Er femínísk hugmyndafræði ennþá of róttæk? Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson skrifa 17. febrúar 2023 11:30 Þótt almenn þekking á femínisma hafi aukist mjög á undanförnum árum og ólíklegasta fólk sé tilbúið að segjast vera femínistar, þá virðist hugmyndafræðin enn vera smá ógnvekjandi. Þetta birtist m.a. í því að mörg eru til í að segjast vera femínistar en um leið taka fram að þau séu engir öfgafemínistar samt. Eins og öfgafemínismi sé raunverulegt fyrirbæri en ekki afurð af andspyrnuorðræðu og andúð gagnvart femínískum aðgerðum. Það sama má greina í aðgerðum fyrirtækja og stofnana, þar sem fólk óttast að ganga of langt og vitundarvakningar gegn áreitni og ofbeldi eiga það til að vera svo glimmerhúðaðar að bitið er dregið úr hinum femíníska boðskap. Ofbeldið sem fremur sig sjálft Í nýjasta þætti okkar á Fjórðu vaktinni veltum við því fyrir okkur hvort að aðgerðir í jafnréttismálum virki yfir höfuð. Þar skoðum við meðal annars nýlegt átak Vinnueftirlitsins gegn áreitni og átak Ríkislögreglustjóra gegn áreitni á djamminu. Væntanlega er hugsunin á bakvið bæði átökin að ávarpa þá rótgrónu meinsemd að reynsluheimur kvenna er litaður af kynferðislegri hlutgervingu og stútfullur af tilkalli karla til líkama kvenna. Þriðja hver kona hefur orðið fyrir ofbeldi. Allt ofbeldi er framið af gerendum og langflestir gerendur eru karlar. Átök Vinnueftirlitsins og Ríkislögreglustjóra skauta snyrtilega framhjá þessu og hvetja fólk með kynhlutlausum hætti til að „vera vakandi fyrir kynferðisofbeldi á djamminu“ og segja okkur að „áreitni geti haft skaðleg áhrif“. Gerendur eru hvorki nefndir ná ávarpaðir, heldur eigum við öll bara að vera duglegri að uppræta kynferðisofbeldi sem beitir sig sjálft. Virk tókst betur upp í sínu átaki þar sem karlrembur voru ávarpaðar með hæðni í laginu „Það má ekkert lengur“. Þar var þess þó gætt að láta kvenkyns söngvara fara með línur sem þekkist þó nánast eingöngu úr munni karlrembukalla sem upplifa ofboðslega illa að sér vegið, mögulega til að draga úr óþægindum eða tengingum við meintan öfgafemínisma. Virka aðgerðir í jafnréttismálum? Líklega þykir það of óþægilegt og/eða róttækt að ávarpa þá staðreynd beint að karlar séu í meirihluta þeirra sem beiti konur ofbeldi og þeir þurfi að axla á því ábyrgð. Axla ábyrgð á þeirri tegund karlmennsku sem réttlætir tilkall þeirra til hegðunar sem meiðir annað fólk. Og kannski er það rétt, kannski myndu átökin fæla fólk frá ef minnsti möguleiki væri á að tengja þau við meintan öfgafemínisma. Staðreyndin er þó sú að femínísmi er fjölbreyttur og síbreytilegur, þó grunnhugmyndafræðin gangi út á að greina og hreyfa við kerfisbundnu og kynjuðu valdakerfi. Í þessu valdakerfi eru kyn grundvallarbreyta sem fléttast saman við aðrar félagslegar breytur, s.s. uppruna, húðlit, líkamsgerð og tungumál, auk fjárhagslegrar eða félagslegrar stöðu. Okkar niðurstaða er sú að til að aðgerðir í jafnréttismálum hreyfi við fólki, þá verði þær að taka ofangreindar breytur inn í myndina, viðurkenna valdamisræmið og beina sjónum sínum að þeim sem geta breytt; gerendum. Það er óþægilegt, en meinsemdirnar sem átökum og vitundarvakningum er ætlað að uppræta eru sannarlega óþægilegar líka. Allt er betra en ekkert Að þessu sögðu er rétt að minna á það sem Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, hefur ítrekað sagt: Allar aðgerðir skipta máli og geta haft áhrif. Róttækar, íhaldssamar, fyndnar, sárar, stórar og litlar. Því fögnum við ofangreindum átökum á sama tíma og við köllum eftir skarpari fókus. Þessi grein er afurð af samtali höfunda í hlaðvarpsþáttunum Fjórða vaktin. Í hlaðvarpinu kryfjum við málefni samtímans og setjum í sögulegt og fræðilegt femínískt samhengi. Höfundar eru umsjónarmenn Fjórðu vaktarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Þorsteinn V. Einarsson Jafnréttismál Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þótt almenn þekking á femínisma hafi aukist mjög á undanförnum árum og ólíklegasta fólk sé tilbúið að segjast vera femínistar, þá virðist hugmyndafræðin enn vera smá ógnvekjandi. Þetta birtist m.a. í því að mörg eru til í að segjast vera femínistar en um leið taka fram að þau séu engir öfgafemínistar samt. Eins og öfgafemínismi sé raunverulegt fyrirbæri en ekki afurð af andspyrnuorðræðu og andúð gagnvart femínískum aðgerðum. Það sama má greina í aðgerðum fyrirtækja og stofnana, þar sem fólk óttast að ganga of langt og vitundarvakningar gegn áreitni og ofbeldi eiga það til að vera svo glimmerhúðaðar að bitið er dregið úr hinum femíníska boðskap. Ofbeldið sem fremur sig sjálft Í nýjasta þætti okkar á Fjórðu vaktinni veltum við því fyrir okkur hvort að aðgerðir í jafnréttismálum virki yfir höfuð. Þar skoðum við meðal annars nýlegt átak Vinnueftirlitsins gegn áreitni og átak Ríkislögreglustjóra gegn áreitni á djamminu. Væntanlega er hugsunin á bakvið bæði átökin að ávarpa þá rótgrónu meinsemd að reynsluheimur kvenna er litaður af kynferðislegri hlutgervingu og stútfullur af tilkalli karla til líkama kvenna. Þriðja hver kona hefur orðið fyrir ofbeldi. Allt ofbeldi er framið af gerendum og langflestir gerendur eru karlar. Átök Vinnueftirlitsins og Ríkislögreglustjóra skauta snyrtilega framhjá þessu og hvetja fólk með kynhlutlausum hætti til að „vera vakandi fyrir kynferðisofbeldi á djamminu“ og segja okkur að „áreitni geti haft skaðleg áhrif“. Gerendur eru hvorki nefndir ná ávarpaðir, heldur eigum við öll bara að vera duglegri að uppræta kynferðisofbeldi sem beitir sig sjálft. Virk tókst betur upp í sínu átaki þar sem karlrembur voru ávarpaðar með hæðni í laginu „Það má ekkert lengur“. Þar var þess þó gætt að láta kvenkyns söngvara fara með línur sem þekkist þó nánast eingöngu úr munni karlrembukalla sem upplifa ofboðslega illa að sér vegið, mögulega til að draga úr óþægindum eða tengingum við meintan öfgafemínisma. Virka aðgerðir í jafnréttismálum? Líklega þykir það of óþægilegt og/eða róttækt að ávarpa þá staðreynd beint að karlar séu í meirihluta þeirra sem beiti konur ofbeldi og þeir þurfi að axla á því ábyrgð. Axla ábyrgð á þeirri tegund karlmennsku sem réttlætir tilkall þeirra til hegðunar sem meiðir annað fólk. Og kannski er það rétt, kannski myndu átökin fæla fólk frá ef minnsti möguleiki væri á að tengja þau við meintan öfgafemínisma. Staðreyndin er þó sú að femínísmi er fjölbreyttur og síbreytilegur, þó grunnhugmyndafræðin gangi út á að greina og hreyfa við kerfisbundnu og kynjuðu valdakerfi. Í þessu valdakerfi eru kyn grundvallarbreyta sem fléttast saman við aðrar félagslegar breytur, s.s. uppruna, húðlit, líkamsgerð og tungumál, auk fjárhagslegrar eða félagslegrar stöðu. Okkar niðurstaða er sú að til að aðgerðir í jafnréttismálum hreyfi við fólki, þá verði þær að taka ofangreindar breytur inn í myndina, viðurkenna valdamisræmið og beina sjónum sínum að þeim sem geta breytt; gerendum. Það er óþægilegt, en meinsemdirnar sem átökum og vitundarvakningum er ætlað að uppræta eru sannarlega óþægilegar líka. Allt er betra en ekkert Að þessu sögðu er rétt að minna á það sem Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, hefur ítrekað sagt: Allar aðgerðir skipta máli og geta haft áhrif. Róttækar, íhaldssamar, fyndnar, sárar, stórar og litlar. Því fögnum við ofangreindum átökum á sama tíma og við köllum eftir skarpari fókus. Þessi grein er afurð af samtali höfunda í hlaðvarpsþáttunum Fjórða vaktin. Í hlaðvarpinu kryfjum við málefni samtímans og setjum í sögulegt og fræðilegt femínískt samhengi. Höfundar eru umsjónarmenn Fjórðu vaktarinnar.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun