörkum 21-16 í hálfleik. FH-ingar héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum leiddi FH með fjórum mörkum 29-25. Þá virtist komast betri taktur á sóknarleik Gróttu sem minnkaði muninn hægt og rólega. Þegar ein mínúta var eftir var staðan jöfn, 35-35. Þá ver Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu, frá Ásbirni Friðrikssyni. Þorgeir Bjarki Davíðsson fiskaði víti fyrir Gróttu þegar tíu sekúndur voru eftir og var það Birgir Steinn Jónsson sem fór á punktinn og tryggði Gróttu sigurinn. Lokatölur 35-36. Afhverju vann Grótta? Þeir voru gríðarlega klókir síðasta stundarfjórðunginn og spiluðu miklu betur þessar lokamínútur. Það virtist koma meiri trú hjá þeim á verkefnið eftir því sem leið á leikinn og var Einar Baldvin góður að verja skotið frá Ásbirni og Þorgeir Bjarki klókur að fiska víti. Hverjir stóðu upp úr? Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur hjá FH með ellefu mörk. Einar Bragi Aðalsteinsson var með sjö mörk. Hjá Gróttu var Birgir Steinn Jónsson atkvæðamestur með fimmtán mörk. Hannes Grimm var með sjö mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Gróttu í fyrri hálfleik var ekki upp á marga fiska en þeim tókst að þétta sig í seinni hálfleik og áttu FH-ingar aðeins í vandræðum með 5-1 vörnina hjá þeim. Í seinni hálfleik vantaði upp á varnarleik FH. Það gefur auga leið að þegar leikur fer 35-36 þá vantar upp á vörn og markvörslu. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik mánudaginn 27. febrúar kl 19:30. Þá tekur Grótta á móti Fram og Hafnarfjarðarslagurinn, Haukar-FH fer fram á Ásvöllum. Sigursteinn Arndal: „Því miður þá náðum við ekki að gera betur í dag“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ekki sáttur í leikslok. Vísir/Diego „Ég vill byrja á að óska Gróttu til hamingju með sigurinn. Þeir sýndu meiri vilja og klókindi heldur en við í dag. Fljótt á litið, strax eftir leik þá vorum við varnarlega alls ekki nógu góðir í dag. Þetta liggur þar,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, svekktur eftir eins marks tap á móti Gróttu í kvöld. FH-ingar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en misstu taktinn á lokamínútunum sem varð til þess að Grótta sigraði. „Við skorum 35 mörk sem undir venjulegum kringumstæðum ætti að duga fyrir sigri en þetta helst í hendur. Þegar að við missum ákveðinn takt þá förum við niður á hælana og það er það sem gerðist í dag.“ Næsti leikur er á móti Haukum og ætlar Sigursteinn að fara vel yfir þennan leik með strákunum. „Við þurfum að fara vel yfir þetta. Það þýðir ekkert að vola yfir þessu, svona er Grótta, þeir gefast aldrei upp og þeir halda alltaf áfram og það vissum við. Því miður þá náðum við ekki að gera betur í dag.“ Olís-deild karla FH Grótta Tengdar fréttir „Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp“ Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta, var sáttur er liðið sigraði FH með einu marki 35-36 í 16. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Grótta var undir alveg fram á lokasekúndu en þá fengu þeir víti og tryggðu sér sigurinn. 19. febrúar 2023 21:29
Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. FH-ingar byrjuðu leikinn af krafti og komu sér strax í góða forystu. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum var staðan 11-7 fyrir FH. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náði Grótta að minnka muninn í tvö mörk en þá gáfu FH-ingar enn meira í og leiddu með fimm mörkum 21-16 í hálfleik. FH-ingar héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum leiddi FH með fjórum mörkum 29-25. Þá virtist komast betri taktur á sóknarleik Gróttu sem minnkaði muninn hægt og rólega. Þegar ein mínúta var eftir var staðan jöfn, 35-35. Þá ver Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu, frá Ásbirni Friðrikssyni. Þorgeir Bjarki Davíðsson fiskaði víti fyrir Gróttu þegar tíu sekúndur voru eftir og var það Birgir Steinn Jónsson sem fór á punktinn og tryggði Gróttu sigurinn. Lokatölur 35-36. Afhverju vann Grótta? Þeir voru gríðarlega klókir síðasta stundarfjórðunginn og spiluðu miklu betur þessar lokamínútur. Það virtist koma meiri trú hjá þeim á verkefnið eftir því sem leið á leikinn og var Einar Baldvin góður að verja skotið frá Ásbirni og Þorgeir Bjarki klókur að fiska víti. Hverjir stóðu upp úr? Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur hjá FH með ellefu mörk. Einar Bragi Aðalsteinsson var með sjö mörk. Hjá Gróttu var Birgir Steinn Jónsson atkvæðamestur með fimmtán mörk. Hannes Grimm var með sjö mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Gróttu í fyrri hálfleik var ekki upp á marga fiska en þeim tókst að þétta sig í seinni hálfleik og áttu FH-ingar aðeins í vandræðum með 5-1 vörnina hjá þeim. Í seinni hálfleik vantaði upp á varnarleik FH. Það gefur auga leið að þegar leikur fer 35-36 þá vantar upp á vörn og markvörslu. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik mánudaginn 27. febrúar kl 19:30. Þá tekur Grótta á móti Fram og Hafnarfjarðarslagurinn, Haukar-FH fer fram á Ásvöllum. Sigursteinn Arndal: „Því miður þá náðum við ekki að gera betur í dag“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ekki sáttur í leikslok. Vísir/Diego „Ég vill byrja á að óska Gróttu til hamingju með sigurinn. Þeir sýndu meiri vilja og klókindi heldur en við í dag. Fljótt á litið, strax eftir leik þá vorum við varnarlega alls ekki nógu góðir í dag. Þetta liggur þar,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, svekktur eftir eins marks tap á móti Gróttu í kvöld. FH-ingar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en misstu taktinn á lokamínútunum sem varð til þess að Grótta sigraði. „Við skorum 35 mörk sem undir venjulegum kringumstæðum ætti að duga fyrir sigri en þetta helst í hendur. Þegar að við missum ákveðinn takt þá förum við niður á hælana og það er það sem gerðist í dag.“ Næsti leikur er á móti Haukum og ætlar Sigursteinn að fara vel yfir þennan leik með strákunum. „Við þurfum að fara vel yfir þetta. Það þýðir ekkert að vola yfir þessu, svona er Grótta, þeir gefast aldrei upp og þeir halda alltaf áfram og það vissum við. Því miður þá náðum við ekki að gera betur í dag.“
Olís-deild karla FH Grótta Tengdar fréttir „Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp“ Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta, var sáttur er liðið sigraði FH með einu marki 35-36 í 16. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Grótta var undir alveg fram á lokasekúndu en þá fengu þeir víti og tryggðu sér sigurinn. 19. febrúar 2023 21:29
„Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp“ Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta, var sáttur er liðið sigraði FH með einu marki 35-36 í 16. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Grótta var undir alveg fram á lokasekúndu en þá fengu þeir víti og tryggðu sér sigurinn. 19. febrúar 2023 21:29